Fleiri fréttir

Veiði í Þingvallavatni hefst tíu dögum fyrr

Silungsveiði fyrir landi þjóðgarðsins á Þingvöllum hefst að þessu sinni 20. apríl, tíu dögum fyrr en áður hefur tíðkast. Þingvallanefnd samþykkti tillögu þessa efnis frá Ólafi Erni Haraldssyni þjóðgarðsverði.

Kobe Bryant spilar ekki fleiri leiki á tímabilinu

Los Angeles Lakers tilkynnti það í kvöld að Kobe Bryant muni ekki spila fleiri leiki með liðinu í NBA-deildinni í körfubolta á þessu tímabili en Bryant er að ná sér eftir að hafa meiðst á fæti í desember.

AC Milan er ekkert lið

Arrigo Sacchi er einn merkasti þjálfari í sögu AC Milan en undir hans stjórn vann AC Milan tvo Evrópumeistaratitla og lið hans gleymist seint.

Mörk kvöldsins í Meistaradeildinni | Myndband

Spænska liðið Barcelona og franska liðið Paris St-Germain komust í kvöld áfram í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta en Manchester City og Bayer Leverkusen eru úr leik.

Refirnar hans Dags enduðu taphrinuna

Füchse Berlin, liðs Dags Sigurðssonar, komst aftur á sigurbraut í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld þegar liðið vann fimm marka heimasigur á Hannover-Burgdorf. Björgvin Páll varði vel en það dugði ekki Bergischer HC sem tapaði stórt.

Kristianstad tapaði óvænt á heimavelli - Guif vann

Lærisveinar Kristjáns Andréssonar eru komnir með tveggja stiga forskot á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta eftir úrslitkvöldsins. Eskilstuna Guif vann sinn leik á sama tíma og Kristianstad tapaði á heimavelli þrátt fyrir stórleik íslenska landsliðsmannsins Ólafs Guðmundssonar.

Tíu sigurleikir í röð hjá Aroni Kristjáns

Kif Kolding hélt í kvöld áfram sigurgöngu sinni undir stjórn íslenska landsliðsþjálfarans Arons Kristjánssonar þegar liðið vann fjögurra marka sigur á Bjerringbro-Silkeborg í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta.

Zlatan og félagar komust örugglega áfram | Myndband

Franska liðið Paris St-Germain átti ekki í miklum vandræðum að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en liðið vann þá 2-1 sigur í seinni leiknum á móti þýska liðinu Bayer Leverkusen.

Farid Zato spilar með KR í sumar

Knattspyrnudeildir KR og Þór frá Akureyri hafa sent frá sér yfirlýsingu um mál Farid Zato sem var búinn að gera samning við bæði félögin.

Ekki ómögulegt að vinna í Barcelona

Man. City á heldur betur erfitt verkefni fyrir höndum í kvöld er liðið mætir Barcelona á útivelli í Meistaradeildinni og þarf að vinna upp tveggja marka forskot Börsunga úr fyrri leiknum.

Tiger ætlar að vera með á Bay Hill

Eftir hörmulega frammistöðu Tiger Woods á Cadillac-mótinu síðasta sunnudag veltu menn mikið fyrir sér stöðunni á bakmeiðslum Tiger og hvenær hann myndi snúa aftur á golfvöllinn.

Rússar vilja ekki sjá Bandaríkjamenn á HM

Tveir rússneskir þingmenn hafa skrifað Alþjóðknattspyrnusambandinu, FIFA, bréf þar sem sambandið er hvatt til þess að sparka Bandaríkjunum úr HM í sumar.

Robben ósáttur við ummæli Wengers

Wenger sagði Robben góðan að dýfa sér en hann fiskaði tvö víti í leikjunum gegn Arsenal í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Eineltisfórnarlambið fór til San Francisco

Jonathan Martin varð einn umtalaðasti íþróttamaður Bandaríkjanna er hann sakaði liðsfélaga sína hjá Miami Dolphins um einelti. Hann hætti að spila með liðinu í kjölfarið.

Smá batamerki hjá Schumacher

Formúlugoðsögnin Michael Schumacher er enn í dái eftir að hafa slasast á skíðum í lok síðasta árs. Hann hefur þó verið að sýna örlítil batamerki upp á síðkastið.

Erna: Mjög góð tilfinning

Erna Friðriksdóttir var ánægð eftir fyrri ferðina í svigi í flokki sitjandi á Vetrarólympíumótinu í Sotsjí.

Héldu "kúlinu“ eftir stóra tapið á móti Þýskalandi

Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur gefið 21 leikmanni tækifæri í byrjunarliðinu á Algarve-mótinu en um leið hefur liðið náð öðrum besta árangri sínum á mótinu frá upphafi. Liðið spilar um bronsið í dag.

Sjá næstu 50 fréttir