Handbolti

Mjög gott að sjá að við getum líka spilað vörn

Andri Már Eggertsson skrifar
Patrekur var afar ánægður með varnarleik liðsins.
Patrekur var afar ánægður með varnarleik liðsins. Vísir/Hulda

Stjarnan vann góðan þriggja marka sigur á Val í kvöld, 31-28. Góður lokakafli Stjörnunnar varð til þess að þeir lönduðu sigrinum sem Patrekur Jóhannesson þjálfari liðsins var sáttur með.

„Þetta var hörkuleikur, við fengum góða markvörslu, varnarlega vorum við góðir sérstaklega í fyrri hálfleik. Við komum til baka eftir slæman kafla í upphafi seinni hálfleiks, sem ég er mjög ánægður með," sagði Patrekur.

Fyrri hálfleikur Stjörnunnar var frábær þar sem þeir áttu afar góðan sóknarleik sem skilaði þeim 17 mörkum.

„Við skoruðum 17 mörk, við fengum góða vörn í fyrri hálfleik. Við vildum mæta þeim hátt á völlinn sem gekk vel. Við höfum verið að skora mikið í undanförnum leikjum og gladdist ég mest yfir því að við getum spilað góða vörn." 

Stjarnan lenti í vandræðum í upphafi seinni hálfleiks sem varð til þess að Valur komst yfir í leiknum eftir að hafa lent 4 mörkum undir í fyrri hálfleik.

„Við fengum ágætis færi á þessum kafla, Einar Baldvin varði vel á þessum tíma. Ég vill hrósa mínum mönnum fyrir að brotna ekki heldur halda áfram og koma til baka."

Stjarnan lék með örfhentan leikmann á miðjunni sem gekk vel fyrir heimamenn og gat Patrekur verið sáttur með þetta vopn í liðinu.

„Þetta útspil gekk vel á móti FH, þetta tekur smá tíma en mér fannst þetta ganga vel. Þetta er gott vopn fyrir okkur að hafa. Á þessum tíma var Brynjar Hólm vinstra megin, Hafþór á miðju og Pétur hægra megin, á meðan voru Björgvin og Tandri á bekknum," sagði Patrekur að lokum.


Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×