Körfubolti

NBA dagsins: Utah ekki skorað minna í tvo mánuði og tapaði í fyrsta sinn í tíu leikjum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Luka Doncic og félagar í Dallas Mavericks unnu besta lið NBA-deildarinnar, Utah Jazz, á heimavelli í nótt.
Luka Doncic og félagar í Dallas Mavericks unnu besta lið NBA-deildarinnar, Utah Jazz, á heimavelli í nótt. getty/Ronald Martinez

Dallas Mavericks stöðvaði níu leikja sigurgöngu Utah Jazz þegar liðin mættust í NBA-deildinni í nótt. Þetta var fimmti sigur Dallas í röð.

Eins og svo oft áður var Kristaps Porzingis fjarri góðu gamni hjá Dallas vegna meiðsla en það kom ekki að sök.

Luka Doncic fór fyrir Dallas-liðinu með 31 stigi, níu fráköstum og átta stoðsendingum. Jalen Brunson og Tim Hardaway yngri skoruðu samtals 36 stig af bekknum, Dorian Finney-Smith skilaði 23 stigum og Josh Richardson skoraði sautján stig og hitti úr öllum fimm þriggja stiga skotum sínum.

Dallas var með frábæra 46,9 prósenta nýtingu í þriggja stiga skotum á meðan þriggja stiga nýting Utah var aðeins 27,3 prósent.

Utah, sem er þriðja besta sóknarlið NBA samkvæmt tölfræðinni, skoraði aðeins 103 stig og helstu skyttur liðsins fundu sig ekki. Donovan Mitchell hitti til að mynda aðeins úr sex af 23 skotum sínum. Utah hefur ekki skorað jafn lítið í leik í tvo mánuði.

Leikstjórnandinn Mike Conley stóð upp úr í liði Utah með 28 stig og sjö stoðsendingar. Utah er enn á toppi Vesturdeildarinnar en Dallas er í 7. sæti hennar.

Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá brot úr leikjum Dallas og Utah, Brooklyn Nets og New York Knicks og Toronto Raptors og Washington Wizards auk flottustu tilþrifa næturinnar.

Klippa: NBA dagsins 6. apríl

NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.

NBAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.