Körfubolti

Gæti misst af öllu einvíginu við Þór eftir að hafa veitt þriðja höggið

Sindri Sverrisson skrifar
Adomas Drungilas er öflugur leikmaður en þarf að gæta sín betur á vellinum því hann hefur nú í þriðja sinn á skömmum tíma verið úrskurðaður í leikbann.
Adomas Drungilas er öflugur leikmaður en þarf að gæta sín betur á vellinum því hann hefur nú í þriðja sinn á skömmum tíma verið úrskurðaður í leikbann. vísir/hulda

Litháinn Adomas Drungilas hefur í þriðja sinn á tveimur mánuðum verið úrskurðaður í bann og missir af næstu þremur leikjum Þórs frá Þorlákshöfn nú þegar úrslitakeppnin í Dominos-deildinni í körfubolta er að hefjast.

Drungilas fékk bannið fyrir að veita Guy Edi, leikmanni Þórs frá Akureyri, olnbogaskot í leik í Þorlákshöfn fyrir viku síðan. Liðin mætast einmitt í 8-liða úrslitum og hefst einvígið í Þorlákshöfn á sunnudaginn, og Drungilas verður að treysta á liðsfélaga sína til að vinna að minnsta kosti einn leik svo að hann fái að taka þátt í einvíginu, þar sem vinna þarf þrjá leiki til að komast áfram.

Klippa: Domino's Körfuboltakvöldi - Olnbogaskot Drungilas

Í úrskurði aga- og úrskurðarnefndar KKÍ kemur fram að fyrri bönn Drungilas leiði af sér lengra bann núna. Fyrir tveimur mánuðum var hann úrskurðaður í eins leiks bann fyrir að slá til Haukamannsins Breka Gylfasonar, og hann fékk síðan tveggja leikja bann fyrir að gefa Stjörnumanninum Mirza Saralilja olnbogaskot.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.