Fleiri fréttir

Andri Fannar í danska stórveldið

Landsliðsmaðurinn ungi Andri Fannar Baldursson er genginn í raðir danska stórliðsins FC Köbenhavn. Hann kemur til félagsins að láni frá Bologna á Ítalíu.

Lands­liðs­fyrir­liðinn með veiruna

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, er með kórónuveiruna. Stutt er í næstu leiki landsliðsins sem verða í undankeppni HM 2022. Óvíst er hvort þetta hafi áhrif á komandi verkefni.

Manchester United jafnaði úti­vallar­met Arsenal um helgina

Manchester United gerði 1-1 jafntefli við Southampton á St. Mary´s-vellinum um helgina er liðin mættust í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Með því jafnaði liðið met Arsenal yfir flesta leiki í röð á útivelli án þess að bíða ósigurs.

Leik Nice og Marseille frestað eftir að Payet kastaði flösku upp í stúku

Það var allt á suðupunkti þegar að Nice tók á móti Marseille í frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Hætta þurfti leik þegar að stuðningsmenn ruddust inn á völlinn eftir að Dimitri Payet, leikmaður Marseille, fékk flösku í bakið og kastaði henni aftur upp í stúku.

Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Valur 2-1 | Víkingar frábærir er þeir jöfnuðu Valsmenn að stigum á topp deildarinnar

Víkingur átti einn besta hálfleik sem sést hefur til að vinna Valsmenn á heimavelli fyrr í kvöld 2-1. Kwame Quee og Viktor Örlygur Arnarson sáu um að skora en bæði mörkin komu í fyrri hálfleik sem var algjörlega í eign hiemamanna sem létu Valsmenn líta mjög illa út. Leikurinn jafnaðist í seinni hálfleik en Víkingur var heilt yfir betra liðið og unnu leikinn verðskuldað.

Arnar Gunnlaugss.: Við vorum með 11 hetjur í kvöld

Arnar Gunnlaugsson var heldur betur ánægður með sína menn þegar þeir unnu Valsmenn í toppslag 18. umferðar Pepsi Max deildarinnar. Hann var sérstaklega ánægður með fyrri hálfleikinn en einnig hvernig liðið hans er að vaxa og dafna.

Xherdan Shaqiri á leið til Lyon

Svisslendingurinn Xherdan Shaqiri er á förum frá enska knattspyrnufélaginu Liverpool. Hann er á leiðinni í frönsku deildina þar sem hann mun spila með Lyon.

Hólmar Örn skoraði í stórsigri

Hólmar Örn Eyjólfsson og félagar hans í norska liðinu Rosenborg unnu 4-0 stórsigur gegn Odd þegar liðin mættust í norsku deildinni í dag. Hólmar Örn skoraði fyrsta mark leiksins.

Spánar­meistarar Atlético byrja á sigri

Angel Correa sá til þess að Spánarmeistarar Atlético Madrid hófu tímabilið á sigri er liðið mætti Elche í fyrstu umferð La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar. Lokatölur 1-0, einkar óvænt eða hitt þó heldur.

Lukaku: „Við stjórnuðum leiknum“

Romelu Lukaku skoraði sitt fyrsta mark í ensku úvalsdeildinni eftir endurkomu sína til Chelsea í 2-0 sigri gegn Arsenal í dag. Hann segir liðið hafi stjórnað leiknum og að þeir hefðu getað skorað meira.

Viðar Örn og Viðar Ari skoruðu í jafntefum - Alfons og félagar með stórsigur

Fjórir leikir fóru fram í norska boltanum í dag og það voru Íslendingar í eldlínunni í þremur þeirra. Alfons Sampsted og félagar hans í Bodø/Glimt unnu 3-0 sigur gegn Kristiansund, Viðar Örn Kjartansson skoraði eina mark Vålerenga í 1-1 jafntefli gegn öðru Íslendingaliði Viking og Viðar Ari Jónsson og Adam Örn Arnarson skiptu stigunum á milli sín í Íslendingaslag.

Lukaku enduropnaði markareikning sinn á Englandi

Chelsea vann góðan 2-0 sigur gegn Arsenal í Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni í dag. Chelsea hefur því unnið báða leiki sína í upphafi tímabils, á meðan að Arsenal er enn í leit að sínum fyrstu stigum.

Solskjær um mark Southampton: „100% brot“

Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, og Mason Greenwood markaskorari liðsins í 1-1 jafntefli við Southampton vildu báðir fá aukaspyrnu í aðdraganga marks Southampton í leiknum.

Greenwood bjargaði stigi fyrir United

Southampton og Manchester United gerðu 1-1 jafntefli er þau mættust í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta á St. Mary's á suðurströnd Englands í dag. Mark Masons Greenwood bjargaði stigi fyrir United.

Áslaug Munda á leið í Harvard - Kvaddi Blika með glæsimarki

Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir átti stórleik, líkt og flestir aðrir leikmenn Breiðabliks, er liðið vann sannfærandi 8-1 sigur á Gintra í úrslitaleik um sæti í 2. umferð í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í Litáen í gær. Áslaug var að leika sinn síðasta leik fyrir Blikakonur í bili.

„Hæfileikabúnt og einstakur leikmaður“

Baldur Sigurðsson, leikmaður Fjölnis og sérfræðingur Pepsi Max Stúkunnar, jós lofi yfir Jónatan Inga Jónsson, leikmann FH, eftir frammistöðu hans í 5-0 sigri liðsins á Keflavík í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í gær.

Hverjir eru andstæðingar Breiðabliks?

Breiðablik dróst í dag gegn Króatíumeisturum Osijek í 2. umferð Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Liðið sem vinnur einvígið fer í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Með hausinn í lagi

Aden Flint, miðvörður Cardiff City, er markahæsti leikmaður Championship-deildarinnar á Englandi þegar fjórum umferðum er lokið í deildinni. Öll átta mörk Cardiff á leiktíðinni hafa verið skoruð með skalla.

Rangárnar standa upp úr í sumar

Þegar listinn yfir aflahæstu árnar er skoðaður standa Rangárnar upp úr í sumar og líklega fara þær báðar yfir 3.000 laxa

Fín veiði í Kvíslaveitum

Við höfum ekki fengið margar fréttir ofan af hálendinu í sumar og þess vegna er gaman að fá loksins í blálokin á veiðitímanum þar smá fréttir.

Elísabet varð fjórða í Nairóbi

Elísabet Rut Rúnarsdóttir varð fjórða í sleggjukasti á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum fyrir 20 ára og yngri sem fram fer í Nairóbi í Kenýa. Hún var aðeins hálfum metra frá eigin Íslandsmeti.

Norðurlandabarátta fyrir lokahringinn á Opna breska

Hin sænska Anna Nordqvist lék besta hring mótsins á Opna breska meistaramótinu í golfi á Carnoustie-vellinum í Skotlandi í gær. Hún deilir forystunni með hinni dönsku Nönnu Koertz Madsen á afar jöfnu móti. Lokahringurinn fer fram í dag.

Sjá næstu 50 fréttir