Körfubolti

Valskonur búnar að finna nýjan leikmann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Heta Äijänen er fjölhæfur leikmaður sem ætti að styrkja Valsliðið inn í teig.
Heta Äijänen er fjölhæfur leikmaður sem ætti að styrkja Valsliðið inn í teig. Valur Körfubolti

Íslandsmeistarar Vals hafa styrkt liðið sitt fyrir seinni hluta tímabilsins en finnsk körfuboltakona hefur skrifað undir samning við liðið.

Nýr leikmaður Vals heitir Heta Äijänen en hún er 24 ára og 186 sentimetra framherji sem getur leyst stöður þrjú til fimm á vellinum.

Heta spilaði fyrir áramót með Advisora Mataro Maresme á Spáni og var með 5,2 stig og 1,9 fráköst í leik.

Árið áður lék hún með Forssan Alku í Finnlandi hvar hún skilaði 11,5 stigum, 4,6 fráköstum og 1,4 stoðsendingu í leik.

Valsiðið hefur leikið án landsliðsmiðherjans Hildar Bjargar Kjartansdóttur allt tímabilið en hún glímir við eftirmála höfuðhöggs.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.