Fleiri fréttir

Stal rándýru úri Lewandowski úr farþegasætinu

Pólski framherjinn Robert Lewandowski hefur nú flutt sig yfir til Barcelona frá München en hann lenti í leiðinlegu atviki þegar hann var fyrir utan æfingasvæði spænska félagsins á miðvikudaginn.

Réttar­höldin yfir Ryan Giggs: Átti erfitt með að svara spurningum sak­sóknara

Níundi dagur réttarhaldanna yfir Ryan Giggs, fyrrverandi leikmanni Manchester United og landsliðsþjálfara Wales, fór fram í gær. Hann er ásakaður um að hafa beitt þáverandi kærustu sína, Kate Greville, andlegu og líkamlegu ofbeldi þau þrjú ár sem þau voru saman. Þá er hann sakaður um að hafa gefið Emmu Greville, systur Kate, olnbogaskot.

„Ef horft er til fram­tíðar þá er hún björt og margar sem eiga enn­ eftir að springa út“

Það styttist í næsta landsliðsverkefni hjá íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta en þær spila síðustu leikina í undankeppni HM í upphafi næsta mánaðar. Liðið er í góðri stöðu og ljóst að sigrar í báðum leikjunum tryggja liðinu sæti á HM í fyrsta skipti. Vísir fór á stúfana og ræddi við nokkra sérfræðinga um þeirra skoðun á Evrópumótinu sem fram fór í Englandi svona þegar rykið hefur sest og stöðu mála hjá landsliðinu fyrir komandi verkefni.

Sjáðu mörkin úr hasarnum í Víkinni

Íslands- og bikarmeistarar Víkings eiga enn möguleika á að verja báða titla sína eftir magnaðan 5-3 sigur á KR í stórbrotnum leik í Víkinni í gærkvöld. Hér að neðan má sjá mörkin úr leik gærkvöldsins.

Tvær ís­lenskar frum­raunir í opnunar­um­ferð þar sem Mara­dona Kákasus­fjallanna stal senunni

Ítalska A deildin fór af stað um síðastliðna helgi og voru úrslit þar nokkuð eftir bókinni. Ekki er þar með sagt að dramatíkina hafi skort, því boltinn var víða að skila sér í markið í uppbótatíma. Hinar svokölluðu systurnar sjö – toppliðin AC Milan, Internazionale, Juventus, Napoli, Roma, Lazio og Fiorentina unnu öll sigra og hálfsystirin Atalanta sömuleiðis.

Fylkir á toppinn eftir sigur í sjö marka leik

Fimm leikir fóru fram í Lengjudeild karla í kvöld og var nóg af mörkum sem litu dagsins ljós. Fylkir lyfti sér á topp deildarinnar með 4-3 sigri gegn Selfyssingum og þá vann Fjölnir einnig 4-3 sigur gegn Grindavík.

Karlalandsliðið í fimleikum hafnaði í 26. sæti á EM

Karlalandsliðið í áhaldafimleikum hefur lokið leik á Evrópumeistaramótinu í München, en liðið hafnaði í 26. sæti. Þetta var í fyrsta skipti í átta ár sem Ísland sendir lið til keppni í karlaflokki.

Sara kom inn á í stórsigri Juventus

Landsliðskonan Sara Björk Gunnarsdóttir lék seinasta hálftíma leiksins fyrir Juventus er liðið vann afar öruggan 4-0 sigur gegn Racing Luxemborg í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Íslendingalið Viking nálgast Sambandsdeildina

Patrik Sigurður Gunnarsson, Samúel Kári Friðjónsson og félagar þeirra í norska liðinu Viking unnu mikilvægan 1-2 útisigur er liðið heimsótti FCSB til Rúmeníu í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld.

Hilmar hafnaði tólfti á EM

Hilmar Örn Jónsson úr FH hafnaði í tólfta sæti í úrslitum í sleggjukasti á EM í frjálsum íþróttum í kvöld.

Elísa­bet og Kristian­stad úr leik í Meistara­deildinni

Kristianstad, lið Elísabetar Gunnarsdóttur, er úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Liðið mátti þola 3-1 tap gegn Ajax er liðin mættust í Hjörring í Danmörku. Amanda Andradóttir og Emelía Óskarsdóttir byrjuðu leikinn á bekknum hjá Kristianstad.

„Sem betur fer erum við með karakter í liðinu“

„Það er búið að vera bras á liðinu en sem betur fer erum við með karakter í liðinu og það hafa aðrar stigið upp sem áttu ekki endilega að fá hlutverk í liðinu,“ sagði Alexander Aron Davorsson, þjálfari Aftureldingar í Bestu deild kvenna í fótbolta, í ítarlegu viðtali við Bestu mörkin.

Ryan Giggs brotnaði niður og grét er hann bar vitni

Áttundi dagur réttarhaldanna yfir Ryan Giggs, fyrrverandi leikmanni Manchester United og landsliðsþjálfara Wales, fór fram í gær. Hann er ásakaður um að hafa beitt þáverandi kærustu sína, Kate Greville, andlegu og líkamlegu ofbeldi þau þrjú ár sem þau voru saman. Þá er hann sakaður um að hafa gefið Emmu Greville, systur Kate, olnbogaskot.

Vildi óska að Margeir og Aron hefðu hist yfir kaffibolla

Gísli Guðni Hall, formaður Golfklúbbs Reykjavíkur (GR), segir kröfu Arons Haukssonar, fyrrverandi yfirdómara GR, þess efnis að Margeiri Vilhjálmssyni yrði vikið úr stjórn meðan mál hans væru fyrir stjórn, ekki réttmæta.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.