

Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, var ánægður með níu marka sigur á Haukum 19-28 í undanúrslitum Powerade-bikarsins.
Markahæsti leikmaður í sögu Fylkis hefur lagt skóna á hilluna. Bakslag hans, Padel viðureign gegn Rikka G, var dropinn sem fyllti mælinn.
Rytas Vilnius, lið Elvars Más Friðrikssonar, vann glæsilegan útisigur á Bahçeşehir Koleji í Meistaradeild Evrópu í körfubolta, lokatölur 69-92. Sigurinn þýðir að Rytas á möguleika á að komast í átta liða úrslit keppninnar.
Átta liða úrslit Framhaldsskólaleika Rafíþróttasamtaka Íslands, FRÍS, halda áfram í kvöld með einni viðureign í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport og hér á Vísi.
Önnur viðureign átta liða úrslita Framhaldsskólaleik Rafíþróttasamtaka Íslands, eða FRÍS, fór fram síðastliðinn miðvikudag þar sem MÁ og FG áttust við. Eins og síðustu ár tók Eva Margrét Guðnadóttir púlsinn á nemendum skólanna fyrir viðureignina.
Cristiano Ronaldo, leikmaður Al Nassr í Sádi-Arabíu var allt annað en sáttur þegar flautað var til hálfleiks í bikarleik liðsins gegn Abha. Litlu máli skipti að Al-Nassr væri 2-0 yfir og sigurinn næsta vís.
Önnur viðureign átta liða úrslita Framhaldsskólaleik Rafíþróttasamtaka Íslands, eða FRÍS, fór fram síðastliðinn miðvikudag þar sem MÁ og FG áttust við. Eins og síðustu ár tók Eva Margrét Guðnadóttir púlsinn á nemendum skólanna fyrir viðureignina.
Lánsdvöl belgíska framherjans Romelu Lukaku hjá Inter Milan á Ítalíu hefur ekki gengið að óskum. Framkvæmdastjóri félagsins hefur staðfest að Lukaku fari aftur til Chelsea að dvölinni lokinni.
Hinn gríðarlegi efnilegi Gavi gæti verið á leið frá Barcelona á frjálsri sölu þar sem samningur hans við félagið gæti verið ógildur. Málið er flókið og er hluti af ástæðunni bakvið þeirrar miklu spennu sem nú ríkir milli Barcelona og spænsku úrvalsdeildarinnar, La Liga.
Átta leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Milwaukee Bucks lagði Kevin Durant-laust lið Phoenix Suns nokkuð þægilega. Los Angeles Lakers sneri aftur á sigurbraut og þá vann Oklahoma City Thunder góðan endurkomusigur á Brooklyn Nets. Sá sigur lagði stein í götu Dallas Mavericks sem og Lakers.
Leikmenn kvennaliðs Fram í handbolta hafa sent frá sér yfirlýsingu til stuðnings þolenda kynbundinnar áreitni og ofbeldis, og fordæma það sem þær telja vera viðbragðsleysi handboltahreyfingarinnar við ósæmilegri hegðun og brotum.
Handboltamaðurinn Símon Michael Guðjónsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við FH. Hann kemur til liðsins frá HK sem verður nýliði í Olís-deild karla á næsta tímabili.
Undanúrslit Powerade-bikar kvenna í handbolta fara fram í Laugardalshöllinni í kvöld en þetta verða fyrstu bikarúrslitin í Höllinni eftir kórónuveirufaraldurinn.
Þó að aðeins 50 dagar séu þar til að keppni í Lengjudeild karla í fótbolta ríkir enn ákveðin óvissa um hvaða lið spila þar. KV hefur skotið til baka kæru til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ og krefst áframhaldandi sætis í deildinni, sem þó er ekki víst að félagið þiggi.
Albert Brynjar Ingason hefur spilað sinn síðasta leik á ferlinum en hann tilkynnti í dag að hann væri hættur í fótbolta.
Keflavík og Valur, topplið Subway-deildar kvenna í körfubolta,. Keflavík trónir sem stendur á toppi deildarinnar með 21 sigur og aðeins þrjú töp. Þar á eftir koma Valskonur með 20 sigra og fjögur töp. Það sem er einkar athyglisvert við þessa tölfræði er að tvö af þremur töpum Keflavíkur hafa komið gegn Val.
Ekki ein heldur tvær heimsmeistarakeppnir félagsliða hjá FIFA í framtíðinni.
Bandaríska fimleikakonan Olivia Dunne er einnig stórstjarna á samfélagsmiðlum og nú lítur út fyrir að hún hafi verið að auglýsa ólöglega hjálp við heimanámið. Málið hefur skapað nokkra umræðu í Bandaríkjunum.
Leikhæsti leikmaðurinn í sögu íslenska landsliðsins er ekki í hópi Arnars Þórs Viðarssonar fyrir fyrstu leiki Íslands í undankeppni EM 2024.
Arnar Þór Viðarsson tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir fyrstu leiki Íslands í undankeppni EM 2024. Þar vantar einn heitasta fótboltamann landsins.
Arnar Þór Viðarsson hefur tilkynnt landsliðshóp sinn fyrir fyrstu leiki Íslands í undankeppni EM karla í fótbolta. Birkir Bjarnason og Albert Guðmundsson eru ekki í hópnum.
Martin Stocklasa, fyrrverandi þjálfari landsliðs Liechtenstein, sagði starfi sínu lausu fyrr í þessum mánuði. Það má því segja að Liechtenstein verði þjálfaralaust þegar Ísland mætir í heimsókn í undankeppni EM 2024.
Georgímaðurinn Khvicha Kvaratskhelia, mögulega betur þekktur sem Kvaradona, hefur undanfarna mánuði heillað knattspyrnuaðdáendur á Ítalíu sem og um gervalla Evrópu með ótrúlegum hæfileikum sínum. Reikna má með að hann spæni upp vænginn þegar Napoli tekur á móti Eintracht Frankfurt í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.
NFL-starnan Darren Waller og WNBA-stjarnan Kelsey Plum giftu sig á dögunum en það er ekki hægt að segja að þau hafi fengið flotta brúðkaupsgjöf frá forráðamönnum liðsins hans.
Ungstirnið Alejandro Garnacho, leikmaður Manchester United, verður frá næstu vikurnar eftir að hafa orðið fyrir meiðslum í markalausu jafntefli liðsins við Southampton í ensku úrvalsdeildinni um liðna helgi.
Erling Braut Håland er svo sannarlega engum líkur. Norski framherjinn hefur nú skorað 30 mörk í Meistaradeild Evrópu, í aðeins 25 leikjum. Það gerir hann fljótasta leikmann sögunnar til að ná þeim áfanga sem og þann yngsta. Mörkin fimm sem Håland skoraði í gær, þriðjudag, má sjá neðst í fréttinni.
Katrín Ásbjörnsdóttir getur vart leynt gleði sinni eftir að í ljós kom að hnémeiðsli hennar eru umtalsvert minna alvarleg en búist var við í fyrstu. Hún býst við að verða komin aftur á völlinn með Blikum þegar skammt verður liðið á Bestu deild kvenna í sumar.
Knattspyrnudeild FH er í grafalvarlegri stöðu vegna kröfu fyrrverandi leikmanns félagsins, hins danska Mortens Beck Guldsmed, vegna vangreiddra launa á árunum 2019-2021. Félagið gæti verið á leið í félagaskiptabann vegna málsins.
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, verður ekki með sínum mönnum í kvöld þegar liðið mætir á Santiago Bernabéu í Madríd og reynir að snúa einvíginu gegn Real Madríd sér í vil. Stefan Bajcetic verður einnig fjarverandi í kvöld.
Talið er næsta öruggt að Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, muni á næstunni samþykkja breytingu á heimsmeistaramóti karla í knattspyrnu. Mótið sem fram fer í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó mun innihalda 48 þjóðir og verða stærsta HM sögunnar.
Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag og kvöld. Við fáum sannkallaðan stórleik í Subway-deild kvenna í körfubolta þar sem toppliðin tvö, Keflavík og Valur mætast. Hið stórskemmtilega lið Napoli tekur svo á móti Eintracht Frankfurt í Meistaradeild Evrópu.
„Þetta er stórt kvöld. Í fyrsta lagi er ég stoltur af því að spila í þessari keppni, ég elska það. Fimm mörk! Að vinna 7-0 er ótrúlegt,“ sagði norski markahrókurinn Erling Braut Håland eftir ótrúlegan sigur Manchester City á RB Leipzig í Meistaradeild Evrópu.
Víkingur lagði Aftureldingu með þremur mörkum gegn gengu í Mosfellsbæ í Lengjubikar karla í knattspyrnu. Um var að ræða lokaleik liðanna í riðlinum og eru Víkingar komnir áfram í undanúrslit keppninnar.
Fram hefur fengið liðsstyrk fyrir komandi tímabil í Olís-deild kvenna í handbolta. Í dag var tilkynnt að Elna Ólöf Guðjónsdóttir og Berglind Þorsteinsdóttir myndu ganga í raðir félagsins í sumar. Þær hafa báðar leikið allan sinn feril með HK.
Inter Milan er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir markalaust jafntefli við Porto í Portúgal. Inter vann fyrri leikinn 1-0 og er því komið áfram.
Erling Braut Håland gerði sér lítið fyrir og skoraði fimm mörk í ótrúlegum 6-0 sigri Manchester City á RB Leipzig í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Staðan í einvíginu var 1-1 eftir fyrri leikinn.
Mia Gunter lék með KR í Bestu deild kvenna sumarið 2018. Hún lést á dögunum, aðeins 28 ára að aldri.
Danska úrvalsdeildarfélagið Midtjylland hefur ákveðið að láta þjálfara sinn, Albert Capellas, fara. Landsliðsmarkvörðurinn Elías Rafn Ólafsson leikur með liðinu.
ÍBV vann 3-2 sigur á Breiðabliki í Lengjubikar karla í knattspyrnu í kvöld. Eyjamenn voru með fullt hús stiga fyrir leik kvöldsins og þurftu heimamenn þriggja marka sigur itl að komast í undanúrslit keppninnar.
Íslands- og bikarmeistarar Vals í knattspyrnu kvenna sömdu í dag við tvo leikmenn. Um er að ræða hina bandarísku Haley Lanier Berg sem og hina efnilegu Ísabellu Söru Tryggvadóttur.
Seinasti keppnisdagur Áskorendamótsins í CS:GO fer fram í kvöld sem þýðir að nú fer hver að verða seinastur að vinna sér inn sæti á sjálfu Stórmeistaramótinu.
Ágúst Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Vals, hefur haft nóg að gera síðustu vikur en lið hans mætir Haukum í undanúrslitum bikarsins annað kvöld. Liðið verður þar án Söru Sifjar Helgadóttur sem leikur líklega ekki meira á leiktíðinni.
Breiðablik vann öruggan 2-0 sigur á ÍBV í Lengjubikar kvenna í knattspyrnu á Kópavogsvelli nú rétt í þessu. Sigurinn tryggir liðinu sæti í undanúrslitum Lengjubikarsins.
Ja Morant, helsta stjarna Memphis Grizzlies í NBA-deildinni í körfubolta, hefur skráð sig í meðferð í Flórída og er alls óvíst hvenær hann mun snúa aftur til leiks.
Viktor Gísli Hallgrímsson átti magnaða innkomu í íslenska markið í sigurleiknum á móti Tékkum í Laugardalshöllinni um helgina.