Handbolti

Lilja heim í Val en Ásdís áfram úti

Valur Páll Eiríksson skrifar
Lilja Ágústsdóttir verður aftur í Valstreyjunni á næsta tímabili.
Lilja Ágústsdóttir verður aftur í Valstreyjunni á næsta tímabili. Vísir/Hulda Margrét

Handboltakonan Lilja Ágústsdóttir er komin heim til Vals frá Lugi í Lundi í Svíþjóð eftir stutt stopp. Hún fór út til Svíþjóðar í janúar.

Lilja fór sem lánsmaður til Lugi í janúar en hún hafði þá leikið ellefu leiki fyrir Val og skorað í þeim 26 mörk. Möguleiki var á því að framlengja samninginn við Lugi í sumar um tvö ár en Lilja hefur frekar ákveðið að koma heim og klára nám.

„Það var frá­bær reynsla að fara til Lugi þó þetta hafi verið bara hálft tíma­bil. Ég vil koma heim og klára námið og stefni svo á að fara aft­ur út í at­vinnu­mennsku,” er haft eftir Lilju í tilkynningu Vals.

Ásdís Þóra Ágúst­dótt­ir, eldri syst­ir Lilju, verður áfram með Lugi en hún er að jafna sig á löngum og erfiðum meiðslum. Báðar eru þær dætur Ágústs Þórs Jóhannssonar, þjálfara kvennaliðs Vals.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×