Fleiri fréttir

Jói Berg og félagar steinlágu fyrir Leeds

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley fengu Leeds í heimsókn á Turf Moor í næstsíðasta heimaleik tímabilsins. Leeds fór með eins marks forskot inn í hálfleikinn, en þrjú mörk í seinni hálfleik tryggðu öruggan 4-0 sigur gestanna.

Körfuboltakvöld kvenna: Keflavík fann engin svör við vörn Hauka

Í Körfuboltakvöldi kvenna í gærkvöldi var farið yfir fyrsta leik Hauka og Keflavíkur í úrslitakeppni Domino's deildarinnar. Sérfræðingar kvöldsins voru sammála um það að Keflvíkingar hafi átt í erfiðleikum með að finna svör við þéttri vörn Hauka.

Mason Mount: Ég vil vinna titla með Chelsea

Chelsea mætir Leicester í úrslitum FA bikarsins í dag. Mason Mount segist vilja feta í fótspor goðsagna Chelsea sem unnu titla með félaginu. Hann segist vilja byrja á að landa FA bikarnum gegn Leicester í dag.

HK tryggði sér sæti í Olís-deildinni

HK tryggði sér sæti í Olís-deild karla á næsta tímabili með öruggum 13 marka sigri gegn ungmennaliði Fram í lokaumferð Grill 66 deildinni. Lokatölur 29-16, en HK náði í 32 stig af 36 mögulegum.

RNG enn ósigraðir á MSI

Fyrsti dagur milliriðilsins fór fram á MSI mótinu í League of Legends sem haldið er í Laugardalshöll í dag. RNG sigraði báða leiki sína, og eru því ósigraðir í tíu leikjum.

Heimaslátrun á Hlíðarenda

Valskonur tóku á móti Fjölni í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Domino's deildar kvenna í kvöld. Yfirburðir Vals voru algjörir, og þær lönduðu að lokum 41 stigs sigri, 90-49.

Afturelding, Fjölnir og Selfoss með sigra í Lengjudeildinni

Þrem leikjum var að ljúka í Lengjudeild karla í knattspyrnu. Fjölnir lagði Gróttu 1-0 á Extra vellinum, Afturelding gerði góða ferð í Ólafsvík og vann 5-1 útisigur og Selfyssingar sóttu 3-1 sigur gegn Kórdrengjunum.

Sjö mörk þegar City setti nýtt met

Manchester City sótti Newcastle heim í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Það var nóg um að vera og sjö mörk fengu að líta dagsins ljós þegar City vann 4-3 útisigur í bráðfjörugum leik. Sigur City var tólfti útisigur liðsins í röð, en það er nýtt met í efstu deild á Englandi.

Fram lagði tíu Eyjamenn

ÍBV tók á móti Fram í Lengjudeild karla í kvöld. Heimamenn þurftu að leika manni færri í rúmar 70 mínútur og gestirnir lönduðu góðum 2-0 útisigri.

Öruggt hjá Haukakonum í fyrsta leik

Haukar tóku á móti Keflavík í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum Domino's deildar kvenna í kvöld. Keflvíkingar skoruðu fyrstu stig kvöldsins, en það var í eina skiptið sem þær voru yfir í leiknum. Haukakonur lönduðu að lokum 14 stiga sigri, 77-63.

Glódís Perla og Rosengård með fullt hús stiga

Glódís Perla Viggósdóttir spilaði allan leikinn í hjarta varnarinnar þegar Rosengård heimsótti Växjö í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Rosengård er með fullt hús stiga eftir 1-0 sigur.

„Að hafa hana í liðinu þínu þá ertu strax kominn með svindlkarl“

Pálína Gunnlaugsdóttir og sérfræðingar hennar fóru yfir einvígi Vals og Fjölnis í undanúrslitum Domino´s deildar kvenna en fyrsti leikurinn í einvíginu er í kvöld. Fjölniskonur gætu haft áhyggjur af því að Helena Sverrisdóttir hafi verið að spara sig fyrir úrslitakeppnina.

„Þetta eru svakalegar fréttir“

Pálína Gunnlaugsdóttir og sérfræðingar hennar fóru yfir einvígi Hauka og Keflavíkur í undanúrslitum Domino´s deildar kvenna en fyrsti leikurinn í einvíginu er í kvöld. Keflavík bætti við sig landsliðskonu fyrir úrslitakeppnina.

Liverpool menn þurfa nú bara að treysta á sig sjálfa

Sigur Liverpool á Manchester United á Old Trafford í gær hefur komið lærisveinum Jürgen Klopp í allt aðra og betri stöðu í baráttunni um að vera eitt af þeim fjórum ensku félögum sem spila í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.

Svona braut Sindri tvö rifbein

Um korters bið varð á leik FH og ÍA í gær þegar Sindri Snær Magnússon, leikmaður ÍA, meiddist snemma eftir að hafa komið inn á í upphafi seinni hálfleiks. Myndband af því þegar hann meiddist má sjá í greininni.

Hlynur heldur áfram að bæta Íslandsmetin

Frjálsíþróttamaðurinn Hlynur Andrésson heldur áfram að skrifa Íslandssöguna í langhlaupum. Hlynur sett enn eitt Íslandsmetið í gær þegar hann keppti á Harry Schulting leikunum í Hollandi.

Mané hunsaði Klopp eftir leikinn gegn United

Athygli vakti að Sadio Mané tók ekki í spaðann á Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, eftir sigurinn á Manchester United í gær. Klopp gerði lítið úr atvikinu í viðtölum eftir leik.

Keane: Fernandes grenjaði hálfan leikinn

Roy Keane dró hvergi af í gagnrýni sinni á Manchester United eftir tapið fyrir Liverpool í gær, 2-4. Honum fannst Bruno Fernandes væla helst til mikið í leiknum.

Sjá næstu 50 fréttir