Fleiri fréttir

Ganamenn þora ekki að spila í Kaíró

Forráðamenn knattspyrnusambands Gana óttast mikið um öryggi sitt og leikmanna sinna í seinni leik Gana og Egyptalands í umspilinu um sæti á HM á Brasilíu.

Jón Arnór og félagar töpuðu naumlega í Berlín

Jón Arnór Stefánsson og félagar hans í spænska liðinu CAI Zaragoza töpuðu með þremur stigum á útivelli á móti þýska liðinu Alba Berlin, 68-71, í Berlín í Evrópukeppninni í kvöld.

Ólafur skoraði markið sem kom Kristianstad á toppinn

Íslendingaliðin unnu og töpuðu í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Ólafur Guðmundsson og félagar í Kristianstad unnu sinn leik en lærisveinar Kristjáns Andréssonar urðu að sætta sig við tap á heimavelli.

Zlatan Ibrahimovic með fernu - úrslit kvöldsins

Zlatan Ibrahimovic skoraði fjögur mörk þegar Paris Saint-Germain hélt sigurgöngu sinni áfram með 5-0 útisigri á Anderlecht í Meistaradeildinni í kvöld en þrjú markanna komu í fyrri hálfleiknum. Bayern München vann einnig stórsigur og er með fullt hús í sínum riðli alveg eins og franska liðið.

Erfitt kvöld hjá Ragnari og Rúriki í Tyrklandi

Það gengur ekki vel hjá Íslendingaliðunum í Meistaradeildinni. Ajax er nánast úr leik eftir tap á móti Celtic í gær og í kvöld tapaði danska liðið FCK frá Kaupmannahöfn 3-1 á móti Galatasaray í Tyrklandi.

Stelpurnar hans Þóris fögnuðu sigri í Rúmeníu

Norska kvennalandsliðið byrjaði undankeppni EM á því að vinna tveggja marka útisigur á Rúmeníu í dag, 25-23. Þórir Hergeirsson, íslenski þjálfari norska liðsins, var ánægður eftir leikinn og þá sérstaklega með varnarleikinn.

Söguleg sátt á milli Breiðabliks og HK

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti á fundi sínum í gær að semja við íþróttafélögin HK og Breiðablik um hvar starfsemi þeirra eigi að vera í framtíðinni. Nokkur óvissa hefur verið um hvar mörkin á milli félaganna hafa legið í bænum en nú er búið að draga landamærin skýrt.

Sjálfsmark tryggði Manchester United þrjú stig á Old Trafford

Manchester United er í efsta sæti í A-riðli Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir nauman 1-0 sigur á spænska liðinu Real Sociedad á Old Trafford í kvöld en það var sjálfsmark á annarri mínútu leiksins sem skildi á milli liðanna. Wayne Rooney átti frábæran leik og fékk fullt af færum til að skora en hann átti mikinn þátt í eina marki leiksins.

Ingó Veðurguð ráðinn þjálfari Hamars

Knattspyrnumaðurinn Ingólfur Þórarinsson hefur verið ráðinn þjálfari Hamars og mun hann verða spilandi þjálfari hjá liðinu í 3. deildinni á næsta tímabili. Þetta staðfesti Ingólfur í samtali við vefsíðuna 433.is í dag.

Holloway hættur með Crystal Palace

Ian Holloway, knattspyrnustjóri Crystal Palace, er hættur eftir að hafa verið með liðið í minna en eitt ár en þetta kemur fram á vefsíðu Sky Sports.

Agüero tryggði City þrjú stig í Rússlandi

Argentínumaðurinn Sergio Agüero skoraði bæði mörk Manchester City í dag þegar liðið vann 2-1 útisigur á CSKA Moskvu í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. City gat skorað fleiri mörk en slapp síðan með skrekkinn á lokamínútunum.

Ragnar: Hef mætt stærri stjörnum en Drogba

Ragnar Sigurðsson og Rúrik Gíslason verða í eldlínunni þegar FCK mætir tyrkneska liðinu Galatasary í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í kvöld en leikurinn fer fram í Tyrklandi.

Forráðamenn Erreá vilja sjá Íslendinga á HM

Íslenska landsliðið í knattspyrnu mun mæta því króatíska í tveimur leikjum í umspili um laust sæti á HM í Brasilíu árið 2014. Leikirnir fara fram 15. og 19. nóvember.

Logi: Þetta var allt saman hinn versti farsi

Logi Ólafsson, fyrrum þjálfari Stjörnunnar, var í viðtali við þáttinn Reitaboltinn á vefsíðunni 433.is nú fyrir hádegi þar sem hann talar um viðskilnað sinn við Garðbæinga og starfshætti forráðamanna félagsins.

ÍR-ungar hvattir til að prófa margar íþróttagreinar

Íþróttafélag Reykjavíkur er farið í gang með nýtt verkefni fyrir börn í fyrstum tveimur árgöngum grunnskólans. Eitt gjald er greitt fyrir iðkanda sem getur æft hjá sex deildum ÍR eins oft og hann vill yfir önnina.

Bosnich ekki sáttur við orð Ferguson

Mark Bosnich, fyrrum markvörður Manchester United, er ekki paránægður með Sir Alex Ferguson en sá síðarnefndi lýsir Bosnich sem hræðilegum atvinnumanni og í raun letingja í nýútkominni ævisögu sinni.

Svarar Ferguson fullum hálsi

Roy Keane er einn þeirra sem fær að heyra það í nýrri ævisögu Sir Alex Ferguson sem kynnt var til leiks í gær. Keane svarar fyrrverandi stjóra sínum fullum hálsi.

Guðmunda hefur bætt sig mikið á milli ára

Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, tilkynnti í gær hópinn sinn fyrir leik úti í Serbíu í undankeppni HM. Freyr gerir nokkrar breytingar frá tapinu á móti Sviss á dögunum.

Tvö flottustu mörk tímabilsins í sömu umferðinni

Þeir sem misstu af enska boltanum um helgina eða vilja bara horfa á það helsta aftur geta nálgast flott yfirlit yfir umferðina inn á Vísi. Eins og vanalega er nefnilega hægt að finna margskonar samantektir eftir hverja umferð ensku úrvalsdeildarinnar inn á Sjónvarpsvefnum á Vísi.

Cristiano Ronaldo finnur til með Bale

Cristiano Ronaldo biðlar til fólks að minnka pressuna á Gareth Bale sem Real Madrid keypti fyrir 85 milljónir punda frá Tottenham í haust.

Torres: Ég öskraði á Eden að gefa boltann

Fernando Torres, framherji Chelsea, skoraði tvö mörk í 3-0 útisigri á þýska liðinu Schalke í Meistaradeildinni í kvöld en Þjóðverjarnir voru ekki búnir að fá á sig mark eftir tvo fyrstu leikina.

Jol segir mark Kasami flottara en mark Van Basten

Pajtim Kasami skoraði stórkostlegt mark í 4-1 sigri Fulham á Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gærkvöldi og fékk meðal annars mikið hrós frá knattspyrnustjóra sínum Martin Jol.

Sjá næstu 50 fréttir