Handbolti

Öruggt hjá Sigvalda og félögum og Kielce komnir með níu fingur á níunda titilinn í röð

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Sigvaldi Björn Guðjónsson og félagar hans í Vive Kielce eru enn taplausir í pólsku deildinni í handbolta.
Sigvaldi Björn Guðjónsson og félagar hans í Vive Kielce eru enn taplausir í pólsku deildinni í handbolta.

Sigvaldi Björn Guðjónsson og félagar hans í Vive Kielce unnu öruggan 11 marka sigur gegn Chrobry Glogow í pólsku úrvalsdeildinni. Lokatölur 20-31 og Kielce með fullt hús stiga eftir 23 umferðir.

Sigvaldi og félagar eru eins og áður segir með fullt hús stiga á toppi deildarinnar, níu stigum fyrir ofan Wisla Plock í öðru sæti.

Nú eru aðeins þrír leikir eftir af tímabilinu, en þrjú stig eru í boði fyrir hvern sigur. Það þarf því allt að fara í skrúfuna hjá Kielce til að þeir landi ekki níunda deildarmeistaratitlinum í röð.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.