Fleiri fréttir

Heimsókn í skóla: Eva leitar að Bjarna Ben í FG

Önnur viðureign átta liða úrslita Framhaldsskólaleik Rafíþróttasamtaka Íslands, eða FRÍS, fór fram síðastliðinn miðvikudag þar sem MÁ og FG áttust við. Eins og síðustu ár tók Eva Margrét Guðnadóttir púlsinn á nemendum skólanna fyrir viðureignina.

Okla­homa að valda Lakers og Dallas vand­ræðum

Átta leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Milwaukee Bucks lagði Kevin Durant-laust lið Phoenix Suns nokkuð þægilega. Los Angeles Lakers sneri aftur á sigurbraut og þá vann Oklahoma City Thunder góðan endurkomusigur á Brooklyn Nets. Sá sigur lagði stein í götu Dallas Mavericks sem og Lakers.

HK missir lykilmann til FH

Handboltamaðurinn Símon Michael Guðjónsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við FH. Hann kemur til liðsins frá HK sem verður nýliði í Olís-deild karla á næsta tímabili.

KV gefst ekki upp: Segir stóra málið að KSÍ hafi ekki farið eftir reglum

Þó að aðeins 50 dagar séu þar til að keppni í Lengjudeild karla í fótbolta ríkir enn ákveðin óvissa um hvaða lið spila þar. KV hefur skotið til baka kæru til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ og krefst áframhaldandi sætis í deildinni, sem þó er ekki víst að félagið þiggi.

Topp­liðið þarf að sigra Vals­grýluna

Keflavík og Valur, topplið Subway-deildar kvenna í körfubolta,. Keflavík trónir sem stendur á toppi deildarinnar með 21 sigur og aðeins þrjú töp. Þar á eftir koma Valskonur með 20 sigra og fjögur töp. Það sem er einkar athyglisvert við þessa tölfræði er að tvö af þremur töpum Keflavíkur hafa komið gegn Val.

Íþróttastjarna skólans auglýsti skólasvindl á Tik Tok

Bandaríska fimleikakonan Olivia Dunne er einnig stórstjarna á samfélagsmiðlum og nú lítur út fyrir að hún hafi verið að auglýsa ólöglega hjálp við heimanámið. Málið hefur skapað nokkra umræðu í Bandaríkjunum.

Hefur sýnt og sannað að enn er hægt að koma á ó­vart á gervi­hnatta­öld

Georgímaðurinn Khvicha Kvaratskhelia, mögulega betur þekktur sem Kvaradona, hefur undanfarna mánuði heillað knattspyrnuaðdáendur á Ítalíu sem og um gervalla Evrópu með ótrúlegum hæfileikum sínum. Reikna má með að hann spæni upp vænginn þegar Napoli tekur á móti Eintracht Frankfurt í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Garnacho frá næstu vikurnar

Ungstirnið Alejandro Garnacho, leikmaður Manchester United, verður frá næstu vikurnar eftir að hafa orðið fyrir meiðslum í markalausu jafntefli liðsins við Southampton í ensku úrvalsdeildinni um liðna helgi.

„Það var varla hægt að tala við mig í gær“

Katrín Ásbjörnsdóttir getur vart leynt gleði sinni eftir að í ljós kom að hnémeiðsli hennar eru umtalsvert minna alvarleg en búist var við í fyrstu. Hún býst við að verða komin aftur á völlinn með Blikum þegar skammt verður liðið á Bestu deild kvenna í sumar.

Krefst 24 milljóna og FH mögulega bannað að fá leikmenn

Knattspyrnudeild FH er í grafalvarlegri stöðu vegna kröfu fyrrverandi leikmanns félagsins, hins danska Mortens Beck Guldsmed, vegna vangreiddra launa á árunum 2019-2021. Félagið gæti verið á leið í félagaskiptabann vegna málsins.

Hender­son ekki með á Berna­béu

Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, verður ekki með sínum mönnum í kvöld þegar liðið mætir á Santiago Bernabéu í Madríd og reynir að snúa einvíginu gegn Real Madríd sér í vil. Stefan Bajcetic verður einnig fjarverandi í kvöld.

HM karla í knatt­spyrnu mun inni­halda 48 þjóðir árið 2026

Talið er næsta öruggt að Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, muni á næstunni samþykkja breytingu á heimsmeistaramóti karla í knattspyrnu. Mótið sem fram fer í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó mun innihalda 48 þjóðir og verða stærsta HM sögunnar.

Dag­skráin í dag: Meistara­deild Evrópu og Toppslagur í Kefla­vík

Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag og kvöld. Við fáum sannkallaðan stórleik í Subway-deild kvenna í körfubolta þar sem toppliðin tvö, Keflavík og Valur mætast. Hið stórskemmtilega lið Napoli tekur svo á móti Eintracht Frankfurt í Meistaradeild Evrópu.

„Ofur­kraftur minn er að skora mörk“

„Þetta er stórt kvöld. Í fyrsta lagi er ég stoltur af því að spila í þessari keppni, ég elska það. Fimm mörk! Að vinna 7-0 er ótrúlegt,“ sagði norski markahrókurinn Erling Braut Håland eftir ótrúlegan sigur Manchester City á RB Leipzig í Meistaradeild Evrópu.

Elna Ólöf og Berg­lind í raðir Fram

Fram hefur fengið liðsstyrk fyrir komandi tímabil í Olís-deild kvenna í handbolta. Í dag var tilkynnt að Elna Ólöf Guðjónsdóttir og Berglind Þorsteinsdóttir myndu ganga í raðir félagsins í sumar. Þær hafa báðar leikið allan sinn feril með HK.

Fimm frá Håland og Man City flaug á­fram

Erling Braut Håland gerði sér lítið fyrir og skoraði fimm mörk í ótrúlegum 6-0 sigri Manchester City á RB Leipzig í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Staðan í einvíginu var 1-1 eftir fyrri leikinn.

Þjálfara Elíasar Rafns sparkað

Danska úrvalsdeildarfélagið Midtjylland hefur ákveðið að láta þjálfara sinn, Albert Capellas, fara. Landsliðsmarkvörðurinn Elías Rafn Ólafsson leikur með liðinu.

Breiðablik í undanúrslit

Breiðablik vann öruggan 2-0 sigur á ÍBV í Lengjubikar kvenna í knattspyrnu á Kópavogsvelli nú rétt í þessu. Sigurinn tryggir liðinu sæti í undanúrslitum Lengjubikarsins.

Sjá næstu 50 fréttir