Fleiri fréttir

Stjörnur A-riðils: Fyrirliði Bayern, undraverður bakvörður og einn albesti framherji allra tíma
Vísir heldur áfram að telja niður í Evrópumót kvenna sem fram fer í Englandi. Ísland er að fara á sitt fjórða Evrópumót í röð en hér að neðan verður farið yfir bestu leikmenn landanna sem skipa A-riðil. Þau eru Austurríki, England, Norður-Írland og Noregur.

Modric: Héldum að Mbappe myndi koma til Real Madrid
Luka Modric hélt að hann myndi fá rosalegan liðstyrk í sumar en eins og frægt er orðið þá voru líkur á því að Kylian Mbappe myndi ganga til liðs við Real Madrid þegar samningur hans við Paris St. Germain rann út. Mbappe hætti við að söðla um og samdi aftur við PSG til ársins 2025.

Amanda og Cecilía á lista Goal yfir stjörnur framtíðarinnar
Landsliðskonurnar Amanda Andradóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir eru báðar á lista vefmiðilsins Goal yfir stjörnur framtíðarinnar, en miðillinn tók saman lista yfir stjörnur framtíðarinnar sem vert er að fylgjast með á EM í sumar.

Nýliðarnir fá markvörð United
Dean Henderson, varamarkvörður Manchester United, hefur skrifað undir eins árs lánssamning við nýliða Nottingham Forest.

Dagskráin í dag: Besta-deildin og golf
Fjórar beinar útsendingar eru á dagskrá á sportrásum Stöðvar 2 í dag. Þrjár af þeim eru úr heimi golfsins og þá er einn leikur á dagskrá í Bestu-deild karla í fótbolta.

Ítalska úrvalsdeildin ræður fyrsta kvenkyns dómarann
Ítalska úrvalsdeildin í knattspyrnu, Serie A, hefur ráðið Maria Sole Ferrieri Caputi til starfa hjá deildinni á næsta tímabili, en hún verður fyrsta konan til að dæma í deildinni

McLagan missir af leikjunum við Malmö
Stórt skarð hefur verið hoggið í lið Víkings fyrir viðureign þeirra við Malmö í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Varnarmaðurinn Kyle McLagan mun missa af leikjunum við Malmö sem og tveimur leikjum í Bestu deild karla.

Tarkowski semur við Everton
Miðvörðurinn enski James Tarkowski hefur komist að samkomulagi um að leika með Everton í ensku úrvalsdeildinni næstkomandi tímabil. Leikmaðurinn var samningslaus og þarf Everton því ekki að greiða fyrir Burnley fyrir hann.

Ronaldo vill fara frá United
Knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo hefur óskað eftir því að fá að yfirgefa herbúðir Manchester United í sumar þar sem hann telur liðið ekki geta keppt um stærstu bikara heims.

Þróttur sendir frá sér yfirlýsingu eftir N1 mótið: „Framkoma sem á ekki að sjást“
Knattspyrnudeild Þróttar hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að félagið ákvað að senda eitt af liðum sínum ekki í kappleik um sæti á mótinu.

Evrópumeistararnir unnu lokaleikinn fyrir EM
Evrópumeistarar Hollands fara með sigur í farteskinu á EM í fótbolta sem hefst í næstu viku. Hollendingar unnu 2-0 sigur gegn Finnum í vináttulandsleik í kvöld.

Ólík hlutskipti gestgjafanna á HM í handbolta
Í dag var dregið í riðla fyrir HM í handbolta sem fram fer í Svíþjóð og Póllandi í janúar á næsta ári. Það má með sanni segja að hlutskipti gestgjafanna séu mjög ólík en Svíar eiga sigur í sínum riðli næsta vísan.

Umfjöllun: ÍBV - Breiðablik 0-0 | Botnliðið tók stig af toppliðinu
Eyjamenn, sem voru sigurlausir á botni Bestu-deildar karla fyrir leik dagsins, gerðu sér lítið fyrir og tóku stig af sjóðheitu toppliði Breiðabliks er liðin gerðu markalaust jafntefli í Vestmannaeyjum í dag.

Alfons og félagar töpuðu gegn tíu leikmönnum Odd
Alfons Sampsted og félagar hans í Noregsmeisturum Bodo/Glimt máttu þola 3-2 tap er liðið heimsótti Odd í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Davíð lék allan leikinn er Kalmar gerði jafntefli gegn botnliðinu
Davíð Kristján Ólafsson lék allan leikinn í vinstri bakverði hjá Kalmar er liðið gerði 1-1 jafntefli gegn botnliði Helsingborg.

Fimm mörk og tvö rauð er Alex og félagar töpuðu
Alex Þór Hauksson og félagar hans í sænska liðinu Öster máttu þola 2-3 tap er liðið tók á móti Skovde í sænsku B-deildinni í fótbolta í dag.

HK á toppinn eftir öruggan sigur fyrir austan
HK-ingar komu sér á toppinn í Lengjudeild kvenna með öruggum 1-4 sigri gegn Fjarðabyggð/Hetti/Leikni í dag.

Ísland með Ungverjalandi í riðli á HM í handbolta
Dregið var í riðla fyrir HM í handbolta sem fram fer í Póllandi og Svíþjóð í janúar á næsta ári. Íslendingar lentu meðal annars í riðli með Ungverjum þegar mótið verður haldið í 28. sinn.

Sainz á ráspól í Breska kappakstrinum
Silverstone brautin var blaut þegar tímatakan fyrir Breska kappaksturinn fór fram fyrr í dag. Það hafði vissulega áhrif en það var Carlos Sainz á Ferrari bílnum sem náði ráspólnum í kappakstrinum sem fram fer á morgun.

Rudy Gobert skipt til Minnesota
Félagaskiptagluggi NBA deildarinnar heldur áfram og hver leikmannaskiptin á eftir öðrum eiga sér stað þessa dagana. Í gær var tilkynnt um leikmannaskipti sem geta haft talsverð áhrif á landslagið en einn af betri varnarmönnum deildarinnar, Rudy Gobert, var þá skipt frá Utah Jazz yfir til Minnesota Timberwolves.

Andy Goram fyrrum landsliðsmarkvörður Skota látinn
Andy Goram sem varði mark Skota á EM ´92 og ´96 og HM ´90 er látinn úr krabbameini einungis 58 ára að aldri.

Semple frá ÍR í KR
KR hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir átökin í Subway deild karla næsta vetur. Jordan Semple hefur samþykkt að leika með liðinu en hann lék með ÍR á síðustu leiktíð og þótti standa sig með prýði.

Sjáðu mörkin er Víkingar rúlluðu KR upp í Vesturbænum
Íslands og bikarmeistarar Víkings unnu frábæran 3-0 sigur á KR er liðin mættust á Meistaravöllum í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöld. Hér að neðan má sjá öll mörk leiksins.

Tryggvi Snær meðal bestu leikmanna umferðarinnar - Hægt að kjósa þann besta
Tryggvi Snær Hlinason átti enn einn stórleikinn fyrir Íslands hönd í sigrinum á Hollandi í gærkvöldi og leiddi hann liðið til sigurs ásamt Elvari Má Friðrikssyni. Tekið var eftir frammistöðunni hjá Tryggva og er hann í hóp með tveimur NBA leikmönnum sem taldir hafa staðið sig best í fimmtu umferð undankeppni HM í körfubolta 2023.

Átta dagar í EM: Frá Höfn til Mílanó og á EM eftir samning um Playmo-hús
Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Varnarmaðurinn Guðný Árnadóttir er næst í röðinni.

Skipulagði stórt rafíþróttamót fyrir samnemendur í vinnuskólanum
Tómas Breki Steingrímsson, 17 ára nemandi í vinnuskólanum í Kópavogi, hefur nýtt sumarið í að skipuleggja stórt rafíþróttamót fyrir samnemendur sína í vinnuskólanum. Mótið kláraðist í gær, en Tómas vann verkefnið með hjálp Rafíþróttasamtaka Íslands.

Myndaveisla frá mögnuðum sigri Íslands á Hollandi
Ísland vann hreint út sagt stórkostlegan eins stigs sigur á Hollandi er liðin mættust í Ólafssal í undankeppni HM 2023, lokatölur 67-66.

Mané, Mahrez, Keita og Salah tilnefndir sem bestu knattspyrnumenn Afríku
Knattspyrnumaður Afríku verður valinn aftur í ár en fella þurfti niður verðlaunaafhendingar áranna 2020 og 2021 vegna Covid 19 heimsfaraldursins. Tilnefningar til verðlaunanna voru gefnar út í vikunni sem leið

Óttar Magnús lék allan leikinn í tapi
Oakland Roots, sem Óttar Magnús Karlsson leikur með, heimsótti LA Galaxy II í USL deildinni í knattspyrnu í nótt. Roots laut í gras 3-1 og þurfti að leika seinni hálfleikinn manni færri.

„Þegar við fundum taktinn þá var ekki spurt að leikslokum“
Halldór Smári Sigurðsson, varnarmaður Víkinga var að vonum gríðarlega sáttur með sigur þeirra á KR-ingum er liðin mættust í Bestu deild karla á föstudagskvöld.

Rapinoe og Biles fá Frelsisorðu Bandaríkjaforseta
Hvíta húsið tilkynnti í dag að knattspyrnukonan Megan Rapinoe yrði meðal þeirra sem myndi fá Frelsisorðu Bandaríkjaforseta. Fimleikadrottningin Simone Biles verður einnig meðal þeirra sem hlotnast sá heiður að þessu sinni.

„Satt best að segja þá hafði ég aldrei áhyggjur“
Það mæddi mikið á Tryggva Snæ Hlinasyni í gærkvöld, á báðum endum vallarins, en hann var að öðrum leikmönnum ólöstuðum maður leiksins er Ísland vann Holland í undankeppni HM 2023 í körfubolta.

Ten Hag lætur til sín taka á æfingasvæðinu
Leikmenn enska knattspyrnufélagsins Manchester United mættu hófu undirbúningstímabil sitt á mánudaginn. Þeir hafa nú fengið eina viku með nýjum þjálfara liðsins og virðist sem hann hugi að hverju smáatriði ásamt því að bjóða upp á virkilega þungar æfingar.

Dagskráin í dag: Toppliðið mætir til Eyja og nóg af golfi
Breiðablik heimsækir Vestmannaeyjar í Bestu deild karla í fótbolta á Stöð 2 Sport í dag. Þá er nóg um að vera í heimi golfsins.

Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Holland 67-66 | Ótrúleg endurkoma í Ólafssal
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann frábæran sigur á Hollandi er liðin mættust í Ólafssal í undankeppni HM 2023. Holland var 14 stigum yfir í hálfleik en það kom ekki að sök.

„Það hefði verið auðvelt að gefast upp“
Elvar Már Friðriksson átti frábærar lokamínútur í sigri Íslands gegn Hollandi í kvöld og skoraði nánast að vild og körfur í öllum regnbogans litum þar sem hann sprengdi vörn Hollendinga ítrekað upp með hraða sínum. Elvar setti 12 af 20 stigum sínum í 4. leikhlutanum og áttu Hollendingar fá svör við tilþrifum hans.

Katrín Tanja komst ekki á áttundu heimsleikana í röð
Katrín Tanja Davíðsdóttir mun ekki taka þátt á heimsleikunum í CrossFit í ár. Katrín Tanja hefur tekið þátt á síðustu sjö heimsleikum en mun ekki bæta þeim áttundu við í safnið.

Umfjöllun og viðtöl: KR - Víkingur 0-3 | Meistararnir unnu öruggan sigur í Vesturbænum
Íslandsmeistarar Víkings unnu einkar öruggan 3-0 sigur á KR er liðin mættust vestur í bæ í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Halldór Smári Sigurðsson skoraði þriðja mark Víkings en þetta var hans fyrsta mark í efstu deild.

Nóg um að vera í Lengjudeildinni: KV vann á Ísafirði
Fjórir leikir fóru fram í Lengjudeild karla í fótbolta í kvöld. KV vann magnaðan 4-2 sigur á Vestra á Ísafirði, Kórdrengir lögðu Gróttu 1-0 en hinum tveimur leikjunum lauk með 2-2 jafntefli.

Frakkar hita upp fyrir EM með stórsigri
Frakkland mætti Víetnam í síðasta leik liðsins fyrir EM kvenna sem hefst í Englandi þann 6. júlí. Lauk leiknum með 7-0 sigri Frakklands.

England Evrópumeistari U-19 ára landsliða
Enska U-19 ára landslið karla í knattspyrnu varð í kvöld Evrópumeistari eftir 3-1 sigur á Ísrael í framlengdum leik. Stigu tveir leikmenn Aston Villa upp þegar mest á reyndi.

Ensk stórlið mokgræða á undirbúningstímabilinu: Gætu fengið 485 milljónir fyrir leik
Stórlið ensku úrvalsdeildarinnar eru loks á leið í það sem mætti kalla eðlilegt undirbúningstímabil eftir að kórónufaraldurinn lék heiminn grátt. Fagna gjaldkerar liðanna eflaust hvað mest ef marka má tölur sem birtust á The Athletic.

Malmö tapaði óvænt gegn Sundsvall: Mæta Víkingum næst
Sænska meistaraliðið Malmö tapaði nokkuð óvænt gegn Sundsvall í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Liðið mætir Íslands- og bikarmeisturum Víkings í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í næstu viku.

Lenglet á leið til Tottenham
Franski miðvörðurinn Clément Lenglet, leikmaður Barcelona, virðist vera á leið til Tottenham Hotspur. Félögin eiga eftir að semja um kaupverðið en leikmaðurinn hefur samið um kaup og kjör við Lundúnaliðið.

Stutt gaman hjá Hans og Hosine
Þeir Hans Kamta Mpongo og Hosine Bility hafa yfirgefið lið ÍBV og Fram í Bestu deild karla í fótbolta. Munu þeir ekki leika meira með liðunum á leiktíðinni.