Svo virðist sem Brooklyn Nets sé búið að skipta Irving til Dallas Mavericks fyrir Spencer Dinwiddie, Dorian Finney-Smith og valrétti í nýliðavalinu.
Fleiri lið voru áhugasöm um Irving og meðal þeirra var Phoenix. Og samkvæmt Chris Haynes hjá TNT og Bleacher Report bauð Phoenix Chris Paul, Jae Crowder og valrétti í nýliðavalinu fyrir Irving.
Sources: Brooklyn Nets received Los Angeles Lakers proposal that did include team s two first-round picks (2027, 2029) and Phoenix Suns offer of Chris Paul, Jae Crowder and unspecified picks: @NBATV pic.twitter.com/cJuABbaYGy
— Chris Haynes (@ChrisBHaynes) February 6, 2023
Brooklyn tók hins vegar tilboði Dallas. Þar hittir Irving fyrir stigahæsta mann NBA-deildarinnar, Luka Doncic. Slóveninn er með 33,4 stig að meðaltali í leik líkt og Joel Embiid hjá Philadelphia 76ers.
Paul kom til Phoenix frá Oklahoma City Thunder. Á fyrsta tímabili sínu hjá Phoenix leiddi hann liðið í úrslit NBA þar sem það tapaði fyrir Milwaukee Bucks, 4-2. Paul, sem er 37 ára, hefur leikið í NBA síðan 2005 og er einn besti leikstjórnandi í sögu deildarinnar.
Irving er einn besti leikstjórnandi NBA þegar hann er ekki með vesen. Til marks um það er hann með 27,1 stig, 5,1 fráköst og 5,3 stoðsendingar að meðaltali í leik í vetur. Hann varð meistari með Cleveland Cavaliers 2016 og skoraði körfuna sem tryggði liðinu titilinn.
Dallas er í 6. sæti Vesturdeildarinnar, einu sæti neðar en Phoenix. Brooklyn er í 4. sæti Austurdeildarinnar.