Deane Williams: Við höldum áfram að spila þangað til við þurfum ekki að spila meira Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. maí 2021 11:31 Deane Williams hefur verið einn besti leikmaður Domino's deildarinnar í vetur. Keflavík og Tindastóll mætast í kvöld í átta liða úrslitum Domino's deildar karla. Keflvíkingar lönduðu deildarmeistaratitlinum á dögunum, en Tindastóll hafnaði í áttunda sæti deildarinnar. Deane Williams, sem leikur með Keflvík og hefur verið einn besti leikmaður deildarinnar, á von á erfiðum leik. „Þeir eru mjög gott lið, eins og öll önnur lið í þessari deild,“ sagði Deane í samtali við Gaupa. „Við þurfum að gleyma leikjunum sem við erum búnir að vinna og einbeita okkur að næsta leik.“ „Það er sérstaklega erfitt að spila við sama liðið þrisvar, og jafnvel fimm sinnum í röð. Við þurfum að einbeita okkur og finna þessa litlu hluti sem skipta svo miklu máli.“ „Það er auðvelt að koma liði á óvart í fyrsta leik þegar þeir vita kannski ekki við hverju þeir eiga að búast. En svo ertu búinn að spila tvisvar við þá og mætir þeim í þriðja, fjórða og fimmta skipti þá verður erfitt að koma þeim á óvart. Þú þarft að vera einbeittur í 40 mínútur í senn. Þetta verður spennandi einvígi og ég hlakka til.“ Deane segir að liðið þurfi að halda einbeitingu, sérstaklega þegar tímabilið hefur verið jafn langt og í ár. „Við þurfum að vera þolinmóðir. Þetta er búið að vera langt ár, en ég held að strákarnir séu reiðubúnir að spila eins lengi og þeir þurfa. Sérstaklega eftir seinasta tímabil þar sem að við fengum ekki að spila í úrslitakeppninni og okkur gekk ekki nógu vel í bikarnum. Við ætlum okkur langt í ár og höldum áfram að spila þangað til við þurfum ekki að spila meira.“ Deane segir að styrkur Keflavíkurliðsins liggi fyrst og fremst í liðsheildinni, en Dominykas Milka, liðsfélagi hans, sagði það sama fyrr í dag. „Við eigum mjög gott samband bæði innan vallar sem utan. Ég held að það auðveldi okkur það að komast í gegnum erfiða kafla á vellinum. Liðsheildin hefur spilað stórt hlutverk í okkar árangri.“ „Við erum með frábæra þjálfara og stjórnarmeðlimi, og stuðning frá fólkinu í Keflavík sem hefur hjálpað okkur mikið. Þetta eru ekki bara við leikmennirnir sem erum að leggja okkar af mörkum, heldur allir í kringum liðið.“ „Þetta er frábær staður til að vera á og það er komið mjög vel fram við mig. Það sýnir að þetta snýst ekki bara um körfubolta, heldur líka um fólkið í kringum liðið. Það eru þau sem halda manni hérna.“ Kristján Helgi er bjartsýnn fyrir úrslitakeppnina. Kristján Helgi: Við erum mjög spennt að geta lyft upp alvöru bikar aftur hérna Keflavík varð seinast Íslandsmeistari í körfubolta árið 2008. Kristján Helgi, formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur segist vera orðinn spenntur fyrir því að sjá þann stóra fara aftur á loft í Keflavík. „Fram að því var búin að vera mikil stemmning í Keflavík, og mikil sigurhefð. Stelpurnar hafa reyndar náð að halda þessu aðeins uppi fyrir okkur. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan við unnum seinast karlamegin þannig að við erum mjög spennt að geta lyft upp alvöru bikar aftur hérna.“ Kristján segir að liðið sé virkilega vel blandað af góðum erlendum og íslenskum leikmönnum. „Okkur tókst að halda þessum kjarna og ég held að það hafi skilað miklu. Við erum auðvitað með einstaklega góða erlenda leikmenn.“ „En það er ekki bara það, við erum með góða blöndu og við erum með að mínu mati einn besta leikmann deildarinnar í Hössa sem er svona hryggjarstykki. Og svo erum við bara með flotta blöndu leikmanna og að mínu mati flotta þjálfara.“ „Allt bæjarfélagið, stuðningsmenn og styrktaraðilar hafa haldið mjög vel utan um þetta með okkur.“ Það er dýrt að reka körfuboltafélag, og sérstaklega þegar tímabilið er jafn langt og í ár. Kristján segir að allir hafi lagt hönd á plóg til að halda félaginu gangandi. „Svo sannarlega. Sérstaklega þegar það er búið að lengja tímabilið um tvo mánuði. En með mikilli samvinnu allra, ekki bara stjórnarmanna, leikmanna og þjálfara, heldur hefur bæjarfélagið snúið bökum saman og gert okkur kleift að halda þessu áfram,“ sagði Kristján að lokum. Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan. Klippa: Deane Williams og Kristján Helgi Dominos-deild karla Keflavík ÍF Tindastóll Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Sjá meira
„Þeir eru mjög gott lið, eins og öll önnur lið í þessari deild,“ sagði Deane í samtali við Gaupa. „Við þurfum að gleyma leikjunum sem við erum búnir að vinna og einbeita okkur að næsta leik.“ „Það er sérstaklega erfitt að spila við sama liðið þrisvar, og jafnvel fimm sinnum í röð. Við þurfum að einbeita okkur og finna þessa litlu hluti sem skipta svo miklu máli.“ „Það er auðvelt að koma liði á óvart í fyrsta leik þegar þeir vita kannski ekki við hverju þeir eiga að búast. En svo ertu búinn að spila tvisvar við þá og mætir þeim í þriðja, fjórða og fimmta skipti þá verður erfitt að koma þeim á óvart. Þú þarft að vera einbeittur í 40 mínútur í senn. Þetta verður spennandi einvígi og ég hlakka til.“ Deane segir að liðið þurfi að halda einbeitingu, sérstaklega þegar tímabilið hefur verið jafn langt og í ár. „Við þurfum að vera þolinmóðir. Þetta er búið að vera langt ár, en ég held að strákarnir séu reiðubúnir að spila eins lengi og þeir þurfa. Sérstaklega eftir seinasta tímabil þar sem að við fengum ekki að spila í úrslitakeppninni og okkur gekk ekki nógu vel í bikarnum. Við ætlum okkur langt í ár og höldum áfram að spila þangað til við þurfum ekki að spila meira.“ Deane segir að styrkur Keflavíkurliðsins liggi fyrst og fremst í liðsheildinni, en Dominykas Milka, liðsfélagi hans, sagði það sama fyrr í dag. „Við eigum mjög gott samband bæði innan vallar sem utan. Ég held að það auðveldi okkur það að komast í gegnum erfiða kafla á vellinum. Liðsheildin hefur spilað stórt hlutverk í okkar árangri.“ „Við erum með frábæra þjálfara og stjórnarmeðlimi, og stuðning frá fólkinu í Keflavík sem hefur hjálpað okkur mikið. Þetta eru ekki bara við leikmennirnir sem erum að leggja okkar af mörkum, heldur allir í kringum liðið.“ „Þetta er frábær staður til að vera á og það er komið mjög vel fram við mig. Það sýnir að þetta snýst ekki bara um körfubolta, heldur líka um fólkið í kringum liðið. Það eru þau sem halda manni hérna.“ Kristján Helgi er bjartsýnn fyrir úrslitakeppnina. Kristján Helgi: Við erum mjög spennt að geta lyft upp alvöru bikar aftur hérna Keflavík varð seinast Íslandsmeistari í körfubolta árið 2008. Kristján Helgi, formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur segist vera orðinn spenntur fyrir því að sjá þann stóra fara aftur á loft í Keflavík. „Fram að því var búin að vera mikil stemmning í Keflavík, og mikil sigurhefð. Stelpurnar hafa reyndar náð að halda þessu aðeins uppi fyrir okkur. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan við unnum seinast karlamegin þannig að við erum mjög spennt að geta lyft upp alvöru bikar aftur hérna.“ Kristján segir að liðið sé virkilega vel blandað af góðum erlendum og íslenskum leikmönnum. „Okkur tókst að halda þessum kjarna og ég held að það hafi skilað miklu. Við erum auðvitað með einstaklega góða erlenda leikmenn.“ „En það er ekki bara það, við erum með góða blöndu og við erum með að mínu mati einn besta leikmann deildarinnar í Hössa sem er svona hryggjarstykki. Og svo erum við bara með flotta blöndu leikmanna og að mínu mati flotta þjálfara.“ „Allt bæjarfélagið, stuðningsmenn og styrktaraðilar hafa haldið mjög vel utan um þetta með okkur.“ Það er dýrt að reka körfuboltafélag, og sérstaklega þegar tímabilið er jafn langt og í ár. Kristján segir að allir hafi lagt hönd á plóg til að halda félaginu gangandi. „Svo sannarlega. Sérstaklega þegar það er búið að lengja tímabilið um tvo mánuði. En með mikilli samvinnu allra, ekki bara stjórnarmanna, leikmanna og þjálfara, heldur hefur bæjarfélagið snúið bökum saman og gert okkur kleift að halda þessu áfram,“ sagði Kristján að lokum. Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan. Klippa: Deane Williams og Kristján Helgi
Dominos-deild karla Keflavík ÍF Tindastóll Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Sjá meira