Fleiri fréttir

Fór í lið með litla sögu en stóra drauma: „Lokamarkmiðið að vinna Meistaradeildina“

Janus Daði Smárason var einn af sex leikmönnum sem kynntir voru til leiks þegar norska félagið Kolstad tilkynnti um áform sín að ætla sér að verða stórveldi í evrópskum handbolta. Hann var einn af fjórum leikmönnum sem gekk til liðs við félagið í sumar og liðið trónir nú á toppi norsku úrvalsdeildarinnar með fullt hús stiga að fjórtán umferðum loknum.

49ers halda sigurgöngunni áfram og Kúrekarnir snéru taflinu við

NFL-deildin í amerískum fótbolta lætur aðfangadag ekki stoppa sig og fóru tíu leikir fram í gær og í nótt. San Fransisco 49ers unnu sinn áttunda sigur í röð er liðið hafði betur gegn Washington Commanders, 37-20, og Dallas Cowboys snéri taflinu við gegn Philedelphia Eagles og vann góðan sigur, 40-34.

Er ein­hver eftir í Kefla­vík?

Finnski miðvörðurinn Dani Hatakka er genginn í raðir FH eftir að hafa spilað með Keflavík í Bestu deild karla í fótbolta í sumar. Hann er einn af fjölmörgum leikmönnum sem hefur nú yfirgefið Keflavík og því vert að spyrja sig hvort einhver sé eftir í liðinu sem náði góðum árangri á síðustu leiktíð.

Ör­v­fættir mið­verðir eftir­sóttir

Áherslan á að halda boltanum betur og spila honum hraðar sín á milli í heimsfótboltanum þýðir að nú eru öll félög í óðaönn að leita sér að örvfættum miðvörðum. Það vekur athygli hversu mörg lið geta boðið upp á tvíeyki í miðverði sem innihalda bæði rétt- og örvfættan leikmann í Bestu deild karla á meðan sama er ekki upp á teningnum í Bestu deild kvenna.

Rani­eri ekki dauður úr öllum æðum

Ítalski knattspyrnuþjálfarinn Claudio Ranieri hefur tekið að sér sitt 23. þjálfarastarf á ferlinum. Hann var á Þorláksmessu ráðinn þjálfari Cagliari sem spilar í Serie B á Ítalíu.

„Lífið breyttist á skot­stundu“

„Ef ég á að vera hreinskilin þá hélt ég að myndi aldrei aftur komast á þennan stað. Ég hélt ekki einu sinni að ég yrði í hópnum fyrir stórmót á nýjan leik, hvað þá að spila í úrslitaleik á Wembley gegn Þýskalandi,“ segir Evrópumeistarinn Mary Earps, markvörður enska landsliðsins og Manchester United.

Tíu leik­menn sem hækkuðu veru­lega í verði á HM

Það eru alltaf nokkrir leikmenn sem koma skemmtilega á óvart á stórmótum í fótbolta. Þá eru að sama skapi nokkrir leikmenn sem eru eftirsóttir en spila það vel að þeir hækka verulega í verði. Hér að neðan má sjá hvaða tíu leikmenn hækkuðu hvað mest í verði á HM í Katar sem lauk þann 18. desember síðastliðinn með því að Lionel Messi varð loks heimsmeistari.

Segir að De Bru­yne spili betur þegar reiður sé

Pep Guardiola, þjálfari Kevin De Bruyne hjá Manchester City, segir að Belginn spili hvað best þegar hann sé pirraður. De Bruyne mætti fúllyndur heim frá Katar eftir að Belgía féll úr leik í riðlakeppni HM en miðjumaðurinn sýndi sínar bestu hliðar í sigri á Liverpool í deildarbikarnum í liðinni viku.

Hrútarnir úr öskunni í eldinn

Los Angeles Rams, ríkjandi meistarar í NFL deildinni, hafa ekki átt góðu gengi að fagna á leiktíðinni. Liðið hefur aðeins unnið fjóra af 14 leikjum sínum og nú stefnir í að einn af þeirra bestu mönnum sé frá út tímabilið.

Messi verður á­fram í París

Það stefnir allt í að heimsmeistarinn Lionel Messi framlengi samning sinn við París Saint-Germain. Núverandi samningur hans rennur út næsta sumar.

„Loka­mark­miðið er alltaf að komast í A-lands­liðið“

„Við setjum pressu á okkur að verða betri. Leikmenn bættu sig sem landsliðsmenn og eru betur undirbúnir í að taka skrefið upp í A-landsliðið, sem er lokamarkmiðið,“ segir Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U-21 árs landsliðs drengja í fótbolta.

Enn meiðslin hjá Davis setja tíma­bil Lakers í hættu

Anthony Davis, önnur af stórstjörnum Los Angeles Lakers í NBA deildinni í körfubolta, verður frá í ótilgreindan tíma. Óttast er að tímabil hans sé á enda og segja má að það endi tímabil Lakers í leiðinni.

Dagskráin í dag: Jólasteik og NFL

Aðfangadagur er genginn í garð, en íþróttalífið heldur sínu striki þrátt fyrir það. Sportrásir Stöðvar 2 bjóða upp á tvo leiki í NFL-deildinni í amersíkum fótbolta í beinni útsendingu í kvöld.

Clayton og Cullen seinastir inn í 32-manna úrslit

Seinasti keppnisdagur heimsmeistaramótsins í pílukasti fyrir jól fór fram í kvöld þar sem átta manns tryggðu sér sæti í 32-manna úrslitum. Þar á meðal vann Jonny Clayton öruggan 3-0 sigur gegn Danny van Trijp og Joe Cullen hafði betur gegn Ricky Evans í seinustu viðureigninni fyrir jól.

Lokasóknin: Baker gat ekki borið Rams á herðum sér

Hverjir áttu góða helgi í NFL-deildinn í amerískum fótbolta og hverjir áttu slæma helgi? Strákarnir í Lokasókninni svöruðu þessum spurningum í seinasta þætti, ásamt því að fara yfir mögnuð tilþrif.

Matuidi leggur skóna á hilluna

Blaise Matuidi, sem var hluti af franska landsliðinu sem varð heimsmeistari árið 2018, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir 18 ára feril.

HM-hetjan George Cohen látinn

George Cohen, sem var hluti af heimsmeistaraliði Englendinga árið 1966, er látinn, 83 ára að aldri.

Fimm ára bann fyrir að falsa þjálfararéttindi

Mustapha Hadji, knattspyrnuþjálfari og fyrrum leikmaður marokkóska landsliðsins í fótbolta, hefur fengið fimm ára bann frá öllum afskiptum af fótbolta fyrir að falsa þjálfaraskírteini sitt.

Alfons á leið í hollensku úrvalsdeildina

Landsliðsbakvörðurinn Alfons Sampsted er að ganga í raðir hollenska félagsins Twente. Alfons hefur undanfarin þrjú ár leikið með Bodø/​Glimt í Nor­egi.

Netverjar hlæja að hornspyrnu forseta FIFA

Gianni Infantino, forseti FIFA, er óvinsæll og veit af því. Hann varð að banna að sýna sig á stóra skjánum á leikjunum á HM vegna þess að það var alltaf púað svo mikið.

Fögnuðu ofan á mótherja sínum

Það eru til slæmir dagar og svo eru þessir einstaklega slæmu dagar eins og einn NBA-leikmaður fékk að upplifa í vikunni.

Ferguson greip Rooney glóðvolgan á bar

Wayne Rooney hefur minnst þess þegar Sir Alex Ferguson greip hann glóðvolgan á skemmtistað skömmu eftir að hann gekk í raðir Manchester United.

Sjá næstu 50 fréttir