Fleiri fréttir

Lukaku áfram hjá Chelsea eftir sáttafund

Belgíski framherjinn Romelu Lukaku verður ekki seldur eða lánaður frá Chelsea í janúar eða næsta sumar, þrátt fyrir viðtalið við Sky á Ítalíu sem fór illa í forráðamenn enska knattspyrnufélagsins.

Handrið gaf sig og áhorfendur hrundu til jarðar

Betur fór en á horfðist þegar handrið í áhorfendastúku á FedEx-velli Washington gaf sig er Washington Football Team tók á móti Philadelphia Eagles í NFL-deildinni í amerískum fótbolta í nótt.

„Wolves er besta liðið sem við höfum spilað við“

Manchester United tapaði sínum fyrsta deildarleik undir stjórn Ralf Rangnick er liðið tók á móti Wolves í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur urðu 0-1 og Þjóðverjinn segir liðið ekki hafa spilað vel.

Derby taplaust í fjórum eftir ótrúlega endurkomu

Wayne Rooney og lærisveinar hans í Derby County halda áfram að kroppa í stig í botnbaráttunni í ensku 1. deildinni. Liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Reading í dag eftir að hafa lent 2-0 undir.

Leikur sinn fyrsta leik í rúmlega sjöhundruð daga

Enski knattspyrnumaðurinn Phil Jones er í byrjunarliði Manchester United sem leikur gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni í þessum töluðu orðum. Hann lék seinast fyrir United þann 26. janúar árið 2020.

Leika líka við Finna á Spáni

Nú er orðið ljóst hverjir verða andstæðingar íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í vináttulandsleikjum liðsins í lok mars.

Hápunktur ársins hjá Anníe Mist var ekki bronsið á heimsleikunum

Þú hefðir reitt Anníe Mist Þórisdóttur til reiði ef þú hefðir í upphafi árs talið upp fyrir hana það sem hún svo afrekaði á árinu 2021. Svo mögnuð var endurkoma okkar konu að hún hefði ekki sætt sig við slíkar væntingar fyrir tólf mánuðum síðan.

Fimmtíu stig dugðu til sigurs í framlengingu

Boston Celtics lentu í miklu basli gegn einu slakasta liði NBA-deildarinnar í körfubolta í gærkvöld, Orlando Magic, en þökk sé mögnuðum Jaylen Brown tókst Boston að merja sigur í framlengdum leik, 116-111.

Peter Wright í úrslit á HM í pílu

Peter „Snakebite“ Wright er kominn í úrslit á heimsmeistaramótinu í pílukasti sem fer fram í Ally Pally í London. Hann mætir þar Michael Smith.

Bully Boy í úrslit í Ally Pally

Michael Smith, oft nefndur Bully Boy, er kominn áfram í úrslit á heimsmeistaramótinu í Pílukasti sem fram fer þessa dagana í London. Hann bar sigurorð af James Wade í undanúrslitum í kvöld, 6-3.

Frank Booker í Breiðablik

Fran Aron Booker, fyrrum leikmaður Vals, er genginn til liðs við Breiðablik í Subwaydeild karla.

Sjá næstu 50 fréttir