„Mér finnst alltaf jafn gaman að fá rokk stigin“ Atli Arason skrifar 3. janúar 2022 22:27 Hilmar Smári Henningsson segir að troðslan í traffík komi við gott tækifæri. Mynd/FIBA Hilmar Smári Henningsson, leikmaður Stjörnunnar, var kampakátur með 20 stiga sigur á Njarðvík í kvöld, 97-77. „Þetta var frábært, mjög góður sigur. Loksins byrjum við leik frá fyrstu mínútu og náum að setja saman fjörutíu mínútur þó það komu nokkrar mínútur undir lokin þar sem við döluðum aðeins. Þrátt fyrir það er ég þvílíkt sáttur með sigurinn,“ sagði Hilmar í viðtali við Vísi eftir leik. Stjarnan byrjaði leikin vel og leiddi alveg frá upphafi til enda en heimamenn komust mest í 26 stiga forskot í upphafi síðari hálfleiks. „Að sjálfsögðu hjálpar það [að byrja vel] en eins og við vitum í þessari deild og hefur marg oft komið fyrir, þá geta lið komið til baka. Eins og við sjálfir í síðasta leik gegn Blikum þegar við vorum 18 stigum undir og komum til baka til að sigra. Það er ekkert sjálfsagt að vinna leikin þegar maður er 20 stigum yfir. Það þarf þvílíkan kjark, metnað og einbeitingu til að halda þessu forskoti. Ég er þvílíkt sáttur með liðið að ná að halda þessari forystu í þennan tíma.“ Hilmar átti mjög fínan leik í kvöld með 14 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar. Það komu alls fjórar fallegar troðslur í þessum leik en enginn þeirra kom frá Hilmari. Sigurður Orri Kristjánsson og Tómas Steindórsson í útvarpsþættinum Boltinn Lýgur Ekki hafa mikið verið að kalla eftir því að Hilmar troði í traffík og Hilmar hefur orðið var við þá umræðu og hafði mikið gaman af er hann var spurður út í þessi ummæli þeirra BLE bræðra. „Það kemur bara við gott tækifæri,“ sagði Hilmar og hló mikið áður en hann bætti við, „ég er ekki að reyna að þrýsta neinu, þetta er bara tvö stig. Mér finnst alltaf jafn gaman að fá rokk stigin. Það kannski styttist í þetta, við sjáum til,“ svaraði Hilmar með stórt glott út af eyrum. Næsta leik Stjörnunnar í deildinni gegn ÍR hefur verið frestað og Stjarnan þarf að sitja hjá í næstu umferð áður en þeir leika bikarleik gegn Keflavík þann 12. janúar. „Þetta er kannski aðeins of löng pása en eins og allir vita þá eru þetta skrítnir tímar og við þurfum að vera tilbúnir í hvað sem er, hvort sem það er lítil pása eða löng pása. Við fengum litla pásu fyrir þennan leik og svo verður lengri pása fyrir næsta leik. Við aðlögumst bara aðstæðum og æfum harðar. Arnar elskar allavegana að láta okkur æfa hart,“ sagði Hilmar Smári Henningsson að endingu. Stjarnan Subway-deild karla Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Enski boltinn „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Fleiri fréttir Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Sjá meira
„Þetta var frábært, mjög góður sigur. Loksins byrjum við leik frá fyrstu mínútu og náum að setja saman fjörutíu mínútur þó það komu nokkrar mínútur undir lokin þar sem við döluðum aðeins. Þrátt fyrir það er ég þvílíkt sáttur með sigurinn,“ sagði Hilmar í viðtali við Vísi eftir leik. Stjarnan byrjaði leikin vel og leiddi alveg frá upphafi til enda en heimamenn komust mest í 26 stiga forskot í upphafi síðari hálfleiks. „Að sjálfsögðu hjálpar það [að byrja vel] en eins og við vitum í þessari deild og hefur marg oft komið fyrir, þá geta lið komið til baka. Eins og við sjálfir í síðasta leik gegn Blikum þegar við vorum 18 stigum undir og komum til baka til að sigra. Það er ekkert sjálfsagt að vinna leikin þegar maður er 20 stigum yfir. Það þarf þvílíkan kjark, metnað og einbeitingu til að halda þessu forskoti. Ég er þvílíkt sáttur með liðið að ná að halda þessari forystu í þennan tíma.“ Hilmar átti mjög fínan leik í kvöld með 14 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar. Það komu alls fjórar fallegar troðslur í þessum leik en enginn þeirra kom frá Hilmari. Sigurður Orri Kristjánsson og Tómas Steindórsson í útvarpsþættinum Boltinn Lýgur Ekki hafa mikið verið að kalla eftir því að Hilmar troði í traffík og Hilmar hefur orðið var við þá umræðu og hafði mikið gaman af er hann var spurður út í þessi ummæli þeirra BLE bræðra. „Það kemur bara við gott tækifæri,“ sagði Hilmar og hló mikið áður en hann bætti við, „ég er ekki að reyna að þrýsta neinu, þetta er bara tvö stig. Mér finnst alltaf jafn gaman að fá rokk stigin. Það kannski styttist í þetta, við sjáum til,“ svaraði Hilmar með stórt glott út af eyrum. Næsta leik Stjörnunnar í deildinni gegn ÍR hefur verið frestað og Stjarnan þarf að sitja hjá í næstu umferð áður en þeir leika bikarleik gegn Keflavík þann 12. janúar. „Þetta er kannski aðeins of löng pása en eins og allir vita þá eru þetta skrítnir tímar og við þurfum að vera tilbúnir í hvað sem er, hvort sem það er lítil pása eða löng pása. Við fengum litla pásu fyrir þennan leik og svo verður lengri pása fyrir næsta leik. Við aðlögumst bara aðstæðum og æfum harðar. Arnar elskar allavegana að láta okkur æfa hart,“ sagði Hilmar Smári Henningsson að endingu.
Stjarnan Subway-deild karla Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Enski boltinn „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Fleiri fréttir Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti