Segir það sorglegt að samherjar hans í landsliðinu séu að spila víðsvegar um Evrópu en ekki megi æfa á Íslandi Runólfur Trausti Þórhallsson og Guðjón Guðmundsson skrifa 6. apríl 2021 17:45 Björgvin Páll segist skilja þegar gripið er til harðra aðgerða hér á landi en það þurfi þá að aflétta þeim með sama hætti þegar það er hægt. Vísir/Hulda Margrét Það er erfitt og raun óskiljanlegt fyrir afreksmenn í íþróttum að sitja við sama borð er varðar æfingar og keppni og leikmenn í yngri flokkum segir landsliðsmarkvörður Íslands í handbolta, Björgvin Páll Gústavsson. „Þetta er erfið staða fyrir okkur öll en auðvitað sérstaklega fyrir mig þegar kemur að landsliðinu og fleira. Það eru allskonar verkefni fram undan sem maður væri til í að taka þátt í en það er ekki mikið gagn í manni ef maður stendur ekki í marki. Það er stór partur af mínu starfi að fá skot í sig og vera fyrir boltanum. Maður fær það ekki í dag og það er mjög erfitt,“ sagði Björgvin Páll í viðtali við Vísi fyrr í dag. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. „Takmarkanirnar og fljótu inngripin hafa verið góð en afléttingarnar hafa ekki verið jafn hraðar og við vildum, sérstaklega þegar kemur að okkur. Við erum að spila þétt þegar það má spila, ef til vill of þétt því við erum að reyna vinna upp tíma og svo koma meiðslin. Þetta er allt eða ekkert, við erum að spila fyrir framan áhorfendur og á einum degi er skorið á allt, megum ekki einu sinni æfa handbolta.“ „Ef það á að setja svona sterkar takmarkanir þá þarf kannski að aflétta þeim í takt við smitin. Nú erum við með utan sóttkvíar eitt smit á dag og þá er sorglegt að geta ekki kastað bolta á milli manna í tíu metra fjarlægð.“ Björgvin Páll segir það óneitanlega sérstakt að búa við þær hömlur sem eru í gangi á Íslandi vegna kórónuveirunnar. Sér í lagi vegna þess að allstaðar er verið að æfa og keppa í sambærilegum deildum í löndunum í kringum okkur. „Maður er að horfa á landsliðið og skoða verkefnin sem eru framundan, þá er sorglegt að sjá að þeir sem spila með manni í landsliðinu eru að spila í öllum deildum í Evrópu. Rökin fyrir því er að þetta er ekki atvinnumanna deild hérna heima. Sem er líka skrítið, ef við myndum hækka laun alla leikmanna og allir færu á atvinnumannasamninga myndum við þá fá undanþágu til að spila? Ég veit það ekki en þetta er erfitt því það er svo lítið um smit.“ „Maður skilur þegar það koma svona bylgjur að það er hræðsla og gripið til harðra aðgerða. Þegar það er komin vika þar sem er eitt smit utan sóttkvíar þá þarf að aflétta á svipaðan hátt, sérstaklega innan íþróttageirans. Þetta er mikið forvarnagildi líka, við erum að berjast fyrir því að vera fyrirmyndir, innanvallar sem utan. Að geta sýnt sig sem fyrirmynd innanvallar er auðvitað mikilvægt fyrir okkur líka.“ Björgvin segir að það muni hafa afleiðingar ef ekki verði hægt að klára Íslandsmótið í handbolta annað árið í röð. „Sérstaklega í okkar litla sporti í handboltanum, innan gæsalappa, þá viljum við vera sýnilegi, viljum spila. Þetta er mikil markaðssetning í handboltanum, að vera að spila og helst úrslitakeppni. Hafa eitthvað fútt í þessu.“ „Við erum bjartsýn á að fá að spila og fá að gera þetta hratt og örugglega en til þess þurfum við að fá að æfa. Til að geta stigvaxandi unnið okkur upp í spil form. Við erum að sjá hrikaleg meiðsli, við erum að sjá krossbönd og hásinaslit, í mörgum liðum. Það er auðvitað því menn eru að æfa, stoppa og byrja aftur. Væri fínt að hafa aðeins meiri stíganda í því hvað má og hvað má ekki,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson að endingu. Klippa: Björgvin Páll um æfingabannið og Íslandsmótið í handbolta Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild kvenna Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Sjá meira
„Þetta er erfið staða fyrir okkur öll en auðvitað sérstaklega fyrir mig þegar kemur að landsliðinu og fleira. Það eru allskonar verkefni fram undan sem maður væri til í að taka þátt í en það er ekki mikið gagn í manni ef maður stendur ekki í marki. Það er stór partur af mínu starfi að fá skot í sig og vera fyrir boltanum. Maður fær það ekki í dag og það er mjög erfitt,“ sagði Björgvin Páll í viðtali við Vísi fyrr í dag. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. „Takmarkanirnar og fljótu inngripin hafa verið góð en afléttingarnar hafa ekki verið jafn hraðar og við vildum, sérstaklega þegar kemur að okkur. Við erum að spila þétt þegar það má spila, ef til vill of þétt því við erum að reyna vinna upp tíma og svo koma meiðslin. Þetta er allt eða ekkert, við erum að spila fyrir framan áhorfendur og á einum degi er skorið á allt, megum ekki einu sinni æfa handbolta.“ „Ef það á að setja svona sterkar takmarkanir þá þarf kannski að aflétta þeim í takt við smitin. Nú erum við með utan sóttkvíar eitt smit á dag og þá er sorglegt að geta ekki kastað bolta á milli manna í tíu metra fjarlægð.“ Björgvin Páll segir það óneitanlega sérstakt að búa við þær hömlur sem eru í gangi á Íslandi vegna kórónuveirunnar. Sér í lagi vegna þess að allstaðar er verið að æfa og keppa í sambærilegum deildum í löndunum í kringum okkur. „Maður er að horfa á landsliðið og skoða verkefnin sem eru framundan, þá er sorglegt að sjá að þeir sem spila með manni í landsliðinu eru að spila í öllum deildum í Evrópu. Rökin fyrir því er að þetta er ekki atvinnumanna deild hérna heima. Sem er líka skrítið, ef við myndum hækka laun alla leikmanna og allir færu á atvinnumannasamninga myndum við þá fá undanþágu til að spila? Ég veit það ekki en þetta er erfitt því það er svo lítið um smit.“ „Maður skilur þegar það koma svona bylgjur að það er hræðsla og gripið til harðra aðgerða. Þegar það er komin vika þar sem er eitt smit utan sóttkvíar þá þarf að aflétta á svipaðan hátt, sérstaklega innan íþróttageirans. Þetta er mikið forvarnagildi líka, við erum að berjast fyrir því að vera fyrirmyndir, innanvallar sem utan. Að geta sýnt sig sem fyrirmynd innanvallar er auðvitað mikilvægt fyrir okkur líka.“ Björgvin segir að það muni hafa afleiðingar ef ekki verði hægt að klára Íslandsmótið í handbolta annað árið í röð. „Sérstaklega í okkar litla sporti í handboltanum, innan gæsalappa, þá viljum við vera sýnilegi, viljum spila. Þetta er mikil markaðssetning í handboltanum, að vera að spila og helst úrslitakeppni. Hafa eitthvað fútt í þessu.“ „Við erum bjartsýn á að fá að spila og fá að gera þetta hratt og örugglega en til þess þurfum við að fá að æfa. Til að geta stigvaxandi unnið okkur upp í spil form. Við erum að sjá hrikaleg meiðsli, við erum að sjá krossbönd og hásinaslit, í mörgum liðum. Það er auðvitað því menn eru að æfa, stoppa og byrja aftur. Væri fínt að hafa aðeins meiri stíganda í því hvað má og hvað má ekki,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson að endingu. Klippa: Björgvin Páll um æfingabannið og Íslandsmótið í handbolta Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild kvenna Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Sjá meira