Fékk skilaboð um að hann væri feitur og ljótur Anton Ingi Leifsson skrifar 6. apríl 2021 07:00 Nikolaj Jacobsen á HM í janúar þar sem Danir stóðu uppi sem sigurvegarar. Slavko Midzor/Getty Nikolaj Jacobsen, þjálfari heimsmeistara Dana, segist hafa fengið mörg ljót skilaboð frá netverjum í gegnum tíðina og nokkur þeirra hafi komið í janúar, þrátt fyrir að Danir hafi staðið uppi sem sigurvegarar á HM í Egyptalandi. Nikolaj var í viðtali við danska fjölmiðilinn BT þar sem hann rifjaði upp gróf ummæli sem hann hefur fengið á samfélagsmiðlum og víðar en mikil umræða hefur verið í Danmörku síðustu vikur um haturorsræðu til þekktra einstaklinga. „Svo koma skilaboð um útlitið á mér, að ég sé feitur og ljótur. Þessi skilaboð komu á HM en það voru ekki eins mörg skilaboð og þegar við duttum út af EM þar sem það komu mun fleiri skilaboð um hvernig ég liti út,“ sagði Nikolaj og hélt áfram. „Þá komu skilaboð að ég væri hrokafullur, heimskur, upptekinn af sjálfum mér og fleira í þeim stíl. Þegar maður les þetta hugsar maður: Andskotinn en mér er svo sem alveg sama. Þeim má finnast hvað sem er um mig og þú þarft að læra það í þessu starfi annars verðurðu geðveikur í hausnum.“ „Að maður geti sent svona skilaboð er ótrúlegt. Þau eru ekki þau sjálf þegar þau senda þetta. Þegar þú sendir svona skilaboð til fólks þá geturðu ekki verið með neina samvisku eða inni í samfélaginu. Ég gæti aldrei hugsað mér að senda skilaboð til fólks að það væri feitt eða ljótt. Eða að blanda mér í störf annarra,“ en viðtalið í heild sinni má lesa hér. Nikolaj hefur gert frábæra hluti með danska liðið. Hann hefur unnið HM í tvígang; árið 2019 og 2021 en hann tók við liðinu árið 2017. Í sumar bíða þeirra svo Ólympíuleikar í Tókýó en Danir eru með Svíþjóð, Portúgal, Japan, Egyptalandi og Barein í riðli. Nikolaj Jacobsen er afklaret med, at det giver nogle knubs at være et kendt ansigt. Men på de sociale medier er kæden hoppet fuldstændig af. Her giver han et indblik i de hadbeskeder, han modtager - og sender en opsang til afsenderne. Interview⬇️ https://t.co/ufYGFJ22zG #hndbld— Søren Paaske (@spaaske) April 5, 2021 Danski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Nikolaj var í viðtali við danska fjölmiðilinn BT þar sem hann rifjaði upp gróf ummæli sem hann hefur fengið á samfélagsmiðlum og víðar en mikil umræða hefur verið í Danmörku síðustu vikur um haturorsræðu til þekktra einstaklinga. „Svo koma skilaboð um útlitið á mér, að ég sé feitur og ljótur. Þessi skilaboð komu á HM en það voru ekki eins mörg skilaboð og þegar við duttum út af EM þar sem það komu mun fleiri skilaboð um hvernig ég liti út,“ sagði Nikolaj og hélt áfram. „Þá komu skilaboð að ég væri hrokafullur, heimskur, upptekinn af sjálfum mér og fleira í þeim stíl. Þegar maður les þetta hugsar maður: Andskotinn en mér er svo sem alveg sama. Þeim má finnast hvað sem er um mig og þú þarft að læra það í þessu starfi annars verðurðu geðveikur í hausnum.“ „Að maður geti sent svona skilaboð er ótrúlegt. Þau eru ekki þau sjálf þegar þau senda þetta. Þegar þú sendir svona skilaboð til fólks þá geturðu ekki verið með neina samvisku eða inni í samfélaginu. Ég gæti aldrei hugsað mér að senda skilaboð til fólks að það væri feitt eða ljótt. Eða að blanda mér í störf annarra,“ en viðtalið í heild sinni má lesa hér. Nikolaj hefur gert frábæra hluti með danska liðið. Hann hefur unnið HM í tvígang; árið 2019 og 2021 en hann tók við liðinu árið 2017. Í sumar bíða þeirra svo Ólympíuleikar í Tókýó en Danir eru með Svíþjóð, Portúgal, Japan, Egyptalandi og Barein í riðli. Nikolaj Jacobsen er afklaret med, at det giver nogle knubs at være et kendt ansigt. Men på de sociale medier er kæden hoppet fuldstændig af. Her giver han et indblik i de hadbeskeder, han modtager - og sender en opsang til afsenderne. Interview⬇️ https://t.co/ufYGFJ22zG #hndbld— Søren Paaske (@spaaske) April 5, 2021
Danski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni