Bandaríkjamenn sigruðu í Ameríkukeppninni 3. september 2007 12:36 LeBron James treður hér með tilþrifum í úrslitaleiknum í gær, en hann nýtti 76% skota sinna á Ameríkuleiknum NordicPhotos/GettyImages Landslið Bandaríkjanna tryggði sér í nótt auðveldan sigur í Ameríkukeppninni í körfubolta með því að kjöldraga Argentínumenn 118-81 í úrslitaleik mótsins. Úrslitaleikurinn hafði í sjálfu sér litla þýðingu þar sem bæði lið höfðu þegar tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum í Peking á næsta ári. Lið Argentínu var án fjögurra af sínum bestu mönnum í keppninni og þar á meðal hinum magnaða Manu Ginobili hjá San Antonio Spurs. Það kom því nokkuð á óvart þegar liðið náði að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum með því að ná í úrslitaleikinn í Ameríkukeppninni. Mótið fór fram í Las Vegas í Bandaríkjunum og skoruðu heimamenn að meðaltali tæp 117 stig í leik og var aldrei ógnað í 10 leikjum sínum á 12 dögum. Argentínumennirnir sáu þó aldrei til sólar í úrslitaleiknum sem var eign Bandaríkjamanna frá fyrstu mínútu. LeBron James skoraði 31 stig fyrir Bandaríkjamenn í leiknum og er það hæsta stigaskor í sögu liðsins í leik í undankeppni. Miðherjinn Dwight Howard hjá Orlando Magic skoraði 20 stig fyrir heimamenn og hitti öllum sjö skotum sínum. Carmelo Anthony hjá Denver Nuggets skoraði 16 stig. "Við erum orðnir hundleiðir á bronsverðlaunum," sagði Carmelo Anthony, sem líkt og LeBron James hafði aldrei unnið til gullverðlauna á stórmóti með landsliðinu. "Ég er orðlaus núna - þetta eru fyrstu gullverðlaunin mín." LeBron James var líka sáttur við sigurinn. "Ég sá það hérna að mennirnir í þessu liði gátu sett egóið sitt og einstaklingsafrek sín á hilluna og spilað sem lið. Allir vorum við með sameiginlegt takmark og það var að vinna gull," sagði James - sem var með ótrúlega tölfræði á mótinu. Hann var með 76% skotnýtingu utan af velli og nýtti 8 af 11 þriggja stiga skotum sínum á mótinu, sem er met. "Það er frábært að fylgjast með þessu bandaríska liði spila og ég held að það sé eitt það besta sem þeir hafa teflt fram til þessa. Upprunalega draumaliðið með Jordan, Magic og Bird var auðvitað stórkostlegt, en þessir spila gríðarlega vel saman og spila sterka vörn. Það er frábært að spila á móti þeim," sagði Sergio Hernandez, landsliðsþjálfari Argentínu. Argentínumenn voru án NBA leikmannanna Manu Ginobili, Fabricio Oberto, Andres Nocioni og Walter Herrmann á mótinu, en náðu samt að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum á næsta ári. Púertó Ríkó lagði svo Brasilíu 111-107 í leiknum um þriðja sætið á mótinu í gærkvöld. Körfubolti Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Sjá meira
Landslið Bandaríkjanna tryggði sér í nótt auðveldan sigur í Ameríkukeppninni í körfubolta með því að kjöldraga Argentínumenn 118-81 í úrslitaleik mótsins. Úrslitaleikurinn hafði í sjálfu sér litla þýðingu þar sem bæði lið höfðu þegar tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum í Peking á næsta ári. Lið Argentínu var án fjögurra af sínum bestu mönnum í keppninni og þar á meðal hinum magnaða Manu Ginobili hjá San Antonio Spurs. Það kom því nokkuð á óvart þegar liðið náði að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum með því að ná í úrslitaleikinn í Ameríkukeppninni. Mótið fór fram í Las Vegas í Bandaríkjunum og skoruðu heimamenn að meðaltali tæp 117 stig í leik og var aldrei ógnað í 10 leikjum sínum á 12 dögum. Argentínumennirnir sáu þó aldrei til sólar í úrslitaleiknum sem var eign Bandaríkjamanna frá fyrstu mínútu. LeBron James skoraði 31 stig fyrir Bandaríkjamenn í leiknum og er það hæsta stigaskor í sögu liðsins í leik í undankeppni. Miðherjinn Dwight Howard hjá Orlando Magic skoraði 20 stig fyrir heimamenn og hitti öllum sjö skotum sínum. Carmelo Anthony hjá Denver Nuggets skoraði 16 stig. "Við erum orðnir hundleiðir á bronsverðlaunum," sagði Carmelo Anthony, sem líkt og LeBron James hafði aldrei unnið til gullverðlauna á stórmóti með landsliðinu. "Ég er orðlaus núna - þetta eru fyrstu gullverðlaunin mín." LeBron James var líka sáttur við sigurinn. "Ég sá það hérna að mennirnir í þessu liði gátu sett egóið sitt og einstaklingsafrek sín á hilluna og spilað sem lið. Allir vorum við með sameiginlegt takmark og það var að vinna gull," sagði James - sem var með ótrúlega tölfræði á mótinu. Hann var með 76% skotnýtingu utan af velli og nýtti 8 af 11 þriggja stiga skotum sínum á mótinu, sem er met. "Það er frábært að fylgjast með þessu bandaríska liði spila og ég held að það sé eitt það besta sem þeir hafa teflt fram til þessa. Upprunalega draumaliðið með Jordan, Magic og Bird var auðvitað stórkostlegt, en þessir spila gríðarlega vel saman og spila sterka vörn. Það er frábært að spila á móti þeim," sagði Sergio Hernandez, landsliðsþjálfari Argentínu. Argentínumenn voru án NBA leikmannanna Manu Ginobili, Fabricio Oberto, Andres Nocioni og Walter Herrmann á mótinu, en náðu samt að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum á næsta ári. Púertó Ríkó lagði svo Brasilíu 111-107 í leiknum um þriðja sætið á mótinu í gærkvöld.
Körfubolti Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Sjá meira