Sport

Erna endaði í níunda í sviginu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Erna Friðriksdóttir á fullri ferð niður brekkuna í dag.
Erna Friðriksdóttir á fullri ferð niður brekkuna í dag. Vísir/Getty

Erna Friðriksdóttir varð níunda í svigi í flokki sitjandi á Vetrarólympíumóti fatlaðra í Sotsjí í Rúslandi í dag.

Hún var með níunda besta tímann af þeim níu keppendum sem hófu leik í seinni ferðinni en tveir heltust úr lestinni í fyrri ferðinni, þar á meðal forystusauðurinn Anna Schaffelhuber sem var dæmd úr leik.

Erna byrjaði seinni ferðina illa efst í brekkunni en náði sér fljótt á strik og kom í mark á 1:36,89 mínútum en samanlagður tími hennar var 3:10,30 mínútur.

Hún var rétt tæpum 56 sekúndum á eftir Ólympíumeistaranum Önnu-Lenu Forster frá Þýskalandi. Kimberly Joines frá Kanada fékk silfur og Laurie Stephens frá Bandaríkjunum hlaut bronsið.


Tengdar fréttir

Erna: Mjög góð tilfinning

Erna Friðriksdóttir var ánægð eftir fyrri ferðina í svigi í flokki sitjandi á Vetrarólympíumótinu í Sotsjí.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.