Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍBV 27-30 | Eyjamenn áfram á siglingu Guðmundur Marinó Ingvarsson í Kaplakrika skrifar 13. mars 2014 03:18 ÍBV vann FH 30-27 í hörkuleik í Olís deild karla í handbolta í kvöld. ÍBV er í öðru sæti, þremur stigum á eftir Haukum en FH er í sjötta sæti og þremur stigum frá fjórða sæti deildarinnar. FH var mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik. Með Ísak Rafnsson í fararbroddi lék liðið góða vörn sem skilaði átta mörkum úr hraðaupphlaupum í hálfleiknum. Þrátt fyrir nokkra yfirburði var FH aðeins fjórum mörkum yfir í hálfleik 18-14. Það tók ÍBV átta mínútur að vinna upp forskot FH í seinni hálfleik. ÍBV lék frábæra vörn í seinni hálfleik en liðið náði þó ekki að komast yfir fyrr en tólf mínútur voru til leiksloka. Henrik Eidsvag fór á kostum í marki ÍBV og Agnar Smári Jónsson og Róbert Aron Hostert báru sóknarleikinn uppi. Síðustu tíu mínútur leiksins voru æsispennandi og meira að segja áhorfendur vöknuðu og studdu vel við FH en ÍBV er á sigurgöngu og FH ekki og sjálfstraustið, sem gengið að undanförnu skilar, réði úrslitum þegar uppi var staðið. ÍBV er búið að tryggja sér inn í úrslitakeppnina en FH situr mitt á milli úrslitakeppnissæti og umspilssæti þegar fjórar umferðir eru eftir. Gunnar: Það var svo dauft hérna„Við horfum líka á annað sætið sem er í boði. Þetta er frábært og frábær sigur,“ sagði Gunnar Magnússon þjálfari ÍBV aðspurður hvort stefnan sé ekki sett á deildarmeistaratitilinn þegar sætið í úrslitakeppninni er tryggt. „Seinni hálfleikur var stórkostlegur. Það er svo mikið sjálfstraust í liðinu að þó við værum fjórum undir í hálfleik og ég að reyna að skamma þá, þá voru þeir klárir á að þeir kæmu til baka. „Við voru að skapa okkur færi í fyrri hálfleik og vorum sjálfum okkur verstir. Þeir refsuðu okkur mikið með hröðum upphlaupum en strákarnir stigu upp í seinni hálfleik og sýndu úr hverju þeir eru gerðir.“ FH skoraði átta mörk úr hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik en ÍBV lokaði vel á það í seinni hálfleik. „Við kláruðum sóknirnar betur og vorum alltaf að koma okkur í færi. Við slúttuðum betur og þá komast þeir ekki í hraðaupphlaupin. „Við náðum að stilla upp í vörninni og fengum frábæra innkomu hjá Henrik í markinu. Þetta small. „Strákarnir stigu upp í seinni hálfleik. Það var brekka og mikið mótlæti,“ sagði Gunnar sem sagði lið sitt hafa átt erfitt með að ná sínum leik fyrir framan daufa áhorfendur. „Við erum vanir að spila í mikilli stemningu í Eyjum og það var svo dauft hérna. Við ræddum um það í hálfleik að við þyrftum sjálfir að ná stemningunni upp. Ég hafði aldrei slæma tilfinningu þegar við vorum komnir í gang í seinni hálfleik.“ Einar Andri: Förum með 12 sex metra skot í seinni„Við spilum okkur í dauðafæri í hverri einustu sókn. Við förum með tólf sex metra skot í seinni hálfleik og það er lítið við því að segja,“ sagði Einar Andri Einarsson þjálfari FH. „Hann fór að verja strákurinn, sá norski. Við höfum lítið séð hann og hann fór í gang. Því fór sem fór. „Ég er ánægður með FH-liðið, við lögðum allt í þetta og spiluðum vel. ÍBV-liðið er frábært en frammistaðan var góð en því miður féll þetta ekki fyrir okkur,“ sagði Einar Andri sem reynir að líta á björtu hliðarnar í slæmu gengi en FH hefur aðeins unnið einn af átta síðustu leikjum sínum í deildinni. „Við skorum 27 mörk og mér finnst að það eigi að duga okkur. Sóknin er búin að vera mjög góð eftir áramót en vörnin hefur verið aðeins slakari. „Við eigum Fram í næstu umferð og við getum komið okkur inn í þetta með sigri í næstu umferð. Í síðustu umferðinni erum við búnir að spila við ÍBV, Val og Hauka og fá tvö stig. „Það eru fjórir leikir eftir og ef við ætlum í úrslitakeppnina þá verðum við að vinna rest. Þetta er ekki alveg í okkar höndum en nánast. „Við verðum að horfa upp á við. Við eigum Akureyri í innbyrðis viðureign hér heima og staðan gæti verið þannig að liðin spili upp á umspilssæti en það þýðir ekkert að spá í það. Við erum á þokkalegri uppleið. „Það eru allir orðnir heilir nema Danni (Daníel Freyr Andrésson markvörður) og við gátum rúllað liðinu betur og það voru margir leikmenn að spila vel og á uppleið,“ sagði Einar Andri að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
ÍBV vann FH 30-27 í hörkuleik í Olís deild karla í handbolta í kvöld. ÍBV er í öðru sæti, þremur stigum á eftir Haukum en FH er í sjötta sæti og þremur stigum frá fjórða sæti deildarinnar. FH var mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik. Með Ísak Rafnsson í fararbroddi lék liðið góða vörn sem skilaði átta mörkum úr hraðaupphlaupum í hálfleiknum. Þrátt fyrir nokkra yfirburði var FH aðeins fjórum mörkum yfir í hálfleik 18-14. Það tók ÍBV átta mínútur að vinna upp forskot FH í seinni hálfleik. ÍBV lék frábæra vörn í seinni hálfleik en liðið náði þó ekki að komast yfir fyrr en tólf mínútur voru til leiksloka. Henrik Eidsvag fór á kostum í marki ÍBV og Agnar Smári Jónsson og Róbert Aron Hostert báru sóknarleikinn uppi. Síðustu tíu mínútur leiksins voru æsispennandi og meira að segja áhorfendur vöknuðu og studdu vel við FH en ÍBV er á sigurgöngu og FH ekki og sjálfstraustið, sem gengið að undanförnu skilar, réði úrslitum þegar uppi var staðið. ÍBV er búið að tryggja sér inn í úrslitakeppnina en FH situr mitt á milli úrslitakeppnissæti og umspilssæti þegar fjórar umferðir eru eftir. Gunnar: Það var svo dauft hérna„Við horfum líka á annað sætið sem er í boði. Þetta er frábært og frábær sigur,“ sagði Gunnar Magnússon þjálfari ÍBV aðspurður hvort stefnan sé ekki sett á deildarmeistaratitilinn þegar sætið í úrslitakeppninni er tryggt. „Seinni hálfleikur var stórkostlegur. Það er svo mikið sjálfstraust í liðinu að þó við værum fjórum undir í hálfleik og ég að reyna að skamma þá, þá voru þeir klárir á að þeir kæmu til baka. „Við voru að skapa okkur færi í fyrri hálfleik og vorum sjálfum okkur verstir. Þeir refsuðu okkur mikið með hröðum upphlaupum en strákarnir stigu upp í seinni hálfleik og sýndu úr hverju þeir eru gerðir.“ FH skoraði átta mörk úr hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik en ÍBV lokaði vel á það í seinni hálfleik. „Við kláruðum sóknirnar betur og vorum alltaf að koma okkur í færi. Við slúttuðum betur og þá komast þeir ekki í hraðaupphlaupin. „Við náðum að stilla upp í vörninni og fengum frábæra innkomu hjá Henrik í markinu. Þetta small. „Strákarnir stigu upp í seinni hálfleik. Það var brekka og mikið mótlæti,“ sagði Gunnar sem sagði lið sitt hafa átt erfitt með að ná sínum leik fyrir framan daufa áhorfendur. „Við erum vanir að spila í mikilli stemningu í Eyjum og það var svo dauft hérna. Við ræddum um það í hálfleik að við þyrftum sjálfir að ná stemningunni upp. Ég hafði aldrei slæma tilfinningu þegar við vorum komnir í gang í seinni hálfleik.“ Einar Andri: Förum með 12 sex metra skot í seinni„Við spilum okkur í dauðafæri í hverri einustu sókn. Við förum með tólf sex metra skot í seinni hálfleik og það er lítið við því að segja,“ sagði Einar Andri Einarsson þjálfari FH. „Hann fór að verja strákurinn, sá norski. Við höfum lítið séð hann og hann fór í gang. Því fór sem fór. „Ég er ánægður með FH-liðið, við lögðum allt í þetta og spiluðum vel. ÍBV-liðið er frábært en frammistaðan var góð en því miður féll þetta ekki fyrir okkur,“ sagði Einar Andri sem reynir að líta á björtu hliðarnar í slæmu gengi en FH hefur aðeins unnið einn af átta síðustu leikjum sínum í deildinni. „Við skorum 27 mörk og mér finnst að það eigi að duga okkur. Sóknin er búin að vera mjög góð eftir áramót en vörnin hefur verið aðeins slakari. „Við eigum Fram í næstu umferð og við getum komið okkur inn í þetta með sigri í næstu umferð. Í síðustu umferðinni erum við búnir að spila við ÍBV, Val og Hauka og fá tvö stig. „Það eru fjórir leikir eftir og ef við ætlum í úrslitakeppnina þá verðum við að vinna rest. Þetta er ekki alveg í okkar höndum en nánast. „Við verðum að horfa upp á við. Við eigum Akureyri í innbyrðis viðureign hér heima og staðan gæti verið þannig að liðin spili upp á umspilssæti en það þýðir ekkert að spá í það. Við erum á þokkalegri uppleið. „Það eru allir orðnir heilir nema Danni (Daníel Freyr Andrésson markvörður) og við gátum rúllað liðinu betur og það voru margir leikmenn að spila vel og á uppleið,“ sagði Einar Andri að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira