Handbolti

HK tryggði sér sæti í Olís-deildinni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Pálmi Fannar og félagar hans í HK tryggðu sér sæti í Olís-deildinni í kvöld.
Pálmi Fannar og félagar hans í HK tryggðu sér sæti í Olís-deildinni í kvöld. Vísir/Stefán

HK tryggði sér sæti í Olís-deild karla á næsta tímabili með öruggum 13 marka sigri gegn ungmennaliði Fram í lokaumferð Grill 66 deildinni. Lokatölur 29-16, en HK náði í 32 stig af 36 mögulegum.

Víkingur endar í öðru sæti með jafn mörg stig, en HK er með betri árangur í innbyrgðis viðureignum.

Víkingur þarf því að fara í gegnum umspil til að eiga möguleika á sæti í deild þeirra bestu, ásamt Fjölni, Kríu og Herði.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.