Fleiri fréttir

Leikmenn Liverpool beittir kynþáttaníði

Trent Alexander-Arnold og Naby Keita, leikmenn Liverpool, voru beittir kynþáttaníði í gegnum samfélagsmiðilinn Instagram í gærkvöld þegar liðið tapaði 3-1 gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í fótbolta.

Smitunum hjá liði Söru fjölgar enn

Allur leikmannahópur Evrópumeistara Lyon er kominn í einangrun vegna fjölda kórónuveirusmita í herbúðum liðsins. Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir leikur með Lyon.

Gísli óttaðist um ferilinn en stuðningur mömmu hjálpaði

Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, óttaðist að handboltaferlinum væri lokið þegar hann fór úr axlarlið í síðasta mánuði. Áfallið var mikið en Gísli fékk uppörvandi skilaboð frá lækninum sem sér um aðgerð á öxlinni.

Juventus án lykil­manna gegn Napoli

Ítalíumeistarar Juventus verða án þriggja lykilmanna er Napoli kemur í heimsókn á Allianz-völlinn í dag. Federico Bernardeschi greindist með Covid-19 í gær og missir því af leik dagsins líkt og varnarmennirnir Leonardo Bonucci og Merith Demiral.

Aðstoðardómari fékk eiginhandaráritun Haalands eftir leik

Stuðningsmenn Manchester City vonast til þess að Erling Braut Haaland skrifi undir samning hjá félaginu í sumar. Hann var vissulega með penna á lofti á Etihad-leikvanginum í gærkvöld en það var þó í öðrum og undarlegri tilgangi.

„Lét eins og að Mané stundaði dýfingar“

Jürgen Klopp sagði Liverpool-menn ekki hafa átt meira skilið en 3-1 tap gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Hann furðaði sig þó á störfum dómarans Felix Brych og sagði hann hljóta að hafa eitthvað perónulegt á móti Sadio Mané.

Curry kreisti fram mikilvægan sigur

„Við vitum allir hversu mikið við þurftum á þessu að halda,“ sagði Stephen Curry eftir að hafa leitt Golden State Warriors til eins stigs sigurs á Milwaukee Bucks, 122-121, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Spennt að sjá hvað Svein­dís Jane hefur fram að færa

Það styttist í að sænska úrvalsdeildin í knattspyrnu fari af stað og það er ljóst að sparkspekingar þar í landi geta vart beðið eftir að sjá Sveindísi Jane Jónsdóttur spila sinn fyrsta leik í deildinni.

Leikmenn Tottenham við það að gefast upp á Mourinho

Ummæli José Mourinho eftir 2-2 jafntefli Tottenham Hotspur gegn Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á sunnudag féllu í grýttan jarðveg hjá leikmönnum liðsins. Eru margir þeirra búnir að fá nóg af hegðun þjálfarans.

Foden hetja Manchester City í tor­sóttum sigri

Manchester City lagði Borussia Dortmund 2-1 í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hinn ungi Phil Foden reyndist hetja City en sigurmarkið kom í uppbótartíma leiksins.

Komið á­fram án þess að spila

Flensburg, topplið þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta, er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu, án þess að spila leik. Íslenski landsliðsmaðurinn Alexander Petersson er meðal leikmanna liðsins.

Albert í liði umferðarinnar í Hollandi

Albert Guðmundsson, leikmaður AZ Alkmaar og íslenska landsliðsins, hefur verið valinn í lið umferðarinnar í hollensku deildinni. Albert skoraði eina mark AZ Alkmaar þegar þeir mættu Willem II um helgina og tryggði þeim þar með sigur.

Frumsýning hjá Haaland á Etihad

Manchester City heldur áfram á braut sinni í leit að fernunni svokölluðu þegar Borussia Dortmund mætir í heimsókn á Etihad leikvanginn í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.

Masters-mat­seðill John­son klár

Þó aðeins séu fjórir mánuðir síðan Dustin Johnson vann Masters-mótið í golfi sem átti upphaflega að fara fram á svipuðum tíma í fyrra þá heldur Johnson í hefðina og hefur nú tilkynnt Masters-matseðil ársins.

Frábær veiði á ION svæðinu

Veiðin fór vel af stað á ION svæðinu en núna var byrjað 1. apríl í fyrsta skipti og þrátt fyrir að byrja fyrr var fiskurinn löngu mættur.

Norður-Kórea tekur ekki þátt á Ólympíu­leikunum í Tókýó

Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa sent frá sér tilkynningu þess efnis að íþróttafólk þeirra muni ekki taka þátt á Ólympíuleikunum sem eiga að fara fram í Tókýó í sumar. Þeir segja að þetta sé gert til að vernda íþróttafólkið fyrir kórónaveirufaraldrinum.

Boogi­e fær nýtt tæki­færi í borg englanna

Miðherjinn DeMarcus „Boogie“ Cousins skrifaði í gær undir tíu daga samning við Los Angeles Clippers í NBA-deildinni. Cousins hefur ekki spilað síðan í febrúar er Houston Rockets losaði hann undan samningi.

Klopp segir Liver­pool ekki í leit að hefnd

Liverpool heimsækir Real Madrid í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Jürgen Klopp, þjálfari gestanna, segir að liðið sé ekki í leit að hefnd fyrir það sem kom fyrir Mohamed Salah í úrslitaleiknum gegn Real vorið 2018.

Fékk skila­boð um að hann væri feitur og ljótur

Nikolaj Jacobsen, þjálfari heimsmeistara Dana, segist hafa fengið mörg ljót skilaboð frá netverjum í gegnum tíðina og nokkur þeirra hafi komið í janúar, þrátt fyrir að Danir hafi staðið uppi sem sigurvegarar á HM í Egyptalandi.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.