Fleiri fréttir

Aron Rafn með holu í hásininni

Aron Rafn Eðvarðsson landsliðsmarkvörður í handbolta hefur misst af tveimur síðustu leikjum Guif í sænsku úrvalsdeildinni vegna meiðsla í hásin.

Butler samdi við efsta lið vesturstrandar

Caron Butler hefur samið við Oklahoma City Thunder, efsta lið vesturstrandar NBA körfuboltans. Er Butler ætlað að hjálpa Thunder að skora í úrslitakeppninni.

Juventus vann á San Siro

Juventus skellti AC Milan 2-0 á útivelli í ítölsku A-deildinni í fótbolta í kvöld. Juventus er með 11 stiga forystu á toppi deildarinnar.

Hamilton var fljótastur á lokadeginum

Æfingum fyrir komandi tímabil í Formúlu eitt lauk í Bahrain í dag. Bretinn Lewis Hamilton á Mercedes endaði með hraðasta tíma dagsins 1:33.278. Hann ók 69 hringi en tapaði miklum tíma í morgun vegna vandræða með gírkassa.

Njarðvíkurkonur fallnar úr Dominos-deildinni

Njarðvík féll í kvöld úr Dominos-deild kvenna í körfubolta eftir 26 stiga tap á heimavelli á móti nágrönnum sínum úr Keflavík, 58-84. Sigur hefði heldur ekki dugðað því Grindavík vann Hamar í Hveragerði á sama tíma.

Tiger hætti á 13. flöt

Tiger Woods dró sig úr keppni á lokadeginum á The Honda Classic golfmótinu í Flórída sem er í beinni útsendingu á Golfstöðinni. Woods var á 13. flöt þegar hann hætti leik og yfirgaf völlinn.

Númer Iverson híft upp í rjáfur

NBA félagið Philadelpha 76ers heiðraði Allen Iverson í gærnótt þegar félagið lét hífa númer Iverson upp í rjáfur i Wells Fargo Center höllinni að viðstöddum 20.000 áhorfendum og auðvitað Iverson sjálfum.

George Best á kvennaklósettinu á Litlu kaffistofunni

Litla kaffistofan er heill knattspyrnuheimur útaf fyrir sig. Það er hæstráðandi Stefán Guðmundsson sem hefur komið upp hreint ótrúlegu safni í máli og myndum. Guðjón Guðmundsson heimsótti Litlu kaffistofuna í kvöldfréttum Stöðvar tvö.

Þjálfari Anítu vill sjá hana færast nær og nær þessum bestu

Aníta Hinriksdóttir er Heims- og Evrópumeistari unglinga í 800 metra hlaupi og Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 heimsótti þessa efnilegu hlaupakonu á dögunum en hún er á leiðinni á HM innanhúss í Póllandi. Þjálfari hennar, Gunnar Páll Jóakimsson, vonast til að hún nái að bæta sig gegn þeim bestu.

Þjálfari Gunnars Nelson: Enginn stjórnar sjálfum sér betur en Gunnar

Gunnar Nelson er á leiðinni til London þar sem hann mætir Rússanum Omari Akhmedov í UFC-bardaga í í O2 Arena um næstu helgi. Akhmedov hefur ekki tapaða bardaga eins og Gunnar. John Kavanagh, írskur MMA-þjálfari Gunnars, ræddi við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö.

Veiðileyfasalan hafin á Agn.is

Veiðileyfasalar eru að komast hressilega í gang þessa dagana til að kynna þau veiðileyfi sem eru á boðstólnum á þessu sumri.

Ekkert íslenskt mark í stórsigri AZ

AZ skellti RKC Waalwijk 4-0 í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Aron Jóhannsson var í byrjunarliðinu og Jóhann Berg Guðmundsson spilaði síðustu 22 mínútur leiksins.

Del Bosque: Enginn á öruggt sæti

Vicente Del Bosque segist þurfa að gera breytingar á spænska landsliðinu í fótbolta til að hleypa að ungum leikmönnum. Hann ber þó mikla virðingu fyrir þeim leikmönnum sem hjálpuðu liðinu að verða best lið í heimi.

Shaw sterklega orðaður við Chelsea

Hinn 18 ára gamli vinstri bakvörður enska úrvalsdeildarliðsins Southampton Luke Shaw er sterklega orðaður við Chelsea en hann hefur verið orðaður við Manchester United í nokkurn tíma.

McIlroy: Þarf að standast erfiðar aðstæður

Þrátt fyrir erfiðar flatir og vind er Norður-Írinn Rory McIlroy með tveggja högga forystu fyrir lokadag Honda Classic mótsins á Palm Beach Gardens golfvellinum í Flórída. McIlroy segist þurfa að forðast mistök til að landa öðrum sigri sínum á þessu móti.

Fernandinho: Titlarnir telja

Brasilíski miðjumaðurinn Fernandinho segir engu máli skipta hve mörg mörk enska úrvalsdeildarliðið Manchester City skorar á leiktíðinni ef liðið vinnur ekki titla. Þetta snýst allt um að vinna titla.

Óttast að Lauge hafi slitið krossband

Að tapa tveimur stigum gegn Melsungen í gær var ekki eina áfallið sem þýsku meistararnir í handbolta, Kiel, urðu fyrir í gær. Heimasíða félagsins hefur greint frá því að óttast sé að danski leikstjórnandinn Rasmus Lauge hafi slitið krossband í leiknum.

Jón Arnór með hundrað prósent þriggja stiga nýtingu í sigri

Jón Arnór Stefánsson og félagar hans í CAI Zaragoza héldu sigurgöngu sinni áfram í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag þegar þeir unnu níu stiga útisigur á Fuenlabrada, 81-72, eftir að hafa verið sjö stigum undir í hálfleik.

Poyet: Vil vinna fyrir Short

Gus Poyet knattspyrnustjóri Sunderland vonast til að stýra liði sínu til sigurs í úrslitum enska deildarbikarsins í fótbolta í dag gegn Manchester City og tileinka sigrinum stjórnarformanni Sunderland, Ellis Short.

Sami LeBron þrátt fyrir grímuna | Ariza sjóðandi

LeBron James lætur nefbrot ekki stöðva sig en hann klikkaði úr aðeins fjórum skotum þegar Miami Heat lagði Orlando Magic í NBA körfuboltanum í nótt. Það var þó Trevor Ariza sem stal senunni í nótt en hann skoraði 40 stig fyrir Washington Wizards.

Haukarnir sigursælir í Höllinni á þessari öld

Haukar eignuðust í gær sína aðra bikarmeistara á einni viku þegar karlalið félagsins varð bikarmeistari í handbolta en viku áður hafði kvennalið félagsins unnið bikarinn í körfubolta.

Haukarnir vinna bikarinn á tveggja ára fresti

Haukar urðu í gær bikarmeistarar karla í handbolta eftir 22-21 sigur á ÍR í æsispennandi úrslitaleik í Laugardalshöll í gær. Þetta var þriðji bikarmeistaratitilinn hjá karlaliði Hauka á síðustu fimm árum.

Barcelona stigi á eftir Real

Barcelona lagði Almería 4-1 í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Barcelona er stigi á eftir Real Madird á toppi deildarinnar þegar tólf umferðir eru eftir.

Jafntefli í rosalegum Madrídarslag

Atletico Madrid og Real Madrid skildu jöfn 2-2 í frábærum nágrannaslag á heimavelli Atletico í dag. Ronaldo tryggði Real stigið mikilvæga átta mínútum fyrir leikslok.

Aron Einar byrjaði í tapi Cardiff

Tottenham lagði Cardiff City 1-0 á heimvelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Cardiff.

Koscielny kom harmóníku-verksmiðju til bjargar

Franski miðvörðurinn Laurent Koscielny er ekki aðeins mikilvægur í vörn Arsenal því hann passar einnig vel upp á æskustöðvar sínar í Frakklandi. Koscielny var afar rausnarlegur á dögunum þegar hann kom harmóníku-verksmiðju til bjargar í heimabæ sínum í Frakklandi.

Sjá næstu 50 fréttir