Körfubolti

Heimaslátrun á Hlíðarenda

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Valskonur áttu ekki í neinum vandræðum með Fjölni í fyrsta leik liðana í undanúrslitum Domino's deildar kvenna.
Valskonur áttu ekki í neinum vandræðum með Fjölni í fyrsta leik liðana í undanúrslitum Domino's deildar kvenna.

Valskonur tóku á móti Fjölni í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Domino's deildar kvenna í kvöld. Yfirburðir Vals voru algjörir, og þær lönduðu að lokum 41 stigs sigri, 90-49.

Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta og staðan að honum loknum 23-19, heimakonum í vil.

Í öðrum leikhluta tóku Valskonur öll völd og skoruðu 20 stig gegn aðeins sjö stigum gestanna. Staðan því 43-26 þegar flautað var til hálfleiks.

Heimakonur mættu jafn grimmar til leiks í seinni hálfleik, og þegar komið var að lokaleikhlutanum var staðan orðin 73-37.

Valskonur slökuðu aðeins á í fjórða leikhluta, og unnu hann aðeins með  stigum. Lokatölur því 90-49, og það er ljóst að Fjölniskonur þurfa að gera mun betur ef þær ætla sér að eiga einhvern séns á að stríða deildarmeisturunum.

Næsti leikur liðana fer fram á mánudaginn klukkan 18:30, en vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslitaleikinn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.