Fleiri fréttir

Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa
Farið var yfir bestu tilþrif tímabilsins til þessa í Subway deild karla í körfubolta. Mynd segir meira en þúsund orð og myndband segir mun meira en það. Hér að neðan má sjá hvað Körfuboltakvöld telur vera tilþrif tímabilsins til þessa.

Upptaka af æfingaleik við Pólland breytti öllu: „Komið ekki aftur fyrr en þið eruð búnir að ná í leikinn“
„Ég man liggur við hverja einustu senu í leiknum. Er búinn að horfa á leikinn nokkrum sinnum, var náttúrulega stórmerkilegur leikur að mörgu leyti,“ sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari nú og þá, um leik Íslands og Póllands á Ólympíuleikunum í Peking þar sem Ísland vann til silfurverðlauna.

Þessir lögðu skóna á hilluna 2022: Heimsmeistarar sem og menn sem þú hélst að væru löngu hættir
Árið 2022 er að renna sitt skeið og líkt og hvert ár hefur fjöldi knattspyrnumanna ákveðið að leggja skóna á hilluna frægu. Töluvert magn heimsfrægra leikmanna ákvað að kalla þetta gott en að sama skapi voru menn að hætta sem flest öll okkar töldu að hefðu hætt fyrir löngu síðan.

Körfuboltakvöld um Grindavík: „Íslenskasta liðið, villtir og til í að vera í böggi allan leikinn“
Farið yfir gott gengi Grindavíkur í síðasta þætti Körfuboltakvölds. Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, telur að um íslenskasta lið deildarinnar sé að ræða.

Palhinha hetja Fulham | Sigurganga Newcastle á enda
Fimm af sex leikjum dagsins í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið. Crystal Palace vann góðan útisigur á Bournemouth, Fulham vann dramatískan 2-1 sigur á Southampton. Þá gerði Newcastle United markalaust jafntefli við Leeds United. Þar á undan hafði Manchester United unnið Úlfana en nágrannar þeirra í City náðu aðeins jafntefli gegn Everton.

Arsenal fer inn í nýja árið með sjö stiga forystu á toppi deildarinnar
Arsenal vann 4-2 sigur á Brighton & Hove Albion í síðasta leik ársins í ensku úrvalsdeildinni. Liðið er með sjö stiga forystu á toppi deildarinnar.

Meistararnir misstigu sig gegn Everton
Everton náði í stig gegn Englandsmeisturum Manchester City þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, lokatölur 1-1.

Ten Hag hrósaði Rashford sem byrjaði á bekknum í dag
Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, hrósaði Marcus Rashford eftir 1-0 sigur Rauðu djöflanna á Úlfunum í ensku úrvalsdeildinni í dag. Rashford hóf leikinn á bekknum en kom inn í síðari hálfleik og gerbreytti gangi mála.

Jafntefli og tvö rauð spjöld á loft í slagnum um Katalóníu
Barcelona mætti nágrönnum sínum í Espanyol í fyrsta leik dagsins í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Með sigri hefðu Börsungar náð tveggja stiga forystu á toppi deildarinnar en leiknum lauk með 1-1 jafntefli.

Varamaðurinn Rashford hetja Man United
Fyrsti leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni fór fram á Molineux-vellinum þar sem heimamenn í Wolves tóku á móti Manchester United. Fór það svo að gestirnir unnu 1-0 sigur þar sem Marcus Rashford skoraði eina mark leiksins.

Eyjamenn bæta við sig markverði
Lið ÍBV í Olís deild karla í handbolta hefur bætt við sig markverði fyrir komandi átök á nýju ári. Frá þessu er greint á samfélagsmiðlum félagsins.

LeBron sýndi og sannaði að aldur er afstæður | Geggjaður Giannis
LeBron James varð 38 ára gamall í gær. Hann fagnaði með stórkostlegum leik sem tryggði Los Angeles Lakers óvæntan sigur á Atlanta Hawks í einum af þeim fjölmörgu leikjum sem fram fóru í NBA deildinni í nótt.

Óskar Hrafn var á blaði hjá Kalmar
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks í fótbolta, var á blaði hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Kalmar FF þegar liðið var í þjálfaraleit á dögunum. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem Óskar Hrafn er orðaður við lið í Svíþjóð.

Al Nassr kynnir Ronaldo til leiks: Á að hvetja framtíðarkynslóðir
Nýjasta lið Cristiano Ronaldo, Al Nassr, hefur kynnt leikmanninn til leiks. Félagið telur að Ronaldo muni hvetja drengi og stúlkur landsins til að verða besta útgáfan af sjálfum sér.

„Kaíró vinstri, inn á milli eitt og tvö og svo bara upp í skeytin“
Bjarni Mark Antonsson Duffield og Ólafur Andrés Guðmundsson eru greinilega undirbúa sig nú fyrir komandi landsliðsverkefni. Bjarni Mark er í A-landsliðshóp Íslands í fótbolta á meðan Ólafur Andrés er á leiðinni á HM í handbolta.

Ísak Bergmann um eigið hugarfar: „Ég hugsa hraðar en ég hleyp“
Ísak Bergmann Jóhannesson, landsliðsmaður Íslands í fótbolta og leikmaður Danmerkurmeistara FC Kaupmannahafnar, segist til í að gera allt til að vinna. Þá telur hann sig spila betur gegn góðum liðum en á slökum völlum „upp í sveit í Danmörku.“

Eftirminnileg augnablik í íþróttaheiminum á árinu 2022
Íþróttaljósmyndarar heimsins fylgdust vel með keppnum ársins og náðu mörgum eftirminnilegum stundum á mynd.

Sér eftir að hafa fengið sér Messi húðflúr á ennið
Fólk missti sig misvel í gleðinni eftir að Argentína varð heimsmeistari í knattspyrnu karla þann 18. desember eftir sigur á Frakklandi í mögnuðum leik. Einn stuðningsmaður Argentínu gekk svo langt að fá sér húðflúr á ennið þar sem stóð „Messi.“

Endaði í fanginu á Pelé: „Þykir mjög vænt um þessa mynd“
Þeir eru ekki margir sem eiga mynd af sér í fanginu á sjálfum Pelé. En Hafþór Theodórsson getur stært sig af því.

Dagskráin í dag: Spennandi leikur í NBA deildinni
Þar sem það er Gamlársdagur þá er heldur róleg dagskrá á rásum Stöðvar 2 Sport 2. Klukkan 20.00 er leikur Indiana Pacers og Los Angeles Clippers í NBA deildinni.

Lokasóknin: „Þegar þeir kom heim þá var það þetta sem beið þeirra“
Liðurinn „Góð/Slæm vika“ var á sínum stað í síðasta þætti Lokasóknarinnar. Ef það hefur snjóað mikið á Íslandi að undanförnu þá er það ekki í hálfkvist á við það sem hefur snjóað í Buffalo.

„Þetta var rosalegt, rosalegur leikur“
Maté Dalmay, þjálfari Hauka, var að vonum sáttur eftir að hans menn unnu lokaleik ársins í Subway-deild karla, gegn Breiðabliki, 106-108.

Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Haukar 106-108 | Haukar unnu síðasta leik ársins
Haukar gerðu góða ferð í Smárann og unnu Breiðablik, 106-108, í lokaleik ársins í Subway-deild karla. Með sigrinum jöfnuðu Hauka Blika og Njarðvíkinga að stigum í 3. sæti deildarinnar. Nýliðarnir geta því afar vel við unað eftir fyrri hluta tímabilsins.

Benzema kom Real til bjargar í blálokin
Spænska úrvalsdeildin í fótbolta er farin af stað eftir HM pásuna og lentu Spánarmeistarar Real Madríd í vandræðum gegn Real Valladolid í kvöld. Franski sóknarmaðurinn Karim Benzema bjargaði meisturunum með tveimur mörkum undir lok leiks, lokatölur 0-2.

Ótrúleg Faes-staða miðvarðarins kom Liverpool til bjargar
Wout Faes, 24 ára gamall miðvörður Leicester City, reyndist hetja Liverpool þegar Refirnir heimsóttu Anfield í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Gestirnir komust yfir snemma leiks en tvö ótrúleg sjálfsmörk Faes tryggðu Liverpool 2-1 sigur.

Jóhann Þór um mögulegar breytingar á leikmannahópnum: „Erum búnir að vera að leita síðan einhvern tímann í október“
Það var ekki boðið upp á góðan leik fyrir hjartveika í Grindavík í kvöld þar sem heimamenn og Þór Þorlákshöfn áttust við í Subway-deild karla í körfubolta. Gestirnir frá Þorlákshöfn skoruðu 34 stig í 4. leikhluta og þurrkuðu út 20 stiga forskot Grindvíkinga eins og hendi væri veifað.

„Ég ætla ekkert að gefast upp“
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, ein af okkar efnilegustu knattspyrnukonum, er loks byrjuð að spila á ný eftir löng og erfið meiðsli. Hún spilar með þýska stórveldinu Bayern München og bíður spennt eftir að fá að sanna sig.

Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Þór Þ. 95-93 | Grindvíkingar slökktu í sigurvonum Þórsara
Grindavík virtist með unninn leik í höndunum þegar fjórði leikhluti hófst gegn Þór Þorlákshöfn í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Þórsarar eru hins vegar ólseigir og spiluðu hreint út sagt frábærlega í 4. leikhluta. Það dugði hins vegar ekki og Grindavík vann á endanum tveggja stiga sigur.

Fyrrum Eyjastelpan Lacasse eftirsótt af stærstu liðum Evrópu
Cloé Lacasse lék með ÍBV í efstu deild kvenna í fótbolta frá 2015 til 2019. Hún spilar nú með Benfica í Portúgal en það stefnir í að hún færi sig um set á nýju ári. Hún er orðuð við nokkur af stærstu liðum álfunnar.

Staðfesta að Ronaldo hafi skrifað undir í Sádi-Arabíu
Það er klappað og klárt að Cristiano Ronaldo, einn besti knattspyrnumaður allra tíma, muni enda ferilinn í Sádi-Arabíu. Þessi 37 ára gamli Portúgali hefur skrifað undir tveggja og hálfs árs samning við Al Nassr þar í landi.

Klopp líkir Nunez við Lewandowski
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur tröllatrú á Darwin Nunez og líkir honum við einn besta framherja heims.

Ellefu í bann eftir slagsmál í NBA
Ellefu leikmenn hafa verið dæmdir í bann af NBA-deildinni fyrir slagsmál í leik Detroit Pistons og Orlando Magic.

Snorri Steinn framlengir við Val
Snorri Steinn Guðjónsson hefur framlengt samning sinn við þrefalda meistara Vals út tímabilið 2024-25.

Skoraði ótrúlega sigurkörfu frá miðju: „Hvað gerðist þarna?“
Pablo Bertone skoraði eina sérkennilegustu körfu ársins þegar Íslandsmeistarar Vals sigruðu Tindastól, 78-84, í 11. umferð Subway-deild karla í gær.

Einstök ævi Pelés á 25 mínútum | Myndbönd
Brasilíska fótboltagoðið Pelé lést í gær, 82 ára að aldri, eftir baráttu við krabbamein. Genginn er þar einn besti fótbolta- og íþróttamaður sögunnar.

Segir Ólympíunefndinni stýrt úr bandaríska utanríkisráðuneytinu
Dmitry Chernyshenko, varaforsætisráðherra Rússlands, segir Alþjóðaólympíunefndina vera undir beinum áhrifum bandarískra stjórnvalda. Rússneskir íþróttamenn sæta banni frá nefndinni vegna innrásar Rússa í Úkraínu.

Myndaveisla frá heimsókn Pele: Reif í einn ljóshærðan hnokka fyrir myndatöku
„Þetta er mjög eftirminnilegt. Það átti að fara að loka dyrunum að einhverjum sal þar sem eðalmenni áttu að fá að vera í friði. Þá rífur hann í mig,“ segir Einar Jónsson um kynni sín af knattspyrnugoðsögninni Pele. Svarta perlan kvaddi þennan heim 82 ára að aldri í gær eftir glímu við krabbamein.

Vissi að eitthvað væri í loftinu þegar þeir hittu Maradona og Ronaldinho fyrir Póllandsleikinn
Fyrir leikinn fræga gegn Póllandi á Ólympíuleikunum í Peking hittu Guðmundur Guðmundsson og Gunnar Magnússon tvo af bestu fótboltamönnum allra tíma. Þá vissi Guðmundur að eitthvað sérstakt væri í loftinu.

Mun aldrei segja að Messi sé sá besti í sögunni
Reglulega er umræðunni um hver sér besti fótboltamaður allra tíma kastað fram. Sú hefur verið í deiglunni eftir að Lionel Messi tryggði sér langþráðan heimsmeistaratitil.

ÍSÍ hafi sent annan texta en var lesinn upp á hófinu
Sigurbjörn Árni Arngrímsson, skólastjóri Framhaldsskólans á Laugum og frjálsíþróttasérfræðingur, kveðst gáttaður á því hvernig Guðrún Arnardóttir var kynnt til leiks sem nýjasti meðlimur heiðurshallar ÍSÍ í gærkvöld.

Íþróttaárið 2022 í gegnum linsu ljósmyndara Vísis
Íþróttaárið 2022 á innlendum vettvangi var viðburðarríkt og þar skiptust á skin og skúrir.

Gaf frá sér milljónir: „Hvaða verðmiða seturu á sál þína?“
Brasilíumaðurinn Adriano var um tíma talinn á meðal allra bestu framherja heims og átti framtíðina fyrir sér í fótboltanum. Það fjaraði þó hratt undan ferli hans og segist hann hafa þurft að gefa undan geigvænlegri pressu.

Utan vallar: Úr neðanmálsgrein hjá þjóðinni í fyrirsögn
Þegar Ómar Ingi Magnússon var kjörinn Íþróttamaður ársins í fyrra ráku sumir upp stór augu og spurðu einfaldlega: Hver er þetta? Nú spyr enginn hver Ómar Ingi sé. Nema viðkomandi búi í helli.

Bróðir Balotelli ákærður fyrir líkamsárás
Enoch Barwuah, bróðir fyrrum ítalska landsliðsmannsins Mario Balotelli, er sagður hafa lent í áflogum rétt fyrir jól í ítölskum fjölmiðlum og á yfir höfði sér kæru fyrir líkamsárás.

Þriggja daga þjóðarsorg lýst yfir
Brasilísk yfirvöld hafa lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna andláts knattsyrnugoðsagnarinnar Pelé, sem lést í gær. Fjölmargir hafa minnst kappans.