Handbolti

Valdi þær bestu í klefanum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
HK á besta liðsfélagann í Olís deild kvenna samkvæmt topp fimm lista Seinni bylgjunnar.
HK á besta liðsfélagann í Olís deild kvenna samkvæmt topp fimm lista Seinni bylgjunnar. Vísir/Hulda Margrét

Góður liðsfélagi er mikilvægur öllum íþróttaliðum og það á vel við í Olís deild kvenna í handbolta eins og í öðrum deildum. Seinni bylgjan tók í gær saman fimm manna lista yfir leikmenn sem fá hæstu einkunn í búningsklefanum.

Svava Kristín Gretarsdóttir sendi boltann yfir á Brynhildi Bergmann Kjartansdóttur þegar kom að því að setja saman þennan topp fimm lista.

Brynhildur Bergmann Kjartansdóttir, sérfræðingur Seinni bylgjunnar.S2 Sport

„Ég ákvað að henda í smá lista fyrir þjóðina yfir þær sem ég tel að séu geggjaðar í klefanum. Ég tel það vera eins mikilvægt að vera góður í klefa eins og inn á velli. Þannig að ég setti upp smá lista,“ sagði Brynhildur Bergmann, sérfræðingur Seinni bylgjunnar.

Brynhildur Bergmann er létt og skemmtileg sjálf og lét nokkur létt og skemmtileg ummæla falla í upptalningu sinni. Hér fyrir neðan má sjá nokkur þeirra.

„Ég er ennþá að bíða eftir því að þú fylgir mér á Instagram.“

„Hafið þið séð hana á Tik Tok. Hún er svo fyndin og er alltaf að fá stelpurnar í Fram til að gera eitthvað fáránlegt.“

„Hér ætlaði ég að hafa eina unga og eina skemmtilega. Ég hef heyrt svakalegar sögur af henni og ég verð bara að fá að kynnast henni.“

„Hún er ein af fáum sem lítur út fyrir að vera skemmtileg á vellinum. Það eru ekki margir sem hafa þann kost.“

„Þetta er í alvörunni ein fyndnasta manneskja sem ég hef nokkurn tímann átt kynni við.“

Það má sjá allan listann og öll ummæli Brynhildar í myndbandinu hér fyrir neðan.

Klippa: Seinni bylgjan: Bestar í klefanumFleiri fréttir

Sjá meira


×