Fleiri fréttir

Fyrsti deildarsigur Juventus síðan stigin voru dregin af liðinu

Juventus sótti þrjú stig er liðið vann öruggan 3-0 útisigur gegn Salernitana í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Þetta var fyrsti deildarsigur Juventus síðan 15 stig voru dregin af liðinu fyrir brot á félagsskiptareglum.

Selfoss fyrsta liðið í undanúrslit

Selfoss var í kvöld fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Powerade-bikars kvenna í handbolta er liðið vann öruggan níu marka sigur gegn HK í Set-höllinni á Selfossi í kvöld, 36-27.

Lærisveinar Gumma Gumm með tvo sigra í röð eftir HM

Íslendingalið Fredericia, undir stjórn landsliðsþjálfarans Guðmundar Þórðar Guðmundssonar, vann öruggan fimm marka sigur er liðið heimsótti SønderjyskE í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Lokatölur 22-27 og Fredericia hefur nú unnið báða deildarleiki sína eftir jóla- og HM-pásuna löngu.

Þriðja Evróputapið í röð hjá Kristjáni og félögum

Kristján Örn Kristjánsson og félagar hans í franska liðinu PAUC máttu þola þriggja marka tap er liðið sótti Frencváros heim til Ungverjalands í B-riðli Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld. Lokatölur 28-25, en þetta var þriðja tap liðsins í keppninni í röð.

Þriðji táningurinn frá Ítalíu til Vals

Hlynur Freyr Karlsson er genginn í raðir knattspyrnuliðs Vals. Hlynur, sem verður 19 ára í apríl, kemur til félagsins frá Bologna á Ítalíu þar sem hann lék fyrir U19-liðið. Hann er fyrirliði U19-landsliðs Íslands.

Nike vill ekkert með Greenwood hafa

Mason Greenwood, leikmaður Manchester United, hefur ekki fengið nýjan samning við bandaríska íþróttavöruframleiðandann Nike þrátt fyrir að hann hafi ýjað að því.

ÍSÍ og ÍF mótmæla mögulegri þátttöku Rússa og Hvít-Rússa

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, og Íþróttasamband fatlaðra, hafa ásamt sams konar samböndum á Norðurlöndum sent frá sér yfirlýsingu í tengslum við umræðu um mögulega endurkomu rússnesks íþróttafólks til keppni í alþjóðlegum mótum.

Vill að Klopp biðji blaðamanninn afsökunar

Dietmar Hamann, fyrrverandi leikmaður Liverpool, hefur gaman að því að pota í Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra liðsins, og lét tækifæri sem bauðst eftir uppákomu á blaðamannafundi sér ekki úr greipum ganga.

Valdi þær bestu í klefanum

Góður liðsfélagi er mikilvægur öllum íþróttaliðum og það á vel við í Olís deild kvenna í handbolta eins og í öðrum deildum. Seinni bylgjan tók í gær saman fimm manna lista yfir leikmenn sem fá hæstu einkunn í búningsklefanum.

„Búin að vera að drepast í hásinunum í tvö og hálft ár“

„Það er þungu fargi af mér létt að ég hafi ekki bara verið að ímynda mér eitthvað, því þetta hefur angrað mig mjög lengi,“ segir Lovísa Thompson, landsliðskona í handbolta, sem hefur komist að rót meins sem hefur plagað hana í tvö og hálft ár.

Uppfært: Atsu enn ófundinn

Ekki hefur tekist að bjarga ganverska fótboltamanninum Christian Atsu úr rústum byggingar eftir jarðskjálftann mikla í Tyrklandi í fyrrinótt.

Vara­ne segist vera að kafna vegna fjölda leikja

Franski miðvörðurinn Raphaël Varane segir knattspyrnumenn á hæsta getustigi spila alltof marga leiki. Varane lagði nýverið landsliðsskóna á hilluna þrátt fyrir að vera ekki orðinn þrítugur.

„Þetta var Íslandsmet í klúðri“

Afturelding tapaði með minnsta mun gegn Fram 29-30. Afturelding var yfir nánast allan leikinn en kastaði leiknum frá sér á lokamínútunum og Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var hundfúll með sína menn.

Ekki vitað hversu lengi Curry verður frá

Stephen Curry, stórstjarna ríkjandi meistara í Golden State Warriors, verður ekki með liðinu í NBA deildinni í körfubolta á næstunni eftir að hafa meiðst á hné gegn Dallas Mavericks á dögunum.

Sjá næstu 50 fréttir