Sport

Sara Björk utan hóps í stórleiknum í kvöld

Hjörvar Ólafsson skrifar
Sara Björk Gunnarsdóttir með Meistaradeildarbikarinn í höndunum. 
Sara Björk Gunnarsdóttir með Meistaradeildarbikarinn í höndunum.  Vísir/Getty

Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, verður ekki í leikmannahópi Lyon þegar liðið mætir Paris Saint-Germain í toppslag í frönsku efstu deildinni í kvöld. 

Lyon verður franskur meistari ef liðið nær að næla sér í stig í þessum leik en liðið vann á dögunum Meistaradeild Evrópu. 

Sara Björk er á förum frá franska stórveldinu í sumar en hún hefur greint frá óánægju sinni með skort á stuðningi frá forráðamönnum Lyon á meðan hún var barnshafandi. 

Fyrsta barn hennar og Árna Vilhjálmssonar fæddist í nóvember og Sara Björk snéri aftur inn á fótboltavöllinn í mars fyrr á þessu ári. 

Líklegt er að sú staðreynd að Sara Björk sé að yfirgefa Lyon eftir keppnistímabilið sem er að ljúka hafi áhrif á liðsvalið í stórleiknum í kvöld.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×