Fleiri fréttir

Nígerískar landsliðskonur bíða enn eftir greiðslum

Nígeríska kvennalandsliðið í knattspyrnu hefur ekki enn fengið greitt frá knattspyrnusambandi Nígeríu, NFF, og íþróttamálaráðuneyti landsins fyrir þátttöku sína í Afríkumóti kvenna sem lauk fyrir tæpum tveimur vikum.

Dagskráin í dag: Besta-deildin og golf

Sportrásir Stöðvar 2 bjóða upp á fimm beinar útsendingar á þessum annars fína föstudegi. Við verðum í golfinu fyrri part dags áður en Besta-deild kvenna í knattspyrnu tekur við í kvöld.

„Þetta voru bestu 90 mínútur sem við höfum átt í sumar“

„Ég er mjög ánægður. Við vorum betra liðið í leiknum. Við gerðum réttu hlutina, héldum boltanum á hreyfingu, fundum góðar lausnir og náðum loksins að brjóta þær niður,“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar R., eftir 2-0 sigur á Aftureldingu í kvöld.

Óskar Hrafn: „Féllum á eigið sverð í þessum leik"

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðablik, var stoltur af frammistöðu lærisveina sinna þrátt fyrir 3-1 tap liðsins gegn Istanbul Basaksehir í fyrri leik liðanna í þriðju umferð í undankeppni Sambandsdeilar Evrópu í fótbolta karla á Kópavogsvelli í kvöld. 

Umfjöllun: Selfoss-ÍBV 0-0 | Markalaust í suðurlandsslagnum

Selfoss tók á móti ÍBV í sannkölluðum suðurlandsslag í kvöld. Leikurinn var kaflaskiptur þar sem að Selfyssingar voru töluvert betri aðilinn í fyrri hálfleik en ÍBV í þeim síðari. Bæði lið björguðu á línu í markalausu jafntefli í kvöld þar sem að mörg færi litu dagsins ljós.

Samúel Kári skoraði og lagði upp í stórsigri | Hólmbert og Hörður í brekku

Samúel Kári Friðjónsson skoraði annað mark norska liðsins Viking er liðið vann 5-1 stórsigur gegn írska liðinu Sligo Rovers í þriðju umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Íslendingaliðin Lilleström og Panathinaikos eiga hins vegar erfið verkefni fyrir höndum í seinni leiknum eftir að hafa bæði tapað í kvöld.

NFL áfrýjar umdeildu banni Watsons

NFL ætlar að áfrýja sex leikja banninu sem Deshaun Watson, leikstjórnandi Cleveland Browns, fékk. Rúmlega þrjátíu konur hafa sakað hann um að brjóta á sér kynferðislega.

Skemmt sushi gæti eyðilagt EM fyrir Antoni

Eftir frábæra frammistöðu á HM fyrr í sumar er sundmaðurinn Anton Sveinn McKee nú að undirbúa sig fyrir Evrópumótið í sundi sem hefst í Róm eftir viku. Skæð matareitrun hefur hins vegar truflað undirbúning hans.

„Líst eiginlega alltof vel á þetta“

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, segir að sínir menn verði að vera hugrakkir í leikjunum gegn Lech Poznan, sérstaklega í viðureign liðanna í kvöld. Þrátt fyrir mikið álag undanfarnar vikur segir hann þreytu ekki þjá Víkinga.

Bestu veiðistaðir Elliðaánna

Veiðin í Elliðaánum hefur gengið vel í sumar og það hafa verið prýðilegar göngur í árnar sem hefur skilað um 500 löxum það sem af er sumri.

Ensku þjóðhetjurnar skora á stjórnvöld

Leikmenn nýkrýndra Evrópumeistara, Englands, hafa skrifað undir opið bréf til verðandi forsætisráðherra Bretlands þar sem skorað er á hann að veita öllum stúlkum í landinu tækifæri til þess að æfa og spila fótbolta í skólum sínum.

Haukar halda áfram að safna liði

Haukar sem verða nýliðar í Subway deild karla í körfubolta á komandi keppnistímabili halda áfram að styrkja leikmannahóp sinn fyrir komandi átök. 

Sjá næstu 50 fréttir