„Satt best að segja þá hafði ég aldrei áhyggjur“ Siggeir Ævarsson skrifar 2. júlí 2022 07:30 Hollendingar réðu ekkert við Tryggva Snæ í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Það mæddi mikið á Tryggva Snæ Hlinasyni í gærkvöld, á báðum endum vallarins, en hann var að öðrum leikmönnum ólöstuðum maður leiksins er Ísland vann Holland í undankeppni HM 2023 í körfubolta. Skilaði hann 20 stigum, 11 fráköstum og þremur vörðum boltum. Framlagsstigin voru 31, sem var það langhæsta sem sást á vellinum. Hvernig leið Tryggva inni á vellinum? „Mér leið bara mjög vel. Satt best að segja þá hafði ég aldrei áhyggjur, eða svona næstum því. Við ætluðum að vinna þennan leik og mér leið vel. Það er náttúrulega alltaf verið að berjast við mig og ég bara tek því vel því það opnar oftast á leikmenn fyrir utan og gefur öðrum séns á að gera betur og skjóta. Við skutum illa í byrjun en náðum að rífa það upp í seinni hálfleik og allt í allt fannst mér við spila vel og ég er bara mjög sáttur með strákana.“ Það mætti kannski segja að þetta hafi verið eins og hver annar dagurinn á skrifstofunni fyrir Tryggva þó svo að allir hávöxnustu menn Hollands hafi mætt í teiginn í kvöld til að berja á honum? „Ég bara tek því eins og hverjum öðrum degi. Ég slæ aldrei hendinni á móti því að berjast pínu, ég hef bara gaman af því, þó þeir séu margir sem reyna þá verð ég bara að endast lengur en þeir og halda áfram allan leikinn.“ Tryggvi Snær átti frábæran leik í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Glæsilegur endurkomusigur niðurstaðan, en það leit ekki vel út á tímabili. Kom það aldrei til greina að gefast hreinlega upp? „Nei! Við náttúrulega gefumst aldrei upp. Þó svo að þeir hafi verið að vinna okkur á þeim tímapunkti þá vissum við alveg að við ættum inni meiri orku. Við þurftum bara að komast á eitt gott „run“ og taka á þeim. Jú jú, það var leiðinlegt að vera undir þarna í byrjun og við misstum aðeins stemminguna en við erum mjög góðir að þjappa okkur saman, rífa okkur í gang og byrja uppá nýtt. Við gerðum það þarna í byrjun seinni hálfleiks og settum tóninn bara strax. Körfubolti Landslið karla í körfubolta HM 2023 í körfubolta Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Holland 67-66 | Ótrúleg endurkoma í Ólafssal Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann frábæran sigur á Hollandi er liðin mættust í Ólafssal í undankeppni HM 2023. Holland var 14 stigum yfir í hálfleik en það kom ekki að sök. 1. júlí 2022 23:20 „Það hefði verið auðvelt að gefast upp“ Elvar Már Friðriksson átti frábærar lokamínútur í sigri Íslands gegn Hollandi í kvöld og skoraði nánast að vild og körfur í öllum regnbogans litum þar sem hann sprengdi vörn Hollendinga ítrekað upp með hraða sínum. Elvar setti 12 af 20 stigum sínum í 4. leikhlutanum og áttu Hollendingar fá svör við tilþrifum hans. 1. júlí 2022 23:16 Mest lesið Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Íslenski boltinn Um þrjú hundruð vörubílsfarmar af efni: „Engu keyrt í burtu“ Fótbolti Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son Körfubolti Samningi Marcelo rift eftir rifrildi á hliðarlínunni Fótbolti Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir Enski boltinn Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Formúla 1 Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Körfubolti Tuchel fær að vera í fjarvinnu og mun búa langt frá æfingasvæðinu Fótbolti Í beinni: Manchester United - Chelsea | Stórleikur á Old Trafford Enski boltinn Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Formúla 1 Fleiri fréttir Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Þessar taka upp þráðinn eftir eins árs bið Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Þór lagði Tindastól Tinna: Rifum okkur í gang eftir fyrsta Auðvelt hjá Tryggva Snæ og félögum Uppgjör og viðtöl: Valur - Haukar 69-84 | Mjög sannnfærandi sigur Hauka á Hlíðarenda Andri Geir spreytti sig á takkaskóaprófinu Sjá meira
Skilaði hann 20 stigum, 11 fráköstum og þremur vörðum boltum. Framlagsstigin voru 31, sem var það langhæsta sem sást á vellinum. Hvernig leið Tryggva inni á vellinum? „Mér leið bara mjög vel. Satt best að segja þá hafði ég aldrei áhyggjur, eða svona næstum því. Við ætluðum að vinna þennan leik og mér leið vel. Það er náttúrulega alltaf verið að berjast við mig og ég bara tek því vel því það opnar oftast á leikmenn fyrir utan og gefur öðrum séns á að gera betur og skjóta. Við skutum illa í byrjun en náðum að rífa það upp í seinni hálfleik og allt í allt fannst mér við spila vel og ég er bara mjög sáttur með strákana.“ Það mætti kannski segja að þetta hafi verið eins og hver annar dagurinn á skrifstofunni fyrir Tryggva þó svo að allir hávöxnustu menn Hollands hafi mætt í teiginn í kvöld til að berja á honum? „Ég bara tek því eins og hverjum öðrum degi. Ég slæ aldrei hendinni á móti því að berjast pínu, ég hef bara gaman af því, þó þeir séu margir sem reyna þá verð ég bara að endast lengur en þeir og halda áfram allan leikinn.“ Tryggvi Snær átti frábæran leik í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Glæsilegur endurkomusigur niðurstaðan, en það leit ekki vel út á tímabili. Kom það aldrei til greina að gefast hreinlega upp? „Nei! Við náttúrulega gefumst aldrei upp. Þó svo að þeir hafi verið að vinna okkur á þeim tímapunkti þá vissum við alveg að við ættum inni meiri orku. Við þurftum bara að komast á eitt gott „run“ og taka á þeim. Jú jú, það var leiðinlegt að vera undir þarna í byrjun og við misstum aðeins stemminguna en við erum mjög góðir að þjappa okkur saman, rífa okkur í gang og byrja uppá nýtt. Við gerðum það þarna í byrjun seinni hálfleiks og settum tóninn bara strax.
Körfubolti Landslið karla í körfubolta HM 2023 í körfubolta Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Holland 67-66 | Ótrúleg endurkoma í Ólafssal Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann frábæran sigur á Hollandi er liðin mættust í Ólafssal í undankeppni HM 2023. Holland var 14 stigum yfir í hálfleik en það kom ekki að sök. 1. júlí 2022 23:20 „Það hefði verið auðvelt að gefast upp“ Elvar Már Friðriksson átti frábærar lokamínútur í sigri Íslands gegn Hollandi í kvöld og skoraði nánast að vild og körfur í öllum regnbogans litum þar sem hann sprengdi vörn Hollendinga ítrekað upp með hraða sínum. Elvar setti 12 af 20 stigum sínum í 4. leikhlutanum og áttu Hollendingar fá svör við tilþrifum hans. 1. júlí 2022 23:16 Mest lesið Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Íslenski boltinn Um þrjú hundruð vörubílsfarmar af efni: „Engu keyrt í burtu“ Fótbolti Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son Körfubolti Samningi Marcelo rift eftir rifrildi á hliðarlínunni Fótbolti Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir Enski boltinn Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Formúla 1 Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Körfubolti Tuchel fær að vera í fjarvinnu og mun búa langt frá æfingasvæðinu Fótbolti Í beinni: Manchester United - Chelsea | Stórleikur á Old Trafford Enski boltinn Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Formúla 1 Fleiri fréttir Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Þessar taka upp þráðinn eftir eins árs bið Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Þór lagði Tindastól Tinna: Rifum okkur í gang eftir fyrsta Auðvelt hjá Tryggva Snæ og félögum Uppgjör og viðtöl: Valur - Haukar 69-84 | Mjög sannnfærandi sigur Hauka á Hlíðarenda Andri Geir spreytti sig á takkaskóaprófinu Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Holland 67-66 | Ótrúleg endurkoma í Ólafssal Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann frábæran sigur á Hollandi er liðin mættust í Ólafssal í undankeppni HM 2023. Holland var 14 stigum yfir í hálfleik en það kom ekki að sök. 1. júlí 2022 23:20
„Það hefði verið auðvelt að gefast upp“ Elvar Már Friðriksson átti frábærar lokamínútur í sigri Íslands gegn Hollandi í kvöld og skoraði nánast að vild og körfur í öllum regnbogans litum þar sem hann sprengdi vörn Hollendinga ítrekað upp með hraða sínum. Elvar setti 12 af 20 stigum sínum í 4. leikhlutanum og áttu Hollendingar fá svör við tilþrifum hans. 1. júlí 2022 23:16