Fleiri fréttir

Kiana snýr aftur á Hlíðar­enda

Kiana Johnson mun leika með Val í Subway-deild kvenna í körfubolta á komandi leiktíð. Hún lék með liðinu við góðan orðstír frá 2019 til 2021.

Lilja heim í Val en Ásdís áfram úti

Handboltakonan Lilja Ágústsdóttir er komin heim til Vals frá Lugi í Lundi í Svíþjóð eftir stutt stopp. Hún fór út til Svíþjóðar í janúar.

Sara í Söru stað hjá Lyon

Lyon hefur gengið frá samningum við þýsku landsliðskonuna Söru Däbritz sem kemur frá erkifjendunum í Paris Saint-Germain. Sara mun fylla í skarð Söru Bjarkar Gunnarsdóttur sem hefur yfirgefið Lyon.

Liverpool hafnar „hlægilegu“ öðru tilboði Bayern

Liverpool hefur hafnað öðru tilboði Þýskalandsmeistara Bayern München í Senegalann Sadio Mané. Enska liðið vill fá töluvert meira fyrir leikmanninn og greina breskir fjölmiðlar frá því að forráðamönnum Liverpool hafi þótt tilboðið „hlægilegt“.

Axel fór holu í höggi í Danmörku

Atvinnukylfingurinn Axel Bóasson úr Keili fór holu í höggi á Thomas Bjørn Samsø Classic-mótinu í Danmörku í dag. Hann hefur aldrei farið holu í höggi á móti áður.

Í fjögurra ára bann fyrir höggið eftir sigur City

Stuðningsmaður Manchester City, sem fagnaði Englandsmeistaratitlinum í maí með því að veitast að Robin Olsen, markverði Aston Villa, var sektaður og úrskurðaður í fjögurra ára bann frá fótboltaleikjum.

Færir sig frá Rúmeníu til Ítalíu

Landsliðskonan Sara Rún Hinriksdóttir mun spila með liði Faenza í ítölsku A-deildinni í körfubolta næsta vetur. Hún lék með Phoenix Constanta í Rúmeníu við góðan orðstír á síðustu leiktíð.

Hákon Arnar orðaður við Venezia í ítölskum fjöl­miðlum

Svo virðist sem staðarmiðlar í Feneyjum séu búnir að átta sig á að líklega sé Íslendingur sóttur í hvert sinn sem félagaskiptaglugginn opnar. Nú er Hákon Arnar Haraldsson, nýjasti A-landsliðsmaður Íslands í fótbolta, orðaður við Íslendingalið Venezia.

Caddisbræður kenna veiðimönnum á Laxárdalinn

Laxárdalurinn er klárlega eitt af magnaðri urriðaveiðisvæðum landsins og það hefur verið haft á orði að þegar þú hefur náð tökum á þessu svæði eru þér allir vegir færir í urriða hvar sem er.

Á radarnum hjá Golden State en útilokar ekki að koma heim

Jón Axel Guðmundsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta, segist vilja útiloka alla möguleika erlendis áður en hann íhugi að koma heim í Subway-deildina. Hann var nálægt því að skrifa undir hjá uppeldisfélagi sínu, Grindavík, fyrr í sumar, en stefnir nú á Sumardeild NBA.

Kane: „Ég elska að skora mörk“

Harry Kane varð í kvöld aðeins annar leikmaður enska landsliðsins frá upphafi til að skora 50 mörk fyrir liðið. Hann er nú aðeins þremur mörkum á eftir Wayne Rooney sem er sá markahæsti í sögu liðsins.

Ásmundur: Svona eru sætustu sigrarnir

Breiðablik vann Selfoss með einu marki í lokuðum leik á Kópavogsvelli. Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, var afar ánægður með stigin þrjú. 

Ítalir tylltu sér á toppinn | Færeyingar sáu tvö rauð í tapi

Ítalir tylltu sér á topp 3. riðils A-deildar Þjóðadeildarinnar eftir að liðið vann 2-1 sigur gegn Ungverjum í kvöld. Þá máttu frændur okkar Færeyingar þola 0-1 tap gegn Lúxemborg í C-deild eftir að hafa fengið tvö rauð spjöld í leiknum.

„Rosalega bjart framundan hjá okkur ÍR-ingum“

Bjarni Fritzson skrifaði í dag undir þriggja ára samning við handknattleiksdeild ÍR og mun því þjálfa liðið næstu árin í Olís-deild karla í handbolta. Hann segir verkefnið sem framundan er spennandi.

María á EM og markmiðið er verðlaun

María Þórisdóttir er á sínum stað í norska landsliðshópnum sem fer á Evrópumótið í fótbolta í Englandi í næsta mánuði. Norðmenn kynntu lokahóp sinn í dag.

Dularfull hola myndaðist á vellinum í Austurríki

Margt gekk á afturfótunum er Austurríki og Danmörk áttust við Ernst Happel-vellinum í Austurríki í Þjóðadeildinni í gærkvöld. Leikurinn frestaðist töluvert vegna rafmagnsleysis á vellinum áður en stór hola myndaðist á vellinum í leikslok.

Elín Sól­ey aftur til liðs við Val

Valskonur hafa fengið liðsstyrk fyrir komandi tímabil í Subway-deild kvenna í körfubolta. Eín Sóley Hrafnkelsdóttir mun leika með liðinu næstu tvö ár. Frá þessu greindi félagið á samfélagsmiðlum sínum í dag.

„Ég vil að menn fari í A-landsliðið“

Davíð Snorri Jónasson, þjálfari undir 21 árs landsliðs Íslands, segir leikmenn liðsins hafa fylgst vel með þegar Kýpur vann Grikkland 3-0 í riðli Íslands í gær. Úrslitin halda vonum Íslands um EM-sæti á lífi.

Í­hugaði að hætta en fékk svo risa­samning

Aaron Donald íhugaði að leggja skóna á hilluna og hætta að spila í NFL-deildinni. Honum snerist hugur, fékk risasamning og stefnir nú á að vinna deildina annað árið í röð með Los Angeles Rams.

Kynþáttahatrið sé nú enn eitt atriðið sem þurfi að komast yfir

Gareth Southgate, þjálfari enska karlalandsliðsins í fótbolta, segir að kynþáttahatur í garð hörunddökkra leikmanna liðsins eftir tapið í vítaspyrnukeppni fyrir Ítalíu í úrslitum Evrópumótsins síðasta sumar gæti haft áhrif á val á spyrnumönnum.

Ragnar heim í Hamar

Ragnar Ágúst Nathanaelsson hefur samið við uppeldisfélag sitt Hamar og mun leika með liðinu í 1. deild karla í körfubolta á komandi leiktíð. Hann var orðaður við ýmis lið í Subway deildinni en ákvað á endanum að söðla um og halda heim á leið.

Sjá næstu 50 fréttir