„Það hefði verið auðvelt að gefast upp“ 1. júlí 2022 23:16 Elvar Már barðist um hvern bolta í kvöld ... Vísir/Hulda Margrét Elvar Már Friðriksson átti frábærar lokamínútur í sigri Íslands gegn Hollandi í kvöld og skoraði nánast að vild og körfur í öllum regnbogans litum þar sem hann sprengdi vörn Hollendinga ítrekað upp með hraða sínum. Elvar setti 12 af 20 stigum sínum í 4. leikhlutanum og áttu Hollendingar fá svör við tilþrifum hans. En hvað fer í gegnum hausinn á mönnum þegar körfurnar koma svona á færibandi? „Að ég þyrfti að taka af skarið. Ég var búinn að vera frekar slakur framan af og var lengi að komast í gang. Þetta var fyrsti leikurinn minn í þrjá mánuði og ég var ekki alveg að finna taktinn, var svolítið úr rythma. Svo fann maður það bara þegar það leið á leikinn að ég þurfti að gera aðeins meira, þá sérstaklega sóknarlega. Svo komst ég að körfunni aftur og aftur og aftur þannig að ég hélt bara áfram, það var engin leið að stoppa það.“ Það var allt annað að sjá til liðsins í seinni hálfleik og það hefði sennilega verið auðvelt að gefast upp á þeim tímapunkti og leggja árar í bát. Hvað sagði Craig Pedersen eiginlega við liðið í hálfleik til að kveikja í mönnum? „Já það hefði verið auðvelt að gefast upp, alveg klárlega. Það var einhvern veginn svo flöt stemming í okkur, við komum út og héldum einhvern veginn að við þyrftum ekki að koma með þennan kraft sem við þrífumst á. Við töluðum bara um að halda áfram, við vorum að missa galopin skot en ef við setjum 1-2 skot þá getum við komið smá stemmingu í liðið og þá eru allir í partýi.“ You might not know 's Elvar Fridriksson yet, but we suggest watching this.Simply beautiful basketball, every step of the way. #FIBAWC | #WinForIceland x @kkikarfa pic.twitter.com/JHaN7xqUre— FIBA Basketball World Cup (@FIBAWC) July 1, 2022 Nú var Ísland þegar búið að tryggja sig áfram fyrir leikinn, en Elvar sagði að það hefði ekki haft nein áhrif á hugarfarið. „Nei alls ekki því við tökum með okkur stig í milliriðilinn og þetta var því risa leikur fyrir okkur og við þurftum að vinna hann. Það var alveg sama hvort við værum komnir áfram og það var aldrei fyrir aftan eyrað að við þyrftum ekki að vinna. Við ætluðum alltaf að taka þennan.“ ... þó sumir hafi runnið honum úr greipum.Vísir/Hulda Margrét Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Holland 67-66 | Ótrúleg endurkoma í Ólafssal Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann frábæran sigur á Hollandi er liðin mættust í Ólafssal í undankeppni HM 2023. Holland var 14 stigum yfir í hálfleik en það kom ekki að sök. 1. júlí 2022 23:20 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Fleiri fréttir Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Leik lokið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Í beinni: Valur - Njarðvík | Meistaraefnin mæta í Valsheimilið „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira
En hvað fer í gegnum hausinn á mönnum þegar körfurnar koma svona á færibandi? „Að ég þyrfti að taka af skarið. Ég var búinn að vera frekar slakur framan af og var lengi að komast í gang. Þetta var fyrsti leikurinn minn í þrjá mánuði og ég var ekki alveg að finna taktinn, var svolítið úr rythma. Svo fann maður það bara þegar það leið á leikinn að ég þurfti að gera aðeins meira, þá sérstaklega sóknarlega. Svo komst ég að körfunni aftur og aftur og aftur þannig að ég hélt bara áfram, það var engin leið að stoppa það.“ Það var allt annað að sjá til liðsins í seinni hálfleik og það hefði sennilega verið auðvelt að gefast upp á þeim tímapunkti og leggja árar í bát. Hvað sagði Craig Pedersen eiginlega við liðið í hálfleik til að kveikja í mönnum? „Já það hefði verið auðvelt að gefast upp, alveg klárlega. Það var einhvern veginn svo flöt stemming í okkur, við komum út og héldum einhvern veginn að við þyrftum ekki að koma með þennan kraft sem við þrífumst á. Við töluðum bara um að halda áfram, við vorum að missa galopin skot en ef við setjum 1-2 skot þá getum við komið smá stemmingu í liðið og þá eru allir í partýi.“ You might not know 's Elvar Fridriksson yet, but we suggest watching this.Simply beautiful basketball, every step of the way. #FIBAWC | #WinForIceland x @kkikarfa pic.twitter.com/JHaN7xqUre— FIBA Basketball World Cup (@FIBAWC) July 1, 2022 Nú var Ísland þegar búið að tryggja sig áfram fyrir leikinn, en Elvar sagði að það hefði ekki haft nein áhrif á hugarfarið. „Nei alls ekki því við tökum með okkur stig í milliriðilinn og þetta var því risa leikur fyrir okkur og við þurftum að vinna hann. Það var alveg sama hvort við værum komnir áfram og það var aldrei fyrir aftan eyrað að við þyrftum ekki að vinna. Við ætluðum alltaf að taka þennan.“ ... þó sumir hafi runnið honum úr greipum.Vísir/Hulda Margrét
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Holland 67-66 | Ótrúleg endurkoma í Ólafssal Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann frábæran sigur á Hollandi er liðin mættust í Ólafssal í undankeppni HM 2023. Holland var 14 stigum yfir í hálfleik en það kom ekki að sök. 1. júlí 2022 23:20 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Fleiri fréttir Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Leik lokið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Í beinni: Valur - Njarðvík | Meistaraefnin mæta í Valsheimilið „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Holland 67-66 | Ótrúleg endurkoma í Ólafssal Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann frábæran sigur á Hollandi er liðin mættust í Ólafssal í undankeppni HM 2023. Holland var 14 stigum yfir í hálfleik en það kom ekki að sök. 1. júlí 2022 23:20