Körfubolti

Frank Booker í Breiðablik

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Booker lék síðast með Val
Booker lék síðast með Val Vísir/Daníel

Fran Aron Booker, fyrrum leikmaður Vals, er genginn til liðs við Breiðablik í Subwaydeild karla.

Booker, sem er 27 ára gamall, spilaði síðast fyrir Val fyrir tveimur árum og skoraði þá 15,3 stig í leik fyrir liðið sem átti þó ekkert sérstöku gengi að fagna. Hann hefur leikið fjóra landsleiki fyrir Íslands hönd.

Áður lék hann í háskólaboltanum og lék bæði með Oklahoma Sooners sem og South Carolina Gamecocks. Á þessu árum lék hann með nokkrum leikmönnum sem síðar spiluðu í NBA deildinni eins og til að mynda Buddy Hield, bakvörð Sacramento Kings.

Booker er mjög sterk þriggja stiga skytta og mun væntanlega henta vel í lið Breiðabliks sem hefur vakið athygli í Subway deildinni fyrir skemmtilega spilamennsku undir stjórn þjálfarans Péturs Ingvarssonar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.