Handbolti

Kiel fór létt með Wilhelmshaven

Gylfi Gylfason, leikmaður WHV.
Gylfi Gylfason, leikmaður WHV. Mynd/WHV

Gylfi Gylfason skoraði tvö mörk í tapleik Wilhelmshaven fyrir Þýskalandsmeisturum Kiel.

Leikið var í Ostseehalle í Kiel og lauk leiknum með fimm marka sigri Kiel, 34-29.

Stefan Lövgren var atkvæðamikill í liði Kiel og skoraði tíu mörk. Nikola Karabatic kom næstur með níu.

Oliver Köhrmann skoraði átta mörk fyrir Wilhelmshavener HV.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×