Sport

Erna: Mjög góð tilfinning

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Erna Friðriksdóttir keppir í flokki sitjandi.
Erna Friðriksdóttir keppir í flokki sitjandi. Mynd/Skjáskot
„Ég er bara nokkuð sátt,“ segir ErnaFriðriksdóttir, Ólympíumótsfari, í stuttu viðtali á Facebook-síðu íþróttasambands fatlaðra eftir fyrri ferðina í svigi í flokki sitjandi í Sotsjí í morgun.

Keppni í svigi var flýtt vegna veðurfars í Sotsjí en Erna er í níunda sæti af níu keppendum eftir fyrri ferðina. Hún kom í mark í morgun á 1:33,41 mínútum.

Aðspurð hvernig henni lítist á aðstæður fyrir seinni ferðina segir hún: „Ég held þær séu alveg fínar. Snjórinn er svolítið harður en ég held þetta verði bara fínt.“

Ernu líður vel með að vera búin að komast einu sinni niður fjallið og ná úr sér mesta skrekknum. „Það er mjög góð tilfinning,“ segir hún.

Allt viðtalið má sjá á Facebook-síðu íþróttasambands fatlaðra.

Seinni ferðin í flokki sitjandi hefst innan tíðar og er sýnt beint frá mótinu á RÚV.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.