Fleiri fréttir Sigur í Lúxemborg Karlalandsliðið gerði góða ferð til Lúxemborgar um helgina þar sem heimamenn voru lagðir með 89 stigum gegn 73. Góður sigur hjá íslenska liðinu sem var undir í leikhléi, 49-36. 3.9.2007 04:30 Tvennan er í augsýn hjá FH-ingum Íslandsmeistarar FH tryggðu sér sæti í úrslitum VISA-bikarsins með frábærum sigri á Blikum, 3-1. FH fékk fjöldamörg tækifæri til að klára leikinn en það tókst ekki fyrr en í framlengingu. Þá var aðeins eitt lið á vellinum. Leikurinn var frábær skemmtum og 3.9.2007 00:01 Vændiskonur hjá Ronaldo 3.9.2007 00:01 Valsmenn skutu Víkinga á bólakaf í Víkinni Valsmenn hanga ennþá í skottinu á Íslandsmeisturum FH. Líkurnar á að innbyrðis viðureign liðanna í 17. umferð deildarinnar muni ráða úrslitum hafa því aukist enn frekar og fari svo að Valsmenn vinni þann leik er allt eins líklegt að markatalan muni hafa allt að segja. Þar standa þeir rauðklæddu betur eftir stórsigurinn í gær, með 18 mörk í plús gegn 17 mörkum FH. 3.9.2007 00:01 Valsmenn gefa FH-ingum ekki þumlung eftir Valsmenn unnu í kvöld 5-1 sigur á slökum Víkingum í Landsbankadeild karla. Þeir eru því komnir með betri markatölu en FH-ingar og aðeins þrem stigum á eftir Íslandsmeisturunum úr Hafnarfirði. Að sama skapi eru Víkingar í miklum vandræðum í botnbaráttunni því aðeins munar tveim stigum á þeim og KR-ingum sem eru í neðsta sætinu. 2.9.2007 18:59 Kristán Örn skoraði í naumum sigri Brann Varnarmaðurinn sterki Kristján Örn Sigurðsson skoraði í dag fyrir Brann í naumum sigri liðsins á Sandefjord í norsku úrvalsdeildinni. Mark Kristjáns kom á 29. mínútu leiksins og það dugði Brann til sigurs og liðið því enn í efsta sæti norsku deildarinnar með 39 stig. 2.9.2007 18:16 FH í úrslit eftir sigur í framlengingu FH-ingar eru komnir í úrslit bikarkeppni karla eftir 3-1 sigur á Breiðablik á Laugardalsvelli í dag. Leikurinn þurfti að fara í framlengingu því staðan var 1-1 eftir 90 mínútur. Í framlengingunni tóku FH-ingar öll völd og skoruðu Tryggvi Guðmundsson og Atli Guðnason sitt markið hvor í sitt hvorum hálfleik framlengingarinnar. Áður höfðu Ásgeir Gunnar Ásgeirsson skorað fyrir FH og Prince Rajcomar fyrir Breiðablik. 2.9.2007 17:48 Chelsea tapaði - Abramovich brjálaður Nú munar ekki nema tveim stigum á Manchester United og Chelsea eftir að hinir síðarnefndu töpuðu gegn Aston Villa á Villa Park í Birmingham í dag. Leikurinn fór 2-0 en mörkin skoruðu varnarmaðurinn Zat Knight í sínum fyrsta leik fyrir Villa og ungstirnið Gabriel Agbonlahor. Roman Abramovich sást yfirgefa Villa Park í fússi áður en leiknum lauk en enskir fjölmiðlar hafa í dag birt fréttir þess efnis að hann sé að missa þolinmæðina á hinum varnarsinnaða leikstíl José Mourinho. 2.9.2007 16:58 Tvö rauð þegar Blackburn lagði Man City Blackburn Rovers báru sigur úr býtum á heimavelli sínum Ewood Park í dag þegar liðið mætti Sven Goran Erikson og hans mönnum í Manchester City. Suður-Afríkumaðurinn Benni McCarthy skoraði eina markið í fyrri hálfleik eftir hornspyrnu frá David Bentley sem valinn var í enska landsliðið í vikunni. Þeir Tugay og David Dunne voru báðir reknir af velli í síðari hálfleik og bæði lið luku því leik með 10 menn. 2.9.2007 15:53 Arsenal sigruðu Portsmouth manni færri Arsenal vann í dag 3-1 heimasigur á Portsmouth þrátt fyrir að leika lungað úr seinni hálfleik manni færri. Philip Senderos var rekinn af velli í byrjun seinni hálfleiks þegar staðan var 2-0 Arsenal í vil. Skömmu síðar bætti Tomas Rosicky þriðja markinu við áður en Kanu náði að klóra í bakkann fyrir Portsmouth. Arsenal varðist vel það eftir lifði leiks og voru aldrei líklegir til að gefa eftir sigurinn. 2.9.2007 14:23 Billjón punda fjárfestar slást um Manchester United Tveir hópar fjárfesta undirbúa nú risatilboð í Manchester United. Verðstríð er í uppsiglingu þar sem Glazer fjölskyldan, núverandi eigendur Manchester United, mun ekki hlusta á tilboð sem eru undir einni billjón punda. Hóparnir tveir sem vilja kaupa Manchester United eru frá Dubai annars vegar og Kína hins vegar. Dubai hópurinn er tengdur furstafjölskyldunni í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og sá kínverski er talinn hafa yfr gífurlegum fjármunum að ráða. 2.9.2007 13:09 Schmeichel vill kaupa Bröndby Per Bjerregaard, stjónarformaður danska knattspyrnuliðsins Bröndby, mun á morgun hitta gömlu kempuna Peter Schmeichel en hann leiðir hóp fjárfesta sem vilja kaupa hinn fornfræga knattspyrnuklúbb. Fjárfestarnir vilja að sögn danskra fjölmiðla koma með tæplega þriggja millarða innspýtingu í klúbbinn til að koma Bröndby aftur á stall með stóru stákunum í Danmörku. 2.9.2007 12:21 Saha kom til bjargar Manchester United lagði Sunderland, 1-0, með marki frá Louis Saha, sem var að spila sinn fyrsta leik eftir meiðsli. Dagurinn var tilfinningaþrunginn fyrir stuðningsmenn Manchester United en Ole Gunnar Solskjær, sem neyddist til að leggja skóna á hilluna í vikunni vegna meiðsla, var heiðraður fyrir leik. 2.9.2007 12:15 Róbert tryggði Gummersbach nauman sigur á Minden Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í Gummersbach unnu sinn fyrsta sigur á leiktíðinni í gær þegar liðið heimsótti Einar Örn Jónsson og félaga í Minden. Sigurinn var mjög naumur, 23-24, en það var línumaðurinn Róbert Gunnarsson sem tryggði Gummersbach sigurinn með marki tíu sekúndum fyrir leikslok. Róbert skoraði fimm mörk í leiknum. 2.9.2007 12:00 Þrjú töp hjá FH í Dalnum á síðustu fjórum árum Íslandsmeistarar FH-inga, sem eru með sex stiga forskot á toppi Landsbankadeildar karla, eru enn á ný mættir í bikarleik á Laugardalsvelli þar sem þeir hafa dottið út úr bikarnum þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum. FH mætir Breiðabliki í fyrri undanúrslitaleik VISA-bikars karla og hefst leikurinn klukkan 16.00. 2.9.2007 11:15 Dauðfeginn að vera laus frá félaginu Gylfi Einarsson var leystur undan samningi við Leeds United á föstudagskvöldið og er því í leit að félagi þessa dagana. Þar með lauk skrautlegum tíma í lífi Gylfa, sem kom til félagsins árið 2004 frá Lilleström. Gylfi byrjaði feril sinn hjá Leeds vel og skoraði strax í sínum öðrum leik með liðinu. Það var á endanum hans eina mark fyrir þetta fornfræga félag. 2.9.2007 11:15 Á toppinn í fyrsta sinn í fimm ár Liverpool skaust á topp ensku úrvalsdeildarinnar í gær þegar liðið slátraði Derby á Anfield, 6-0. Michael Owen tryggði Newcastle góðan sigur á Wigan en hrakfarir Tottenham héldu áfram. 2.9.2007 11:00 Mellur Ronaldo í nærum frá Tesco og Debenhams Tvær af mellunum fimm sem fótboltastjarnan Cristiano Ronaldo keypti í sundlaugarveislu sína eftir sigurinn gegn Tottenham segja að þær hafi verið í nærbuxum frá Tesco og Debenhams. "Við vildum virkilega kveikja í þeim og klæddum okkur því í sexý föt," segja þær Tyese og Gemma í samtali við blaðið News Of The World. 2.9.2007 10:46 Arsenal mætir Newcastle Fótbolti Dregið var í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar í gær og þar bar hæst að Arsenal tekur á móti Newcastle. Man. Utd mætir Coventry og Chelsea heimsækir Hull. Leikirnir fara fram 24. september. 2.9.2007 10:30 Stjarnan kveður Ásgarð Meistarakeppni HSÍ fer fram í kvöld og báðir leikirnir verða spilaðir í Ásgarði í Garðabæ. Konurnar ríða á vaðið klukkan 18 þegar Stjarnan og Haukar mætast en klukkan 20 mætast Stjarnan og Valur í karlaflokki. 2.9.2007 10:00 A-deildin úr sögunni hjá stelpunum Íslenska kvennalandsliðið á ekki lengur möguleika á að vinna riðilinn sinn í B-deild Evrópukeppninnar eftir 52-73 tap á móti Hollandi á Ásvöllum í gær en sigurvegarinn í riðlinum fer í umspil um sæti meðal A-þjóða. Íslenska liðið byrjaði leikinn illa og lenti strax 4-18 undir og eftir það var á brattann að sækja. Holland var 16 stigum yfir í hálfleik, 20-36, en munurinn var kominn niður í 13 stig, 36-49, fyrir lokaleikhlutann. 2.9.2007 09:30 Aston Villa hefur áhuga á Grétari Aston Villa sýndi íslenska landsliðsmanninum Grétari Rafni Steinssyni áhuga á dögunum. Þetta staðfesti Grétar í samtali við Fréttablaðið í gær. 2.9.2007 09:00 Sex marka stórsigur Liverpool Nú er öllum leikjum dagsins lokið nema einum. Liverpool vann stórsigur á Derby 6-0. West Ham vann svo góðan útisigur á Reading 0-3. Úrslit dagsins og markaskorarar eru hér fyrir neðan. 1.9.2007 14:08 Ferguson rétt marði Keane Alex Ferguson og hans menn í Manchester United rétt mörðu sigur á Roy Kene og hans mönnum í Sunderland á Old Trafford í dag. Louis Saha skoraði eina mark leiksins og sitt fyrsta síðan hann meiddist í desember á síðasta ári. Leikmenn United voru mun meira með boltann en sköpuðu ekki mörg opin marktækifæri. United er komið með 8 stig eftir fimm leiki og tvo sigra í röð. Sunderland er hins vegar með 4 stig og hefur tapað þremur í röð. 1.9.2007 18:10 Dregið í deildarbikarnum Búið er að draga í þriðju umferð enska deildarbikarsins. Helstu tíðindin úr dráttinum eru sú að Manchester United mun leika gegn Coventry, Liverpool gegn Reading, Arsenal við Newcastle og Chelsea við Hull. Dráttinn í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. 1.9.2007 13:46 Beckham er með 1,3 milljónir kr. á mínútu Nú bendir allt til þess að tímabilið sé búið hjá David Beckham. Hann meiddist á hné í úrslitaleik bikarkeppninnar í Bandaríkjunum. Strax eru farnar að heyrast raddir þar í landi sem segja að kaup LA Galaxy á Beckham hafi verið dýrt spaug. Því til stuðnings er það nefnt að Beckham fær um 414 milljónir króna á ári í laun frá Galaxy. Það eru 6.5 milljón dollarar. Beckham hefur leikið í sex leikjum fyrir LA Galaxy á þessu ári, alls í 310 mínútur.Fari það svo, eins og allt lítur út fyrir, að Beckham leiki ekki meira á þessu ári hefur LA Galaxy þurft að greiða Beckham 133 þúsund krónur fyrir hverja einustu mínútu sem hann hefur spilað. Það eru 21 þúsund dollarar. 1.9.2007 13:27 Video: Grétar skoraði fyrir AZ Alkmaar Grétar Rafn Steinsson skoraði skondið mark fyrir lið sitt, AZ Alkmaar, í 3-0 sigri liðsins á Excelsior í hollensku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Mark Grétars kom á 45 mínútu eftir hornspyrnu. Þú getur séð markið hér. 1.9.2007 13:17 Öll félagaskipti gærdagsins Á miðnætti lokaði félagaskiptaglugganum og því verða fleiri leikmenn ekki keypti né seldir þar til í janúar þegar glugginn opnar aftur. Fjölmörg viðskipti fóru fram í gær en markverðust þeirra verða að teljast kaup Arsenal á Lassana Diarra frá Chelsea. Annars er öllum viðskiptum dagsins gerð skil hér fyrir neðan. 1.9.2007 11:37 Gylfi Einarsson hættur hjá Leeds Landsliðsmaðurinn Gylfi Einarsson hefur verið leystur undan samningi sínum við enska 2. deildarfélagið Leeds United að því er segir á heimasíðu félagsins. 1.9.2007 09:54 Sjá næstu 50 fréttir
Sigur í Lúxemborg Karlalandsliðið gerði góða ferð til Lúxemborgar um helgina þar sem heimamenn voru lagðir með 89 stigum gegn 73. Góður sigur hjá íslenska liðinu sem var undir í leikhléi, 49-36. 3.9.2007 04:30
Tvennan er í augsýn hjá FH-ingum Íslandsmeistarar FH tryggðu sér sæti í úrslitum VISA-bikarsins með frábærum sigri á Blikum, 3-1. FH fékk fjöldamörg tækifæri til að klára leikinn en það tókst ekki fyrr en í framlengingu. Þá var aðeins eitt lið á vellinum. Leikurinn var frábær skemmtum og 3.9.2007 00:01
Valsmenn skutu Víkinga á bólakaf í Víkinni Valsmenn hanga ennþá í skottinu á Íslandsmeisturum FH. Líkurnar á að innbyrðis viðureign liðanna í 17. umferð deildarinnar muni ráða úrslitum hafa því aukist enn frekar og fari svo að Valsmenn vinni þann leik er allt eins líklegt að markatalan muni hafa allt að segja. Þar standa þeir rauðklæddu betur eftir stórsigurinn í gær, með 18 mörk í plús gegn 17 mörkum FH. 3.9.2007 00:01
Valsmenn gefa FH-ingum ekki þumlung eftir Valsmenn unnu í kvöld 5-1 sigur á slökum Víkingum í Landsbankadeild karla. Þeir eru því komnir með betri markatölu en FH-ingar og aðeins þrem stigum á eftir Íslandsmeisturunum úr Hafnarfirði. Að sama skapi eru Víkingar í miklum vandræðum í botnbaráttunni því aðeins munar tveim stigum á þeim og KR-ingum sem eru í neðsta sætinu. 2.9.2007 18:59
Kristán Örn skoraði í naumum sigri Brann Varnarmaðurinn sterki Kristján Örn Sigurðsson skoraði í dag fyrir Brann í naumum sigri liðsins á Sandefjord í norsku úrvalsdeildinni. Mark Kristjáns kom á 29. mínútu leiksins og það dugði Brann til sigurs og liðið því enn í efsta sæti norsku deildarinnar með 39 stig. 2.9.2007 18:16
FH í úrslit eftir sigur í framlengingu FH-ingar eru komnir í úrslit bikarkeppni karla eftir 3-1 sigur á Breiðablik á Laugardalsvelli í dag. Leikurinn þurfti að fara í framlengingu því staðan var 1-1 eftir 90 mínútur. Í framlengingunni tóku FH-ingar öll völd og skoruðu Tryggvi Guðmundsson og Atli Guðnason sitt markið hvor í sitt hvorum hálfleik framlengingarinnar. Áður höfðu Ásgeir Gunnar Ásgeirsson skorað fyrir FH og Prince Rajcomar fyrir Breiðablik. 2.9.2007 17:48
Chelsea tapaði - Abramovich brjálaður Nú munar ekki nema tveim stigum á Manchester United og Chelsea eftir að hinir síðarnefndu töpuðu gegn Aston Villa á Villa Park í Birmingham í dag. Leikurinn fór 2-0 en mörkin skoruðu varnarmaðurinn Zat Knight í sínum fyrsta leik fyrir Villa og ungstirnið Gabriel Agbonlahor. Roman Abramovich sást yfirgefa Villa Park í fússi áður en leiknum lauk en enskir fjölmiðlar hafa í dag birt fréttir þess efnis að hann sé að missa þolinmæðina á hinum varnarsinnaða leikstíl José Mourinho. 2.9.2007 16:58
Tvö rauð þegar Blackburn lagði Man City Blackburn Rovers báru sigur úr býtum á heimavelli sínum Ewood Park í dag þegar liðið mætti Sven Goran Erikson og hans mönnum í Manchester City. Suður-Afríkumaðurinn Benni McCarthy skoraði eina markið í fyrri hálfleik eftir hornspyrnu frá David Bentley sem valinn var í enska landsliðið í vikunni. Þeir Tugay og David Dunne voru báðir reknir af velli í síðari hálfleik og bæði lið luku því leik með 10 menn. 2.9.2007 15:53
Arsenal sigruðu Portsmouth manni færri Arsenal vann í dag 3-1 heimasigur á Portsmouth þrátt fyrir að leika lungað úr seinni hálfleik manni færri. Philip Senderos var rekinn af velli í byrjun seinni hálfleiks þegar staðan var 2-0 Arsenal í vil. Skömmu síðar bætti Tomas Rosicky þriðja markinu við áður en Kanu náði að klóra í bakkann fyrir Portsmouth. Arsenal varðist vel það eftir lifði leiks og voru aldrei líklegir til að gefa eftir sigurinn. 2.9.2007 14:23
Billjón punda fjárfestar slást um Manchester United Tveir hópar fjárfesta undirbúa nú risatilboð í Manchester United. Verðstríð er í uppsiglingu þar sem Glazer fjölskyldan, núverandi eigendur Manchester United, mun ekki hlusta á tilboð sem eru undir einni billjón punda. Hóparnir tveir sem vilja kaupa Manchester United eru frá Dubai annars vegar og Kína hins vegar. Dubai hópurinn er tengdur furstafjölskyldunni í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og sá kínverski er talinn hafa yfr gífurlegum fjármunum að ráða. 2.9.2007 13:09
Schmeichel vill kaupa Bröndby Per Bjerregaard, stjónarformaður danska knattspyrnuliðsins Bröndby, mun á morgun hitta gömlu kempuna Peter Schmeichel en hann leiðir hóp fjárfesta sem vilja kaupa hinn fornfræga knattspyrnuklúbb. Fjárfestarnir vilja að sögn danskra fjölmiðla koma með tæplega þriggja millarða innspýtingu í klúbbinn til að koma Bröndby aftur á stall með stóru stákunum í Danmörku. 2.9.2007 12:21
Saha kom til bjargar Manchester United lagði Sunderland, 1-0, með marki frá Louis Saha, sem var að spila sinn fyrsta leik eftir meiðsli. Dagurinn var tilfinningaþrunginn fyrir stuðningsmenn Manchester United en Ole Gunnar Solskjær, sem neyddist til að leggja skóna á hilluna í vikunni vegna meiðsla, var heiðraður fyrir leik. 2.9.2007 12:15
Róbert tryggði Gummersbach nauman sigur á Minden Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í Gummersbach unnu sinn fyrsta sigur á leiktíðinni í gær þegar liðið heimsótti Einar Örn Jónsson og félaga í Minden. Sigurinn var mjög naumur, 23-24, en það var línumaðurinn Róbert Gunnarsson sem tryggði Gummersbach sigurinn með marki tíu sekúndum fyrir leikslok. Róbert skoraði fimm mörk í leiknum. 2.9.2007 12:00
Þrjú töp hjá FH í Dalnum á síðustu fjórum árum Íslandsmeistarar FH-inga, sem eru með sex stiga forskot á toppi Landsbankadeildar karla, eru enn á ný mættir í bikarleik á Laugardalsvelli þar sem þeir hafa dottið út úr bikarnum þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum. FH mætir Breiðabliki í fyrri undanúrslitaleik VISA-bikars karla og hefst leikurinn klukkan 16.00. 2.9.2007 11:15
Dauðfeginn að vera laus frá félaginu Gylfi Einarsson var leystur undan samningi við Leeds United á föstudagskvöldið og er því í leit að félagi þessa dagana. Þar með lauk skrautlegum tíma í lífi Gylfa, sem kom til félagsins árið 2004 frá Lilleström. Gylfi byrjaði feril sinn hjá Leeds vel og skoraði strax í sínum öðrum leik með liðinu. Það var á endanum hans eina mark fyrir þetta fornfræga félag. 2.9.2007 11:15
Á toppinn í fyrsta sinn í fimm ár Liverpool skaust á topp ensku úrvalsdeildarinnar í gær þegar liðið slátraði Derby á Anfield, 6-0. Michael Owen tryggði Newcastle góðan sigur á Wigan en hrakfarir Tottenham héldu áfram. 2.9.2007 11:00
Mellur Ronaldo í nærum frá Tesco og Debenhams Tvær af mellunum fimm sem fótboltastjarnan Cristiano Ronaldo keypti í sundlaugarveislu sína eftir sigurinn gegn Tottenham segja að þær hafi verið í nærbuxum frá Tesco og Debenhams. "Við vildum virkilega kveikja í þeim og klæddum okkur því í sexý föt," segja þær Tyese og Gemma í samtali við blaðið News Of The World. 2.9.2007 10:46
Arsenal mætir Newcastle Fótbolti Dregið var í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar í gær og þar bar hæst að Arsenal tekur á móti Newcastle. Man. Utd mætir Coventry og Chelsea heimsækir Hull. Leikirnir fara fram 24. september. 2.9.2007 10:30
Stjarnan kveður Ásgarð Meistarakeppni HSÍ fer fram í kvöld og báðir leikirnir verða spilaðir í Ásgarði í Garðabæ. Konurnar ríða á vaðið klukkan 18 þegar Stjarnan og Haukar mætast en klukkan 20 mætast Stjarnan og Valur í karlaflokki. 2.9.2007 10:00
A-deildin úr sögunni hjá stelpunum Íslenska kvennalandsliðið á ekki lengur möguleika á að vinna riðilinn sinn í B-deild Evrópukeppninnar eftir 52-73 tap á móti Hollandi á Ásvöllum í gær en sigurvegarinn í riðlinum fer í umspil um sæti meðal A-þjóða. Íslenska liðið byrjaði leikinn illa og lenti strax 4-18 undir og eftir það var á brattann að sækja. Holland var 16 stigum yfir í hálfleik, 20-36, en munurinn var kominn niður í 13 stig, 36-49, fyrir lokaleikhlutann. 2.9.2007 09:30
Aston Villa hefur áhuga á Grétari Aston Villa sýndi íslenska landsliðsmanninum Grétari Rafni Steinssyni áhuga á dögunum. Þetta staðfesti Grétar í samtali við Fréttablaðið í gær. 2.9.2007 09:00
Sex marka stórsigur Liverpool Nú er öllum leikjum dagsins lokið nema einum. Liverpool vann stórsigur á Derby 6-0. West Ham vann svo góðan útisigur á Reading 0-3. Úrslit dagsins og markaskorarar eru hér fyrir neðan. 1.9.2007 14:08
Ferguson rétt marði Keane Alex Ferguson og hans menn í Manchester United rétt mörðu sigur á Roy Kene og hans mönnum í Sunderland á Old Trafford í dag. Louis Saha skoraði eina mark leiksins og sitt fyrsta síðan hann meiddist í desember á síðasta ári. Leikmenn United voru mun meira með boltann en sköpuðu ekki mörg opin marktækifæri. United er komið með 8 stig eftir fimm leiki og tvo sigra í röð. Sunderland er hins vegar með 4 stig og hefur tapað þremur í röð. 1.9.2007 18:10
Dregið í deildarbikarnum Búið er að draga í þriðju umferð enska deildarbikarsins. Helstu tíðindin úr dráttinum eru sú að Manchester United mun leika gegn Coventry, Liverpool gegn Reading, Arsenal við Newcastle og Chelsea við Hull. Dráttinn í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. 1.9.2007 13:46
Beckham er með 1,3 milljónir kr. á mínútu Nú bendir allt til þess að tímabilið sé búið hjá David Beckham. Hann meiddist á hné í úrslitaleik bikarkeppninnar í Bandaríkjunum. Strax eru farnar að heyrast raddir þar í landi sem segja að kaup LA Galaxy á Beckham hafi verið dýrt spaug. Því til stuðnings er það nefnt að Beckham fær um 414 milljónir króna á ári í laun frá Galaxy. Það eru 6.5 milljón dollarar. Beckham hefur leikið í sex leikjum fyrir LA Galaxy á þessu ári, alls í 310 mínútur.Fari það svo, eins og allt lítur út fyrir, að Beckham leiki ekki meira á þessu ári hefur LA Galaxy þurft að greiða Beckham 133 þúsund krónur fyrir hverja einustu mínútu sem hann hefur spilað. Það eru 21 þúsund dollarar. 1.9.2007 13:27
Video: Grétar skoraði fyrir AZ Alkmaar Grétar Rafn Steinsson skoraði skondið mark fyrir lið sitt, AZ Alkmaar, í 3-0 sigri liðsins á Excelsior í hollensku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Mark Grétars kom á 45 mínútu eftir hornspyrnu. Þú getur séð markið hér. 1.9.2007 13:17
Öll félagaskipti gærdagsins Á miðnætti lokaði félagaskiptaglugganum og því verða fleiri leikmenn ekki keypti né seldir þar til í janúar þegar glugginn opnar aftur. Fjölmörg viðskipti fóru fram í gær en markverðust þeirra verða að teljast kaup Arsenal á Lassana Diarra frá Chelsea. Annars er öllum viðskiptum dagsins gerð skil hér fyrir neðan. 1.9.2007 11:37
Gylfi Einarsson hættur hjá Leeds Landsliðsmaðurinn Gylfi Einarsson hefur verið leystur undan samningi sínum við enska 2. deildarfélagið Leeds United að því er segir á heimasíðu félagsins. 1.9.2007 09:54