Ekki vitað hversu lengi Curry verður frá Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. febrúar 2023 21:00 Stephen Curry meiddist í síðasta Golden State Warriors. Getty Images Stephen Curry, stórstjarna ríkjandi meistara í Golden State Warriors, verður ekki með liðinu í NBA deildinni í körfubolta á næstunni eftir að hafa meiðst á hné gegn Dallas Mavericks á dögunum. Helstu fréttirnar úr NBA deildinni eru þær að Kyrie Irving er farinn frá Brooklyn Nets til Dallas Mavericks en það hefur lítið með Golden State að gera. Meistararnir eru eflaust meira að pæla í ásigkomulagi hins 34 ára gamla Curry. Hann og leikmaður Dallas lentu hné í hné með þeim afleiðingum að Curry þurfti að yfirgefa völlinn. Eftir að hafa farið í myndatöku kom í ljós að um smávægilega rifu í liðbandi var að ræða og því missir stórstjarnan af leik Golden State og Oklahoma City Thunder í nótt. Warriors hefur ekki gefið út hversu lengi Curry verður frá en í yfirlýsingu félagsins segir að nánari upplýsingar verði birtar á næstu dögum. Talið að Curry gæti misst af því sem yrði hans níundi Stjörnuleikur en sá fer fram 19. febrúar næstkomandi. Leikmaðurinn hefur nú þegar misst af 11 leikjum vegna meiðsla á leiktíðinni. Stephen Curry injury update: pic.twitter.com/oqRW2VLk2e— Warriors PR (@WarriorsPR) February 5, 2023 Það er stutt á milli hláturs og gráturs í Vesturdeildinni en Golden State er í 8. sæti með 27 sigra og 26 töp sem stendur. Liðið er þó aðeins tveimur leikjum frá 11. sæti sem myndi þýða að meistararnir myndu hvorki komast í umspilið né úrslitakeppnina. Körfubolti NBA Mest lesið Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Helstu fréttirnar úr NBA deildinni eru þær að Kyrie Irving er farinn frá Brooklyn Nets til Dallas Mavericks en það hefur lítið með Golden State að gera. Meistararnir eru eflaust meira að pæla í ásigkomulagi hins 34 ára gamla Curry. Hann og leikmaður Dallas lentu hné í hné með þeim afleiðingum að Curry þurfti að yfirgefa völlinn. Eftir að hafa farið í myndatöku kom í ljós að um smávægilega rifu í liðbandi var að ræða og því missir stórstjarnan af leik Golden State og Oklahoma City Thunder í nótt. Warriors hefur ekki gefið út hversu lengi Curry verður frá en í yfirlýsingu félagsins segir að nánari upplýsingar verði birtar á næstu dögum. Talið að Curry gæti misst af því sem yrði hans níundi Stjörnuleikur en sá fer fram 19. febrúar næstkomandi. Leikmaðurinn hefur nú þegar misst af 11 leikjum vegna meiðsla á leiktíðinni. Stephen Curry injury update: pic.twitter.com/oqRW2VLk2e— Warriors PR (@WarriorsPR) February 5, 2023 Það er stutt á milli hláturs og gráturs í Vesturdeildinni en Golden State er í 8. sæti með 27 sigra og 26 töp sem stendur. Liðið er þó aðeins tveimur leikjum frá 11. sæti sem myndi þýða að meistararnir myndu hvorki komast í umspilið né úrslitakeppnina.
Körfubolti NBA Mest lesið Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira