Ekki með sína menn í hlaupum og leiðindum 19. ágúst 2007 15:30 Fyrsta tímabil HK í úrvalsdeild er afar sérstakt þar sem HK-liðið er fórnarlamb aðstæðna því þátttaka mótherja þeirra í Evrópukeppni og bikarkeppni hefur þýtt að færa leiki þeirra til. Gunnar Guðmundsson, þjálfari HK, náði að stýra liði sínu til sigurs í fyrsta leik eftir þriggja vikna hlé. Andstæðingar þeirra í Keflavík höfðu spilað fjóra leiki á þessum þremur vikum. „Þetta var rosalega sérstakt og maður fann alveg að allur krafturinn datt úr þessu. Ég gaf samt smá frí þannig að mínir menn náðu að endurnærast aðeins. Eftir að við náðum aðeins að hvíla okkur og jafna okkur þá byggðum við okkur markvisst upp fyrir þessi verkefni sem eru fram undan. Ég held að það hafi bara tekist ágætlega," segir Gunnar sem passaði upp á að hans mönnum fyndust þeir ekki vera að ganga í gegnum annað undirbúningstímabil. „Ég vildi það ekki því það er nógu leiðinlegt fyrir menn að ganga í gegnum það. Við reyndum að halda léttleikanum áfram uppi og spiluðum þá frekar mót innan liðsins. Við reyndum að hafa keppni inn á æfingum til að halda því við. Ég ætlaði alls ekki að fara út í einhver hlaup og leiðindi. Við skemmtun okkur bara ágætlega en það var alveg klárt að við þurftum náttúrlega að halda við líkamlega þættinum," segir Gunnar. HK er komið með 14 stig eftir sigurinn og er nú með fimm stigum fleiri en Fram sem í 10. sæti. „KR og Fram voru að ná í stig í þessari umferð og þess vegna var gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að halda muninum sem var á liðunum fyrir leikina. Það var líka mikilvægt upp á sjálfstraustið að lenda ekki í einhverri taphrinu og við erum þá alltaf að sækja inn á milli sigurleiki eða stig," segir Gunnar en fram undan er leikur gegn efsta liðinu í kvöld og svo gegn botnliði Fram eftir viku. Eftir það kemur landsleikjahlé og önnur löng pása fyrir HK en þá líða 17 dagar á milli leikja. „Nú stefnir í aðra svona hvíld í byrjun september. Fylkir er kominn áfram í bikarnum og við áttum að spila við þá 2. september. Bikarleikurinn lendir einmitt á sama tíma sem þýðir aðra þriggja vikna pásu hjá okkur," segir Gunnar að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
Fyrsta tímabil HK í úrvalsdeild er afar sérstakt þar sem HK-liðið er fórnarlamb aðstæðna því þátttaka mótherja þeirra í Evrópukeppni og bikarkeppni hefur þýtt að færa leiki þeirra til. Gunnar Guðmundsson, þjálfari HK, náði að stýra liði sínu til sigurs í fyrsta leik eftir þriggja vikna hlé. Andstæðingar þeirra í Keflavík höfðu spilað fjóra leiki á þessum þremur vikum. „Þetta var rosalega sérstakt og maður fann alveg að allur krafturinn datt úr þessu. Ég gaf samt smá frí þannig að mínir menn náðu að endurnærast aðeins. Eftir að við náðum aðeins að hvíla okkur og jafna okkur þá byggðum við okkur markvisst upp fyrir þessi verkefni sem eru fram undan. Ég held að það hafi bara tekist ágætlega," segir Gunnar sem passaði upp á að hans mönnum fyndust þeir ekki vera að ganga í gegnum annað undirbúningstímabil. „Ég vildi það ekki því það er nógu leiðinlegt fyrir menn að ganga í gegnum það. Við reyndum að halda léttleikanum áfram uppi og spiluðum þá frekar mót innan liðsins. Við reyndum að hafa keppni inn á æfingum til að halda því við. Ég ætlaði alls ekki að fara út í einhver hlaup og leiðindi. Við skemmtun okkur bara ágætlega en það var alveg klárt að við þurftum náttúrlega að halda við líkamlega þættinum," segir Gunnar. HK er komið með 14 stig eftir sigurinn og er nú með fimm stigum fleiri en Fram sem í 10. sæti. „KR og Fram voru að ná í stig í þessari umferð og þess vegna var gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að halda muninum sem var á liðunum fyrir leikina. Það var líka mikilvægt upp á sjálfstraustið að lenda ekki í einhverri taphrinu og við erum þá alltaf að sækja inn á milli sigurleiki eða stig," segir Gunnar en fram undan er leikur gegn efsta liðinu í kvöld og svo gegn botnliði Fram eftir viku. Eftir það kemur landsleikjahlé og önnur löng pása fyrir HK en þá líða 17 dagar á milli leikja. „Nú stefnir í aðra svona hvíld í byrjun september. Fylkir er kominn áfram í bikarnum og við áttum að spila við þá 2. september. Bikarleikurinn lendir einmitt á sama tíma sem þýðir aðra þriggja vikna pásu hjá okkur," segir Gunnar að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira