Sport

Meira en hundrað ára hefð út um gluggann: Tour de France endar ekki í París 2024

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Daninn Jonas Vingegaard Rasmussen vann Frakklandshjólreiðarnar í ár.
Daninn Jonas Vingegaard Rasmussen vann Frakklandshjólreiðarnar í ár. Getty/Yoan Valat

Frakklandshjólreiðarnar eða Tour de France eins og flestir þekkja þær hafa endað í París í meira en hundrað ár. Það verður hins vegar breyting á þeirri aldarhefð sumarið 2024.

Í fyrsta sinn síðan árið 1905 mun frægasta hjólareiðakeppni heims ekki enda í Parísaborg þegar hún klárast sumarið 2024.

Ástæðan er að Frakkar eru að halda Sumarólympíuleikanna í París árið 2024 og það er því ekkert pláss fyrir Tour de France á sama tíma.

Tour de France 2024 mun hefjast í Flórens á Ítalíu og enda í Nice á suðurströnd Frakklands.

Þetta verður í 26. sinn sem Frakklandshjólreiðarnar hefjast í öðru landi en Frakklandi og þriðja árið í röð. Keppnin hófst í Kaupmannahöfn í ár og mun byrja í Bilbao á Spáni á næsta ári.

Frakklandshjólreiðarnar 2024 hefjast 29. júní og frá Flórens verður hjólað til Rimini á austurströnd Ítalíu, þaðan upp til Bologna á öðrum keppnisdegi og svo á þeim þriðja frá Piacenza til Torínó. Fjórða dagleiðin byrjar á Ítalíu en endar í Frakklandi.

Árið 2024 verða hundrað ár liðin síðan fyrsti Ítalinn vann Frakklandshjólreiðarnar en það var Ottavio Bottecchia.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×