Sport

Klopp hvatti stuðningsmenn til að bóka hótel í Istanbúl

Hjörvar Ólafsson skrifar
Jürgen Klopp var stoltur af líði sínu þrátt fyrir tapið í gær. 
Jürgen Klopp var stoltur af líði sínu þrátt fyrir tapið í gær.  Vísir/Getty

Jürgen Klopp var upplitsdjarfur og spenntur fyrir framtíðinni þrátt fyrir svekkjandi tap Liverpool gegn Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta karla í gærkvöldi. 

„Ég er með frábæran leikmannahóp í höndunum sem getur barist um alla titla sem í boði eru. Þannig verður það einnig á næsta keppnistímabili," sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool eftir að lið hans laut í lægra haldi fyrir Real Madrid í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í París í gærkvöldi. 

„Hvar verður úrslitaleikurinn í keppninni á næstu leiktíð. Istanbúl er það ekki. Farið að huga að því að bóka hótel þar," sagði Klopp við stuðningsmenn Liverpool. 

„Það er góður árangur að komast í úrslitaleikinn og við getum borið höfuðið hátt þrátt fyrir að hafa ekki náð þeim úrslitum sem við vildum. 

Nú hvílum við okkur, fáum góðan nætursvefn og þegar rykið hefust sest munum við átta okkur á að tímabilið var frábært," sagði Þjóðverjinn en Liverpool-liðið mun fagna góðum árangri á tímabilinu í heimaborg sinni. 

 

Liverpool hafnaði í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar einu stigi á eftir Manchester City, varð enskur bikarmeistari og sigraði enska deildarbikarinn. Auk þess varð liðið að sætta sig við silfur í Meistaradeild Evrópu. 

„Við erum á góðum stað með liðið þessa stundina og munum mæta öflugir til leiks á næsta tímabili og gera atlögu að þessum titlum aftur," sagði hann um framhaldið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×