„Sé ekki hvernig Tindastóll á að eiga nokkurn möguleika“ Sindri Sverrisson skrifar 15. maí 2021 12:32 Það er erfitt að sjá að eitthvað lið geti stöðvað Deane Williams og félaga sem urðu deildarmeistarar á dögunum með miklum yfirburðum. vísir/vilhelm „Tindastóll gæti unnið einn leik en Keflavík vinnur alltaf þrjá leiki,“ segir Benedikt Guðmundsson um einvígi Keflavíkur og Tindastóls í 8-liða úrslitum Dominos-deildarinnar í körfubolta sem hefst í kvöld. Benedikt og Teitur Örlygsson ræddu við Kjartan Atla Kjartansson um einvígið í Dominos Körfuboltakvöldi og drógu ekkert úr því hve mikið sigurstranglegri deildarmeistarar Keflavíkur væru. Keflavík vann báða leiki sína gegn Tindastóli af nokkru öryggi, þann seinni á Sauðárkróki án Harðar Axels Vilhjálmssonar. „Maður sér ekki í spilunum hvernig Tindastóll á að eiga nokkurn möguleika í þessari seríu,“ sagði Teitur en umræðuna má sjá hér að neðan: Klippa: Körfuboltakvöld - Einvígi Keflavíkur og Tindastóls „Við vorum að ræða um þrjá leikmenn sem gera allir tilkall til þess að vera í fimm manna úrvalsliði deildarinnar; Dominykas Milka, Deane Williams og Hörður Axel Vilhjálmsson. Þeir eru búnir að eiga skínandi leiktíð. Úrslitakeppnin snýst oft um einstaklingsviðureignir og ég veit ekki hvernig Stólarnir ætla að tækla þessa þrenningu,“ sagði Kjartan Atli. „Keflvíkingar eru með þessa tvo menn [Milka og Williams] og þeir eru bæði stærri og sterkari en nánast allir „inside“ leikmenn í deildinni. Ég sé ekki að Flenard Whitfield eigi nokkuð í þetta,“ sagði Teitur og bætti við: „Þeir stíga líka á varnarbensíngjöfina. Þeir vita hvernig á að taka leiki yfir. Þetta er svo góð blanda. Þeir eru með alla reynsluna líka. Hjalti er að gera frábæra hluti með því hvernig hann stjórnar af bekknum. Við gleymum oft Val Orra sem er einn besti „off ball spacing“ leikmaður. Hann er alltaf mættur í hornið, alltaf galopinn og þá er hann fínn skotmaður. Þetta lið er súpervel mannað.“ Tindastóll þarf að vona að nú kvikni allsvakalega á lykilmönnum liðsins, eins og til að mynda Nikolas Tomsick: „Hann getur hent í 40 stiga leiki og þegar hann er vel stilltur finnur hann jafnvægið á milli þess að skora og leita menn uppi. Þetta hefur ekki verið hans besta tímabil en við höfum inn á milli séð þann Nick Tomsick sem við hrifumst af,“ sagði Benedikt. Dominos-deild karla Keflavík ÍF Tindastóll Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
Benedikt og Teitur Örlygsson ræddu við Kjartan Atla Kjartansson um einvígið í Dominos Körfuboltakvöldi og drógu ekkert úr því hve mikið sigurstranglegri deildarmeistarar Keflavíkur væru. Keflavík vann báða leiki sína gegn Tindastóli af nokkru öryggi, þann seinni á Sauðárkróki án Harðar Axels Vilhjálmssonar. „Maður sér ekki í spilunum hvernig Tindastóll á að eiga nokkurn möguleika í þessari seríu,“ sagði Teitur en umræðuna má sjá hér að neðan: Klippa: Körfuboltakvöld - Einvígi Keflavíkur og Tindastóls „Við vorum að ræða um þrjá leikmenn sem gera allir tilkall til þess að vera í fimm manna úrvalsliði deildarinnar; Dominykas Milka, Deane Williams og Hörður Axel Vilhjálmsson. Þeir eru búnir að eiga skínandi leiktíð. Úrslitakeppnin snýst oft um einstaklingsviðureignir og ég veit ekki hvernig Stólarnir ætla að tækla þessa þrenningu,“ sagði Kjartan Atli. „Keflvíkingar eru með þessa tvo menn [Milka og Williams] og þeir eru bæði stærri og sterkari en nánast allir „inside“ leikmenn í deildinni. Ég sé ekki að Flenard Whitfield eigi nokkuð í þetta,“ sagði Teitur og bætti við: „Þeir stíga líka á varnarbensíngjöfina. Þeir vita hvernig á að taka leiki yfir. Þetta er svo góð blanda. Þeir eru með alla reynsluna líka. Hjalti er að gera frábæra hluti með því hvernig hann stjórnar af bekknum. Við gleymum oft Val Orra sem er einn besti „off ball spacing“ leikmaður. Hann er alltaf mættur í hornið, alltaf galopinn og þá er hann fínn skotmaður. Þetta lið er súpervel mannað.“ Tindastóll þarf að vona að nú kvikni allsvakalega á lykilmönnum liðsins, eins og til að mynda Nikolas Tomsick: „Hann getur hent í 40 stiga leiki og þegar hann er vel stilltur finnur hann jafnvægið á milli þess að skora og leita menn uppi. Þetta hefur ekki verið hans besta tímabil en við höfum inn á milli séð þann Nick Tomsick sem við hrifumst af,“ sagði Benedikt.
Dominos-deild karla Keflavík ÍF Tindastóll Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira