Fleiri fréttir

Samningaviðræður við Rooney ekki hafnar

Wayne Rooney hefur farið á kostum á leiktíðinni hjá Englandsmeisturum Manchester United og vonast félagið til að framlengja samning enska landsliðsframherjans á næstunni en hann er samningsbundinn félaginu fram á sumar 2015.

Auðvelt hjá PSG | Zlatan með tvö

PSG átti ekki í nokkrum vandræðum með að leggja Lyon 4-0 að velli í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Frönsku meistararnir voru 2-0 yfir hálfleik.

Töpuð stig hjá Íslendingaliðunum í Belgíu

Ekki gekk vel hjá Íslendingaliðunum í Belgíu í kvöld. Zulte-Waregem náði aðeins jafntefli 1-1 á útivelli gegn 10 leikmönnum Kortrijk og Genk skellti Oh Leuven 3-0 í Genk.

Wenger ósáttur við gullboltann

Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal segist ekki vilja sjá neinn vinna gullboltann (ballon d'Or) því hann sé á móti einstaklingsverðlaunum í liðsíþróttinni fótbolta.

FCK vann uppgjörið um þriðja sætið

FC Kaupmannahöfn lagði Bröndby 3-1 í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn fyrir FCK en Rúrik Gíslason tók út leikbann.

Snæfell og Fjölnir áfram í bikarnum

Tveir leikir voru í 16 liða úrslitum Poweradebikar kvenna í körfubolta í dag. Úrvalsdeildarlið Snæfells átti ekki í vandræðum með Tindastól á Sauðárkróki og Fjölnir lagði Breiðablik í Kópavogi.

Útfararstjórinn vildi losna við útlendingana | Myndband

„Ég hef verið svo lánsamur í gegnum tíðina. Þegar ég var að spila í gamla daga gat maður skipt um umhverfi og kúplað sig auðveldlegar frá en margur annar,“ segir Sverrir Einarsson, útfararstjóri og formaður knattspyrnudeildar Fram.

Motta: PSG vinnur Meistaradeildina

Thiago Motta miðjumaður Frakklandsmeistara Paris Saint-Germain í fótbolta er ekki í nokkrum vafa með að PSG standi uppi sem sigurvegari í Meistaradeild Evrópu í vor. Hann segist að auki ekkert sjá eftir því að hafa valið Ítalíu fram yfir heimaland sitt Brasilíu.

Ari lék allan leikinn í öruggum sigri

Ari Freyr Skúlason var að vanda í liði OB sem skellti AGF 4-1 í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. OB fór upp um fimm sæti við sigurinn.

Aron í banastuði | Góður dagur Íslendingaliði

Kiel, Flensburg og PSG unnu öll góða sigra í Meistaradeildinni í handbolta í dag. Aron Pálmarsson fór á kostum þegar Kiel skellti Orlen Wisla Plock 34-25 á heimavelli og skoraði 9 mörk fyrir lærisveina Alfreðs Gíslasonar.

Guðlaugur Victor hafði betur gegn Jóhanni og Aroni

NEC Nijmegen gerði sér lítið fyrir og skellti AZ á heimavelli 3-2 í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Ekkert íslenskt mark var skorað í leiknum en staðan í hálfleik var 1-1.

Martin Jol rekinn

Enska knattspyrnufélagið Fulham hefur sagt knattspyrnustjóranum Martin Jol upp störfum. Fulham hafði tapað sex leikjum í röð undir stjórn Jol og sá síðasti, 3-0 tap fyrir West Ham var kornið sem fyllti mælinn.

Micah Richards að hugsa sér til hreyfings

Enski varnarmaðurinn Micah Richards er farinn að líta í kringum sig og veltir fyrir sér að yfirgefa enska úrvalsdeildarliðið Manchester City vegna fárra tækifæra á leiktíðinni. Hann segist þó helst vilja leika áfram á Etihad leikvanginum.

Mikilvægur sigur hjá Ljónunum hans Guðmundar

Rhein-Neckar Löwen vann mikilvægan sigur á Melsungen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag 30-27 í sannkölluðum fjögurra stiga leik. Guðmundur Guðmundsson þjálfar Löwen en Alexander Petersson skoraði 3 mörk í leiknum.

Aldrei séns gegn Barcelona

Jón Arnór Stefánsson spilaði í tæpar 19 mínútur og skoraði tvö stig í 73-50 tapi CAI Zaragoza gegn Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag.

Kobe gæti snúið aftur á föstudaginn

Það er farið að styttast í að Kobe Bryant snúi aftur út á körfuboltavöllinn með Los Angeles Lakers í NBA körfuboltanum eftir að hafa slitið hásin í apríl.

Gylfi á bekknum gegn Manchester United

Andre Villas-Boas, stjóri Tottenham, virðist ekki meðvitaður um að liði sínu gangi betur með Gylfa Þór Sigurðsson í byrjunarliðinu.

Gautaborg United komið upp um deild

Sænska blakliðið Gautaborg United sem Alexander Stefánsson og Ingólfur Hilmar Guðjónsson leika með hefur tryggt sér sæti í næst efstu deild í sænska blakinu eftir áramót en liðið tryggði sér sætið með því að leggja Kungälvs VBK 3-0 í gær.

Fyrsta tap Porto í 54 leikjum

Farið er að hitna undir Paulo Fonseca þjálfara portúgalska stórliðsins Porto eftir 1-0 ósigur gegn Academica í portúgölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. Engu að síður var þetta aðeins fyrsta tap liðsins í deildinni í 54 leikjum.

Sjá næstu 50 fréttir