Körfubolti

NBA dagsins: Russel Westbrook heldur áfram að bæta metið

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Russel Westbrook var enn eina ferðina með þrefalda tvennu gegn Cleveland Cavaliers í nótt.
Russel Westbrook var enn eina ferðina með þrefalda tvennu gegn Cleveland Cavaliers í nótt. Scott Taetsch/Getty Images

Það voru átta leikir á dagskrá í NBA deildinni í nótt. Russel Westbrook var enn eina ferðina með þrefalda tvennu í 120-105 sigri Washington Wizards gegn Cleveland Cavaliers, og heldur áfram að bæta það met. Þá unnu Houston Rockets óvæntan 122-115 sigur gegn LA Clippers.

Washington Wizards tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni með sigri sínum í nótt. Russel Westbrook heldur áfram að bæta eigið met yfir flestar þrefaldar tvennur í NBA deildinni, en hann setti niður 21 stig, tók 12 fráköst og gaf 17 stoðsendingar á liðsfélaga sína.

Jarrett Allen var atkvæðamestur í liði Cavaliers, en hann setti niður 18 stig, tók 14 fráköst og gaf þrjár stoðsendingar.

Golden State Warriors gerðu út um úrslitakeppnisvonir New Orleans Pelicans með naumum þriggja stiga heimasigri. Lokatölur 125-122, en Jordan Poole skoraði 38 stig fyrir Golden State, ásamt því að taka fimm fráköst og gefa fjórar stoðsendingar.

Houston Rockets unnu óvæntan sjö stiga sigur þegar LA Clippers kíktu í heimsókn. Houston Rockets verma botnsæti Vesturdeildarinnar á meðan LA Clippers sitja í því fjórða.

Kelly Olynyk og Jea'Sean Tate skoruðu 20 stig hvor fyrir heimamenn, og hjálpuðu liði sínu þannig að vinna sjö stiga sigur, 122-115. Olynyk tók auk þess níu fráköst og gaf 11 stoðsendingar.

Svipmyndir úr leikjum næturinnar ásamt bestu tilþrifunum má sjá í spilaranum hér að neðan.

Klippa: NBA 15.5.21

Öll úrslit næturinnar:

Cleveland Cavaliers 105 - 120 Washington Wizards

Denver Nuggets 104 - 91 Detroit Pistons

Orlando Magic 97 - 122 Philadelphia 76ers

Utah Jazz 109 - 93 Oklahoma City Thunder

Sacramento Kings 106 - 107 Memphis Grizzlies

Toronto Raptors 110 - 114 Dallas Mavericks

LA Clippers 115 - 122 Houston Rockets

New Orleans Pelicans 122 - 125 Golden State Warriors

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×