Fleiri fréttir

Enginn skorað jafn mikið og Lewandowski í tæpa hálfa öld

Robert Lewandowski skoraði fyrsta mark leiksins þegar Bayern München og SC Freiburg gerðu 2-2 jafntefli í gær. Þetta var mark númer 40 hjá pólska framherjanum á tímabilinu, en enginn leikmaður hefur skorað svo mörg mörk á einu tímabili í þýsku úrvalsdeildinni síðan að Gerd Müller gerði það fyrir 49 árum.

Þórsaraslagur í Þorlákshöfn

Þór Þorlákshöfn tekur á móti nöfnum sínum í Þór Akureyri í fyrstu viðureign liðanna í átta liða úrslitum Domino's deildar karla í kvöld. Þór Þ. hafnaði í öðru sæti deildarinnar, en Þór Ak. í því sjöunda. Sérfræðingar körfuboltakvölds fóru yfir þessa viðureign í þætti sínum í vikunni.

Ólafur hefði verið rekinn sama hvað

Ólafi Kristjánssyni var sagt upp störfum hjá Esbjerg í vikunni eftir að ljóst varð að liðið myndi ekki vinna sér inn sæti í dönsku úrvalsdeildinni. Eigendur félagsins hafa nú sagt að Ólafur hefði verið látið taka pokann sinn þó að hann færi upp með liðið.

Zlatan ekki með á EM

Zlatan Ibrahimović verður ekki með sænska landsliðinu á EM í sumar. Hann fór meiddur af velli í 3-0 sigri AC Milan á Juventus og í gær var staðfest að framherjinn sænski myndi ekki taka þátt á EM vegna meiðslanna.

Var hálfgert fát á mönnum til að byrja með

Hjalti Vilhjálmsson, þjálfari Keflvíkinga var að vonum sáttur eftir sigur í fyrsta leik í viðureigninni við Tindastól. Skotin voru ekki að detta hjá hans mönnum en Hjalti var sáttur við viðbrögðin. Lokatölur 79-71 Keflavík í vil.

Roma vann borgarslaginn um Róm

Roma lagði Lazio 2-0 í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, í kvöld. Segja má að lítið hafi verið undir í leiknum en ljóst að montréttur Rómarborgar skiptir miklu máli.

Willum Þór kom inn af bekknum og tryggði BATE sigur

BATE Borisov vann í kvöld 3-2 sigur á Rukh Brest í úrvalsdeildinni í knattspyrnu í Hvíta-Rússlandi. Willum Þór Willumsson hóf leikinn en kom inn af bekknum í síðari hálfleik og tryggði sigur BATE.

Mjög gott að sjá að við getum líka spilað vörn

Stjarnan vann góðan þriggja marka sigur á Val í kvöld, 31-28. Góður lokakafli Stjörnunnar varð til þess að þeir lönduðu sigrinum sem Patrekur Jóhannesson þjálfari liðsins var sáttur með.

Leicester City bikar­meistari í fyrsta sinn í sögu fé­lagsins

Leicester City lagði Chelsea 1-0 í úrslitum FA-bikarsins sem fram fór á Wembley í Lundúnum fyrir framan 20 þúsund manns í dag. Youri Tielemans með glæsilegt mark í síðari hálfleik og það dugði þó mikil dramatík hafi verið undir lok leiks.

Enn eitt jafn­tefli Þróttar í Kefla­vík

Keflavík og Þróttur Reykjavík gerðu 2-2 jafntefli í leik liðanna í Pepsi Max deild kvenna í Keflavík nú rétt í þessu. Var þetta þriðja jafntefli Þróttar í jafn mörgum leikjum í sumar.

Vestri sótti endurkomusigur gegn Þrótti R.

Þróttur Reykjavík tók á móti Vestra í annari umferð Lengjudeildar karla í dag. Vestri voru marki undir þegar fjórar mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma en unnu á einhvern ótrúlegan hátt 3-1 sigur. 

Fyrsti sigur Tinda­stóls í sögu efstu deildar kominn í hús

Tindastóll tók á móti ÍBV í Pepsi Max deild kvenna í dag. Þetta var þriðji leikur ÍBV á tímabilinu, en aðeins annar leikur Tindastóls. Tindastóll vann góðan 2-1 sigur og er þar af leiðandi komið með sinn fyrsta sigur í sögu efstu deildar kvenna í knattspyrnu.

NBA dagsins: Russel Westbrook heldur áfram að bæta metið

Það voru átta leikir á dagskrá í NBA deildinni í nótt. Russel Westbrook var enn eina ferðina með þrefalda tvennu í 120-105 sigri Washington Wizards gegn Cleveland Cavaliers, og heldur áfram að bæta það met. Þá unnu Houston Rockets óvæntan 122-115 sigur gegn LA Clippers.

Einvígi í stað brúðkaups

Grindavík heimsækjir Stjörnuna í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Domino's deildar karla í kvöld. Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur, ætlaði að gifta sig í dag, en það verður víst að bíða betri tíma.

Jói Berg og félagar steinlágu fyrir Leeds

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley fengu Leeds í heimsókn á Turf Moor í næstsíðasta heimaleik tímabilsins. Leeds fór með eins marks forskot inn í hálfleikinn, en þrjú mörk í seinni hálfleik tryggðu öruggan 4-0 sigur gestanna.

Körfuboltakvöld kvenna: Keflavík fann engin svör við vörn Hauka

Í Körfuboltakvöldi kvenna í gærkvöldi var farið yfir fyrsta leik Hauka og Keflavíkur í úrslitakeppni Domino's deildarinnar. Sérfræðingar kvöldsins voru sammála um það að Keflvíkingar hafi átt í erfiðleikum með að finna svör við þéttri vörn Hauka.

Mason Mount: Ég vil vinna titla með Chelsea

Chelsea mætir Leicester í úrslitum FA bikarsins í dag. Mason Mount segist vilja feta í fótspor goðsagna Chelsea sem unnu titla með félaginu. Hann segist vilja byrja á að landa FA bikarnum gegn Leicester í dag.

HK tryggði sér sæti í Olís-deildinni

HK tryggði sér sæti í Olís-deild karla á næsta tímabili með öruggum 13 marka sigri gegn ungmennaliði Fram í lokaumferð Grill 66 deildinni. Lokatölur 29-16, en HK náði í 32 stig af 36 mögulegum.

RNG enn ósigraðir á MSI

Fyrsti dagur milliriðilsins fór fram á MSI mótinu í League of Legends sem haldið er í Laugardalshöll í dag. RNG sigraði báða leiki sína, og eru því ósigraðir í tíu leikjum.

Sjá næstu 50 fréttir