Fleiri fréttir

Hólmbert og félagar halda toppsætinu | Alfons lék allan leikinn í tapi

Það voru Íslendingar í eldlínunni í tveimur af fjórum leikjum í norska fótboltanum í dag. Hólmbert Aron Friðjónsson og félagar hans í Lillestrøm eru enn á toppi deildarinnar efitr 2-2 jafntefli gegn Tromsø, en Alfons Sampsted og norsku meistararnir í Bodø/Glimt þurftu að sætta sig við 3-1 tap gegn Molde.

Ari Freyr lagði upp mark í jafntefli

Ari Freyr Skúlason lagði upp fyrra mark Norrköping þegar liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Elfsborg í sænsku efstu deildinni í fótbolta karla í dag. 

Mikil sveifla á tveimur vikum hjá Brann og Avaldsnes

Brann kreisti fram 2-1 sigur með sigurmarki í uppbótartíma þegar liðið sótti Avaldsnes heim í 12. umferð norsku efstu deildarinnar í fótbolta kvenna í dag. Tvær vikur eru síðan Brann vann 10-0 stórsigur í deildarleik liðanna. 

Freyr endaði frábært tímabil með sigri

Lærisveinar Freys Alexanderssonar hjá Lyngby báru sigurorð af Frederica með einu marki gegn einu þegar liðin mættust í lokaumferð dönsku B-deildarinnar í fótbolta karla í dag. 

Agla María missti af tveimur stigum í toppbaráttunni

Agla María Albertsdóttir, landsliðskona í fótbolta, kom inná sem varamaður þegar lið hennar Häcken gerði markalaust jafntefli við Djurgärden þegar liðin mættust í sænsku efstu deildinni í dag. 

Marcelo kveður með viðeigandi hætti

Brasilíski vinstri bakvörðurinn Marcelo sem leikið með nýkrýndum sigurvegurum í Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla, Real Madrid í 15 ár, mun róa á önnur mið í sumar.  

Óttar Magnús heldur áfram að skora

Framherjinn Óttar Magnús Karlsson skoraði mark Oakland Roots þegar liðið gerði 1-1 jafntefli í leik sínum á móti Sacramento Republis í næstefstu deild bandarísku deildarkeppninnar í fótbolta í nótt. 

Conte byrjaður að styrkja hóp sinn

Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur, er að tryggja sér þjónustu fyrrverandi lærisveins síns en króatíski kantmaðurinn Ivan Perisic er að ganga til liðs við félagið.

Sara Björk utan hóps í stórleiknum í kvöld

Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, verður ekki í leikmannahópi Lyon þegar liðið mætir Paris Saint-Germain í toppslag í frönsku efstu deildinni í kvöld. 

Dagskráin í dag: Fram getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn

Sportrásir Stöðvar 2 eru gjörsamlega smekkfullar af beinum útsendingum á sannkölluðum sófasunnudegi. Alls eru 19 beinar útsendingar í boði og þar ber hæst að nefna leik Vals og Fram í úrslitaeinvígi Olís-deildar kvenna þar sem Fram getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri.

Ancelotti: Ég er metamaður

Carlo Ancelotti varð í kvöld fyrsti þjálfarinn í sögunni til að vinna Meistaradeild Evrópu fjórum sinnum. Hann vann hana í tvígang með AC Milan og hefur nú unnið hana tvisvar með Real Madrid.

Grétar Ari og félagar úr leik

Grétar Ari Guðjónsson og félagar hans í Nice eru úr leik í umspilinu um sæti í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta eftir fjögurra marka tap gegn Selestat í kvöld, 28-32.

Finna til mikillar ábyrgðar

Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu þar sem Liverpool og Real Madrid eigast við fer fram í kvöld. Hérlendis má finna fjölda stuðningsmanna Liverpool sem vona ekkert heitar en að lið þeirra vinni.

Valskonur unnu örugglega og Selfyssingar snéru taflinu við

Öllum fimm leikjum dagsins í Mjólkurbikar kvenna er nú lokið, en seinustu tveim lauk nú rétt í þessu. Valskonur gerðu góða ferð norður og unnu 1-4 sigur gegn Tindastól og Selfyssingar unnu 3-1 sigur gegn Aftureldingu eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik.

Erlingur: Eiginlega bara ekkert sár með neitt

Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, var nokkuð sáttur með spilamennsku síns liðs í dag þrátt fyrir ósigur sem skilaði Valsmönnum Íslandsmeistaratitlinum í handbolta.

„Að vera þjálfari eru bullandi áhyggjur út í eitt“

„Mér líður þokkalega, ég skal viðurkenna það,” sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals í viðtali við Stefán Árna Pálsson og félaga eftir að Valsmenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta.

Martin og félagar jöfnuðu metin

Martin Hermannsson og félagar hans í Valencia unnu góðan sjö stiga sigur er liðið heimsótti Baskonia í öðrum leik liðanna í fjórðungsúrslitum spænsku ACB-deildarinnar í körfubolta í kvöld, 81-89.

„Að vera með þessum helvítis kóngum í liði“

Mikilvægasti leikmaður úrslitaeinvígis Olís-deildar karla, Stiven Tobar Valencia, var að vonum í skýjunum eftir að Valsmenn urðu Íslandsmeistarar eftir sigur á Eyjamönnum, 30-31, í Vestmannaeyjum í dag.

Valgeir og félagar á toppnum eftir ótrúlegan sigur í Íslendingaslag

Valgeir Lunddal Friðriksson og félagar hans í Häcken eru á toppnum í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir 4-3 sigur gegn Aroni Bjarnasyni og félögum hans í Sirius. Heimamenn í Häcken léku manni færri stóran hluta síðari hálfleiks, en náðu að kreista fram sigur.

Sjö ís­lensk mörk er Mag­deburg flaug í úr­slit

Magdeburg er komið í úrslit Evrópudeildarinnar í handbolta eftir fimm marka sigur á Nexe Našice frá Króatíu, lokatölur 34-29 Íslendingaliðinu í vil. Alls litu sjö íslensk mörk dagsins ljós í dag.

Willum Þór á skotskónum og BATE enn ó­sigrað

Frábært gengi BATE Borisov í hvít-rússnesku úrvalsdeildinni í fótbolta heldur áfram. Willum Þór Willumsson var á skotskónum er liðið vann þægilegan 3-0 sigur á botnliði Dynamo Brest.

Sjá næstu 50 fréttir