Um helgina fór myndband af Pierce í gleðskap ásamt fatafellum í dreifingu á samfélagsmiðlum. Pierce streymdi sjálfur frá partíinu á Instagram og myndbandið fór síðan eins og eldur um sinu um internetið.
Pierce hefur verið í stóru hlutverki hjá ESPN síðan hann lagði skóna á hilluna 2017. Hann hefur bæði verið í þáttunum The Jump og NBA Countdown.
ESPN hefur ekki tjáð sig um brotthvarf Pierce en hann sjálfur birti myndband af sér á Twitter þar sem hann var skellihlæjandi.
Big Things coming soon stay tuned make sure u smile #Truthshallsetufree pic.twitter.com/YIaJMcNQoH
— Paul Pierce (@paulpierce34) April 5, 2021
Pierce, sem er 43 ára, varð NBA-meistari með Boston 2008. Hann var þá valinn besti leikmaður lokaúrslitanna þar sem Boston vann Los Angeles Lakers, 4-3.
Pierce lék einnig með Brooklyn Nets, Washington Wizards og Los Angeles Clippers á nítján ára ferli í NBA.